Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 22
22 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 10 Velta: 40,6 milljónir OMX ÍSLAND 6 785 +0,19% MESTA HÆKKUN MAREL +0,65% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -0,75% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,35 +0,00% ... Føroya Banki 133,00 -0,75% ... Icelandair Group 3,85 +0,00% ... Marel 62,30 +0,65% ... Össur 133,50 +0,00% Bakkavör Group tapaði 14,1 milljón punda, jafnvirði 2,9 milljarða króna, á þriðja árs- fjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tapið 19,6 milljónum punda. Tekjur námu 33,7 milljónum punda á tímabilinu, sem jafn- gildir 6,7 milljörðum króna. Þetta er tvöföldun á milli ára. Handbært fé að frádregnum sköttum, gjöldum og einskipt- ikostnaði jókst um 86 prósent frá sama tíma í fyrra og nam það 66,5 milljónum punda í lok þriðja fjórðungs. Ágúst Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar, sagði á upp- gjörsfundi félagsins í gær að viðræður hefðu staðið yfir við innlenda lánardrottna móður- félagsins og séu eigendur sjötíu prósent krafna Bakkavarar til- búnir til að framlengja gjald- daga á lánum til 2014. Helstu kröfuhafar félagsins eru íslenskir lífeyrissjóðir. Bakkavör Group er móð- urfélag erlendra rekstrarfé- laga, sem fyrr á árinu tryggðu sér endurfjármögnun til 2012. Ágúst sagði þetta mikilvæg- an áfanga þótt enn ætti eftir að útfæra kjör og aðra skilmála nánar. Hann gerði ráð fyrir að stutt væri í niðurstöðu málsins. Erlendir greiningaraðilar segja rekstrarbata Bakkavarar góðan, það skýrist af hagræð- ingu í rekstri og aukinni sölu, ekki síst í Bretlandi. - jab Afkoma Bakkavarar batnar ÁGÚST GUÐMUNDSSON Forstjóri Bakkavarar segir sjötíu prósent kröfu- hafa félagsins tilbúna til að lengja í lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,74 pró- sent á milli mánaða í nóvember og fór verð- bólgan við það úr 9,7 prósentum í 8,6 í mán- uðinum. Fyrir ári mældist í 17,1 prósents verðbólga. Nú munar mestu um verðhækkun á fatnaði og gjafavöru auk elds- neytis. Verð á fötum hækkaði um 3,4 prósent en á húsbúnaði og heimilistækjum um 2,8 prósent. Þá hækkaði elds- neytisverð um 3,5 prósent á milli mánaða. Lítil sem engin breyting varð hins vegar á verði matvöru og húsnæðis. IFS Greining segir þriggja mánaða verðbólgu gefa betri mynd af undir- liggjandi verðbólgu. Hún mælist nú 11,2 prósent og skýrist það af síð- búnum áhrifum gengisveikingar og skatta- hækkunum. IFS segir verðbólguþróun kunna að verða verulegt áhyggjuefni fyrir Seðlabankann enda grafi hún undan gengi krónunnar. Á sama tíma virðist allt hvíla á að gengi krónunn- ar styrkist: Efnahags- reikningur fyrirtækja og heimila, auk þess sem kostnaður við Icesave-samning fari eftir því og ljóst að eigi kostnaður vegna samningsins ekki að fara fram úr hófi megi gengi krónu ekki veikjast mikið frekar, að sögn IFS. - jab Verðbólga mælist 8,6% EFNAHAGSMÁL Aukið getur á verð- sveiflur á fasteignamarkaði að meirihluti fólks búi í eigin hús- næði. Þetta kom fram í máli Gwil- ym Pryce, prófessors í hagfræði og félagsvísindum við háskólann í Glasgow á norrænni ráðstefnu um fasteignamarkaðinn sem fram fór í Reykjavík í gær. Prófessor Gwilym Pryce hvatti til frekari rannsókna á kjörhlut- falli íbúðareigenda og leigjenda í hverju samfélagi. Hér eiga yfir 80 prósent eigið húsnæði. Pryce vísaði til dæmis til Bretlands þar sem yfir 70 prósent búa í eigin húsnæði og benti á að skuldsetn- ing landsins í samhengi við lands- framleiðslu væri mikil. Til sam- anburðar benti hann á að hlutfall íbúðareigenda í Þýskalandi væri 43 prósent og skuldsetningarhlutfall- ið mun lægra. Eftir því sem færri byggju í eigin húsnæði minnkaði næmi landsins gagnvart fjármála- kreppunni og verðfalli eigna. Þá bendir Pryce á að blönduð byggð misefnaðs fólks auki viðnám í efnahagskreppum. „Þegar íbúð er tekin eignarnámi hefur það áhrif á nærumhverfið. Í hverfum þar sem hinir efnaminni hafa safnast saman er hætt við dómínóáhrifum sem síður er hætta á í blandaðri byggð,“ segir hann. „Núna, í kjölfar kreppu, er rétti tíminn til að spyrja stórra spurn- inga,“ segir hann og telur að þegar hagkerfið taki við sér á ný minnki áhugi fólks á að gera samfélags- breytingar. Pryce segir eðlilegt að setja spurningarmerki við það hvort allir eigi að búa í eigin hús- næði. Tilhneiging sé til þess að þeir tekjulægstu festi kaup á fasteign- um þegar aðgengi er best að láns- fjármagni, í miðjum eignabólum þegar verð er hátt. Sami hópur sé líklegri til að missa fótanna þegar herðir á dalnum og atvinnuleysi eykst. Þetta eitt auki á sveiflur og þjóðhagslegan kostnað. Pryce nefndi dæmi um þrjá fast- eignakaupendur. Sá fyrsti kaupir íbúð og selur ekki fyrr en að 40 árum liðnum þegar lán eru greidd upp. Annar kaupir þegar verð er lágt og selur aftur þegar verð er hátt og eltir á þennan hátt reglu- legar sveiflur á fasteignamarkaði út tímann. Sá þriðji kaupir þegar verð er hátt og selur eða hrekst út af fasteignamarkaði þegar verð er lágt. Samkvæmt útreikning- um Pryce, sem eiga við Bretland, hagnast sá fyrsti um sem nemur 16 milljónum króna og númer tvö um 32 milljónir meðan sá þriðji tapar sem nemur 56 milljónum króna. Af þessu segir Pryce mega sjá nauð- syn þess í rannsóknum að huga að tímasetningu fasteignakaupa. Það hafi ekki verið gert í nægilegum mæli til þessa. olikr@frettabladid.is Fleiri leigj- endur draga úr sveiflum Ónóga athygli hefur tímasetning íbúðakaupa fengið. Blönduð byggð ríkra og fátækra hefur meira viðnám í fjármálakreppu. Aukið hlutfall leigjenda kann að vera þjóðhagslega hagkvæmt. Efnaminni líklegri til að kaupa á versta tíma. Á RÁÐSTEFNU NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR Gwillym Pryce segir að bankar þurfi að breyta viðskiptaháttum og leggja áherslu á siðlegar lánveitingar. Þeir eigi að huga að hag lántakenda til lengri tíma. Slíkt dragi úr sveiflum sem komi bönkunum líka til góða því með því dragi úr hættu á bankaáhlaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslandsbanki hefur fengið end- urskoðunarfyrirtækið KPMG til liðs við sig til þess að ljúka við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Ingvars Helgasonar ehf., að því er fram kemur í tilkynningu bankans, sem er stærsti lánveit- andi umboðsins. Fram til þessa hefur endur- skipulagningin farið fram undir forystu Hauks Guðjónssonar for- stjóra og Kristins Þórs Geirsson- ar stjórnarformanns. „Þeir hafa nú kosið að stíga til hliðar og eru þeim þökkuð góð störf,“ segir í tilkynningunni. Fram undan er sagður loka- hnykkur endurskipulagningar félagsins. - óká KPMG aðstoð- ar Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.