Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 37
„Við ætlum að koma með nýja
nálgun á tjúttmarkaðinn,“ segir
Guðmundur Gunnlaugsson,
trommari hinnar nýstofnuðu
hljómsveitar Money. Sveitin er
skipuð fyrrverandi liðsmönnum
Kentár, sem er þekkt fyrir blús-
tónlist sína.
Auk Guðmundar skipa Money
þeir Jón Ólafsson bassaleikari,
Sigurður Sigurðsson, munn-
hörpuleikari og söngvari, og
Tryggvi Hübner gítarleikari.
Lögð verður áhersla á ryþma-
blús og swing-tónlist. „Við erum
að spila þetta frumbít sem allir
fíla,“ segir Guðmundur, sem er
einnig liðsmaður Sixties. Hugs-
unin á bak við Money er að koma
fólki út á dansgólfið og þá er
fyrst og fremst stuðst við tón-
list frá Bítlaárunum og þar um
kring. Lög eins og Miss You og
Out of Time með Rolling Stones
ásamt þeim Carol og Route 66
með Chuck Berry verða á laga-
listanum auk nokkurra hressra
blús-smella. Næsti dansleikur
Money verður á Players í kvöld.
- fb
Money á
markaðinn
MONEY Hljómsveitin Money ætlar að
láta til sín taka á næstunni.
Síðustu tónleikarnir hjá þeim
félögum Friðriki Ómari og Jógvan
Hansen verða í Salnum, Kópavogi,
í kvöld klukkan átta. Plata þeirra,
Vinalög, hefur selst ákaflega vel
að undanförnu og er aftur komin
á toppinn yfir mest seldu plöturn-
ar á Íslandi. „Við stefnum á gull,
vonandi gerist það bara innan tíu
daga,“ segir Friðrik í samtali við
Fréttablaðið.
Á disknum skipta þeir Friðrik
og Jógvan um hlutverk. Það er að
segja, Friðrik syngur þekkt fær-
eysk lög á íslensku og Jógvan flyt-
ur frægar íslenskar dægurlaga-
perlur á sínu ylhýra. Þetta hefur
mælst ótrúlega vel fyrir hjá bæði
Íslendingum og Færeyingum
en vinirnir hafa troðfyllt hvern
tónleikastaðinn á fætur öðrum á
báðum stöðum. En nú er sem sagt
komið að lokapunkti þessarar
miklu reisu og hyggjast þeir Frið-
rik og Jógvan kveðja í Salnum
klukkan átta eins og áður segir.
Vinir kveðja
FRIÐRIK ÓMAR OG JÓGVAN HANSEN
Brú milli menningarheima er
verkefni á vegum Hins hússins
sem vinnur gegn einangrun ungra
innflytjenda hér á landi auk þess
að kynna íslenskt samfélag fyrir
ungu fólki og aðstoða það við að
mynda hér félagslegt net. Viku-
lega hittist hópur af fólki frá
öllum heimshornum og tekur þátt
í ýmsum skemmtilegum viðburð-
um eins og jóga, danskennslu, tón-
leikum og matargerð.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
stýrir verkefninu og segir félags-
starfið fólki að kostnaðarlausu.
„Við vinnum með ungu fólki á aldr-
inum sextán til tuttugu og fimm
ára og eru þau frá öllum heimsálf-
um. Við hittumst á sunnudagseft-
irmiðdögum og gerum eitthvað
skemmtilegt saman, höldum mat-
arboð, förum í jóga eða dönsum.
Það fer bara svolítið eftir því hvað
hópurinn vill gera hverju sinni,“
segir Ragnheiður Harpa og tekur
fram að Íslendingum sé velkomið
að taka þátt í starfinu. „Krakkar
úr Menntaskólanum við Hamra-
hlíð hafa verið duglegir að mæta
og taka þátt í hinum ýmsu viðburð-
um með okkur. Markmið verkefn-
isins er að stuðla að vinasambandi
sem nær út fyrir hina skipulögðu
dagskrá.“
Hægt er að skoða dagskrána á
bloggsíðu hópsins www.isbruin.
blogspot.com eða á Facebook-síðu
hópsins. - sm
Hittast í jóga og danskennslu
HREKKJAVÖKUKAFFI Hópurinn hittist á
sunnudaginn og hélt þá lítið hrekkja-
vökukaffi.
Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík 5517030 norraenahusid.is Norrænn hádegisverður á Dill restaurant alla daga frá 11:30
Hnúkaþeyr