Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 54
8 föstudagur 27. nóvember ✽ heitt um hátíðarnar tíska S tundum virðist ekkert spennandi vera að fá í verslunum Reykja-víkur eða þá að allir eru komnir í sömu fötin. Frábært ráð við slíkri fatakrísu er að skella sér á veraldarvefinn með kreditkortið og athuga hvað er í boði. Vefsíðan Net-a-porter (net-a-porter.com) býður til dæmis upp á stórkostlegt úrval af hátískufatnaði, allt frá skóm og töskum upp í gallabuxur og dýrindis partíkjóla. Ódýr- ari kostur er til dæmis Top Shop sem er með ótrúlega svala línu sem nefnist Luxe Groupie og er fyrir allar rokkskvísur Reykjavík- ur. (www.topshop.com) Þar er meðal annars að finna flotta leð- urjakka og pelsa og flottar leðurbuxur. - amb Níundi áratugurinn hefur notið mikilla vinsælda á ný, sérstaklega meðal menntaskólanema sem hafa verið iðnir við að halda „eighties“ böll í haust. Oft er þetta tímabil tengt við hallærislegan klæðnað, förðun og greiðslur en það var hins vegar ýmislegt flott í gangi sem má sækja innblástur til. Fatahönn- uðir hafa til dæmis oft haft þröngu kjólana og rauða varalitinn í myndbandi við lagið Addicted to Love með Robert Palmer til hliðsjónar. Eighties-förðun kemur sterk inn í vetur en þar er um að ræða rauðan eða sterklitaðan varalit við dökk og mikið máluð augu við látlaust hár tekið aftur í tagl. - amb Eighties-förðun vinsæl Sterkar varir og dökk augu fyrir veturinn Flott stígvél Svona há og þröng stígvél eru heila málið í vetur. Þessi eru frá Top Shop og fást á Netinu. VATNSHELDUR KREMAUGNSKUGGI Quick cream eye shadow er nýjung frá Clin- ique. Augnskugginn er í formi krems sem smitast ekki, þornar fljótt á augnlokunum og helst allan daginn. Formúlan inniheldur grunn úr sílikongeli sem gerir augnskuggann bæði auðveldan í notkun og vatnsheldan, en hann helst í allt að tíu klukkutíma. Augnskugginn kemur í sex litum, en hægt er að nota þá eina og sér eða sem grunn fyrir púðuraugnskugga. Förðun: Margrét með Make Up Store Model: Helga Gabríela Augnskuggar: Flamingo, Pink Metal, Dramatic, Muffin Augnblýantur: Invitation. Varalitur: Black Orchid Varablýantur: Jazz Varagloss: Spy Kinnalitur: Seashell Hlébarðamynstur Falleg partítaska frá bandaríska tískumerkinu Halston. Fæst á net-a-porter.com Hlýtt Fallegur rauður hattur frá Eugenia Kim sem er í anda þriðja áratugarins. Fæst á net-a-porter. Kynþokkafullt Undurfögur nærföt frá ítalska merkinu La Perla sem fást á net-a-porter.com Þröngur og sexí Ótrúlega flottur grár og stuttur kjóll frá Preen, fæst á net-a- porter.com Svöl Þessi gúmmístíg- vél með keðjum eru full- komin fyrir slabbið í vetur. Frá Burberrys og fást á net-a-porter.com Svart og hvítt Gullfalleg prjónuð peysa úr kasmírull með svörtum kraga frá Pringle, fæst á net-a-porter. Kauptu jólafötin í tölvunni: HÁTÍSKA Á NETINU Töff Flottur samfestingur með pallíettum sem er fullkominn í jólaboðin. Fæst á vefsíðu Top Shop. Gyllt glamúr Svöl gyllt peysa frá Luxe Groupie línunni í Top Shop.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.