Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 10
10 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
REYKJAVÍK Í fyrirhuguðum 580
milljóna niðurskurði til leikskóla
borgarinnar verður grunnþjónust-
an ekki skorin niður, segja fulltrú-
ar leikskólasviðs borgarinnar.
Þessi fullyrðing er hins vegar
óraunhæf, að mati Margrétar
Pálu Ólafsdóttur, formanns Sam-
taka sjálfstæðra skóla og höfund-
ar Hjallastefnunnar.
„Umræða um að ekki eigi að
skerða grunnþjónustu er í raun
óraunhæf yfirlýsing, því leikskól-
arnir sinna bara
grunnþjónustu.
Þetta er upp-
eldi og mennt-
un ungra barna,
gæsluhlutverk
gagnvart for-
eldrum og mál-
tíðir. Nánast
allur kostnað-
ur leikskóla er
launakostnaður
og mötuneyti.
Allt annað er
hverfandi. Svo
mikið veit ég,“
segir hún.
Opinber skil-
g r e i n i n g á
þessu hugtaki,
grunnþjónusta
til leikskóla-
barna, er hvergi
til staðar hjá
borginni, stað-
festir Ragnar Sær Ragnarsson,
formaður leikskólaráðs. Unnið sé
að skilgreiningu á vegum borgar
og Sambands sveitarfélaga, „en
það er ekki til beinlínis formleg
skilgreining“.
Edda Björk Þórðardóttir, í for-
eldraráði leikskólans Hamra,
lýsti þessu hér í blaðinu hinn 23.
nóvember sem dæmi um metnað-
arleysi hjá borginni. Í fundargerð
af samráðsfundi leikskólasviðs
með foreldrum leikskólabarna 12.
nóvember kemur fram að fulltrú-
ar borgarinnar hafi heitið því að
tryggja grunnþjónustu.
Fulltrúarnir hafi svo staðið á
gati þegar foreldrar spurðu um
hvað væri grunnþjónusta.
Um fyrirhugaðan niðurskurð
segist Margrét Pála skilja að
reynt sé að klípa af leikskólum
eins og annars staðar. „En það
er erfitt að skera niður kerfi sem
aldrei var í neinu góðæri. Það
vita allir sem þekkja til leikskóla-
starfs á Íslandi að þar er alltaf
haldið mjög spart á. Þess vegna
finna þessar stofnanir meira
fyrir niðurskurði en hinar, sem
voru betur staddar í góðærinu,“
segir hún.
Þess má geta að orðið „grunn-
þjónusta“ er ekki að finna í lögum
um leikskóla.
klemens@frettabladid.is
Öll skerðing kemur
við grunnþjónustu
Það er óraunhæft af borginni að segjast ekki ætla að skerða grunnþjónustu til
leikskóla, því leikskólar eru fyrst og fremst grunnþjónusta, segir formaður sjálf-
stæðra skóla. Engin skilgreining er til um það hvað sé grunnþjónusta.
NÆRINGIN KÆRKOMNA Grunnþjónusta leikskóla felst meðal annars í því að ala upp
og næra börnin, segir Margrét Pála. Skilgreiningin er ekki til hjá borginni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
RAGNAR SÆR
RAGNARSSON
MARGRÉT PÁLA
ÓLAFSDÓTTIR
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Listdansskóli Íslands - nemendasýning framhaldsdeildar (Stóra sviðið)
Sindri Silfurfiskur (Kúlan)
Maríuhænan (Kúlan)
Oliver! (Stóra sviðið)
Leitin að jólunum (Leikhúsloftið)
Utan Gátta (Kassinn)
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Sun 29/11 kl. 20:00 U
Sun 13/1 kl. 15:00
Sun 27/12 kl. 15:00
Þri 29/12 kl. 15:00
Fim 3/12 kl. 17:00
Fös 4/12 kl. 10:00 U
Lau 5/12 kl. 13:30
Sun 3/1 kl. 16:00 Ö
Sun 3/1 kl. 20:00 Ö
Lau 9/1 kl. 16:00 Ö
Lau 9/1 kl. 20:00 Ö
Sun 10/1 kl. 16:00 Ö
Sun 10/1 kl. 20:00 Ö
Fim 14/1 kl. 19:00
Sun 6/12 kl 13:00 U
Sun 6/12 kl. 14:30 Ö
Lau 12/12 kl. 11:00 U
Lau 12/12 kl. 13:00 U
Lau 12/12 kl. 14:30 U
Sun 13/12 kl. 11:00
Sun 13/12 kl. 13:00 U
Lau 5/12 kl. 20:00 Ö
Fös 8/1 kl. 20:00
Sun 29/11 kl. 17:00 U
Mán 30/11 kl. 20:00
Lau 28/11 kl. 15:00
Sun 29/11 kl. 15:00
Lau 12/12 kl. 15:00
Mið 2/12 kl. 10:00 U
Mið 2/12 kl. 17:00
Fim 3/12 kl. 10:00 U
Lau 26/12 kl. 20:00 U
Sun 27/1 kl. 16:00 U
Sun 27/12 kl. 20:00 Ö
Þri 29/12 kl. 20:00 Ö
Mið 30/12 kl. 20:00 Ö
Lau 2/1 kl. 16:00 Ö
Lau 2/1 kl. 20:00 Ö
Lau 28/11 kl. 13:00 Ö
Sun 29/11 kl. 13:00 Ö
Sun 29/11 kl. 14:30 Ö
Lau 5/12 kl. 11:00 Ö
Lau 5/12 kl. 13:00 U
Lau 5/12 kl. 14:30 U
Sun 6/12 kl. 11:00 Ö
Fim 3/12 kl. 20:00
Fös 27/11 kl. 20:00 Ö
Lau 28/11 kl. 20:00 Ö
Mið 30/12 kl. 15:00
Lau 5/12 kl. 15:00 Ö
Sun 6/12 kl. 13:30
Sun 6/12 kl. 15:00
Lau 16/1 kl. 15:00 U
Lau 16/1 kl. 19:00
Lau 23/1 kl. 15:00
Fös 29/1 kl. 19:00
Lau 30/1 kl. 15:00
Lau 30/1 kl 19:00
Sun 13/12 kl. 14:30 Ö
Lau 19/12 kl. 11:00
Lau 19/12 kl. 13:00 Ö
Lau 19/12 kl. 14:30 Ö
Sun 20/12 kl. 11:00 Ö
Sun 20/12 kl. 13:00 U
Sun 20/12 kl. 14:30 Ö
Fös 15/1 kl. 20:00
Allra síðasta sýning 29. nóvember kl. 20:00!
Miðaverð 1500 kr. - frítt fyrir 12 ára og yngri
Yndisleg barnasýning - miðaverð aðeins 1500 kr.
Dansleikhús fyrir þau allra minnstu (frá 9 mánaða) - gestasýning frá Noregi
Miðasala hafin - einstakt tilboð á gjafakortum til jóla!
Barnasýning ársins 2006 - tryggið ykkur sæti
Missið ekki af þessari margverðlaunuðu sýningu- allra síðasta aukasýning!
Nýjar sýningar komnar í sölu!
VIÐSKIPTI Sparisjóðsstjóri Byrs,
Ragnar Z. Guðjónsson, hefur
ákveðið að láta tímabundið af
starfinu í kjölfar húsleitar sérstaks
saksóknara hjá Byr á þriðjudag. Í
yfirlýsingu segist Ragnar víkja til
að skapa frið um störf sparisjóðs-
ins og eyða mögulegri tortryggni
vegna málsins.
Ragnar segist í yfirlýsingunni
telja að störf hans fyrir Byr hafi í
öllu samræmst lögum. Hann fagn-
ar því þó að málið sé í skoðun og
að vafa um það hvort eðlilega var
staðið að málum verði í kjölfarið
eytt.
Rannsókn sérstaks saksóknara
snýr að kaupum eignarhaldsfélags-
ins Exeter Holding á stofnfjárbréf-
um í Byr fyrir 1,1 milljarðs lán frá
Byr. Bréfin voru meðal annars í
eigu MP Banka og stjórnarfor-
manns Byrs. Sum bréfin höfðu áður
verið í eigu félagsins Húnahorns,
félags sem Ragnar Z. Guðjónsson
átti og var í forsvari fyrir.
Í yfirlýsingu sinni áréttar Ragn-
ar að engin tengsl hafi verið á milli
Húnahorns og Exeter Holding áður
en Exeter eignaðist bréfin í kjölfar
veðkalls MP Banka. Ragnar mun
að ósk stjórnar Byrs starfa áfram
að verkefnum sem tengjast fjár-
hagslegri endurreisn sparisjóðs-
ins. Ekki náðist í Ragnar í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - sh
Sparisjóðsstjóri Byrs víkur í kjölfar húsleitar sérstaks saksóknara:
Ragnar fer í tímabundið leyfi
RAGNAR Z. GUÐJÓNSSON Sparisjóðs-
stjórinn segir í yfirlýsingu að störf hans
hafi í öllu samræmst lögum.
SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er að mati
bæjarfulltrúa algerlega óásætt-
anleg framkoma í garð íbúa
svæðisins,“ segir bæjarstjórn
Reykjanesbæjar sem eins og bæj-
arráð Voga tekur undir sjónarmið
Brunavarna Suðurnesja varðandi
niðurskurð í framlögum ríksins
til sjúkraflutninga.
„Ríkið hefur nú ákveðið ein-
hliða að greiða 70 milljónir króna
fyrir sjúkraflutninga sem kosta
130 milljónir króna á ári,“ segir
bæjarstjórn Reykjanesbaæj-
ar. „Með þessu framferði hefur
ríkið einhliða sagt upp samningi
um sjúkraflutninga á sama tíma
og upplýst er að verulega skort-
ir á að HSS sitji við sama borð í
fjárlögum og aðrar sjúkrastofn-
anir.“
Bæjarráð Voga segir heilbrigð-
isráðuneytið þegar hafa lokað
heilsugæsluseli í Vogum og ætlast
nú til að íbúar greiði niður sjúkra-
flutninga enn meira en áður.
„Ríkið getur ekki ætlast til að
íbúar í Vogum, Garði og Reykja-
nesbæ taki á sig byrðar vegna
samninga sem ríkið telur sig ekki
geta staðið við,“ segir bæjarráðið
sem vill að heilbrigðisráðuneyt-
ið geri tillögu um leiðréttingu á
misræmi sem sé milli Suðurnesja
og annarra svæða varðandi heil-
brigðisþjónustu. Þá er hermt upp
á þingmenn kjördæmisins loforð
um liðsinni. - gar
Bæjarráð og Brunavarnir Suðurnesja mótmæla niðurskurði til sjúkraflutninga:
Íbúar taka ekki byrði ríkisins
ÁREKSTUR Á REYKJANESBRAUT Í nógu er að snúast í sjúkraflutningum á Reykjanesi,
meðal annars vegna umferðarslysa á Reykjanesbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BLÓÐUGAR HENDUR Mótmælandi í
gervi Tony Blair, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Bretlands, sýnir blóðugar
hendur til að vekja athygli á rannsókn
á tildrögum innrásarinnar í Írak fyrir
tæpum sjö árum. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur gert
Samkeppniseftirlitinu (SE) að eyða
átján tölvuskeytum sem stofnun-
in lagði hald á við húsleit í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins Valitor í
sumar. Héraðsdómur hafði áður
hafnað kröfunni.
Forsvarsmenn Valitor fullyrtu
að skeytin tengdust ekki málinu
sem væri í rannsókn og því bæri
að eyða þeim. Þessu mótmælti SE.
Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að
SE hafi haft gögnin undir hönd-
um í ríflega fimm mánuði án þess
að taka rökstudda afstöðu til þess
hvort þau séu nauðsynleg rann-
sókninni. Því sé krafa Valitor
tekin til greina. - sh
Samkeppniseftirlitið:
Þarf að eyða 18
tölvuskeytum