Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 46
10 •
Bloodgroup sendi frá sér frumburðinn,
Sticky Situation, í lok ársins 2007
og póstnúmerið 700 varð skyndi-
lega svalt á ný. Tónlistin var hrein
danstónlist, drifin áfram af hörð-
um trommutöktum og baneitruðum
syntha-bassalínum, og söngparið Lilja
og Janus sungu á víxl; Janus eins
og andsetinn maður og Lilja eins og
engill. Frábært kombó sem skapaði
skemmtilega kontrasta í tónlistinni.
Ég hitti systkinin Lilju og Hall
á Prikinu (599 póstnúmerum frá
Egilstöðum) og átti við þau stutt
en afar ánægjulegt spjall.
Jæja, hvað heitir nýja platan?
Lilja: „Dry Land.“
Og hvernig berið þið hana saman
við þá fyrri?
Hallur: „Fyrir okkur er þetta nokkuð
rökrétt framhald af fyrri plötunni,
allavega fyrir okkur. Við vorum ekki
beint starfandi hljómsveit þegar við
gerðum hina plötuna. Við bjuggum
öll hvert á sínum staðnum, hittumst
bara annað slagið og tókum upp
búta.“
Lilja: „Við vorum að gera fyrstu plöt-
una þegar ég var enn þá í menntó.
Við erum farin að pæla aðeins meira
í textum núna. Á fyrri plötunni var
maður aðallega að semja svona
„Get your ass on the dancefloor“-
texta, en nýju textarnir eru á aðeins
alvarlegri nótum.“
Hvar var platan tekin upp?
Hallur: „Hún er að mestu leyti tekin
upp í stúdíóinu okkar niðri á Granda,
sem heitir Stúdíó Síld.“
Lilja: „Við byrjuðum að semja hana
og pródúsera fyrir ári.“
Hallur: „Já, við byrjuðum úti í Berlín.
Við vorum með hús þar, þar sem við
vorum með stúdíó.“
Og þið takið upp sjálf?
Hallur: „Jú.“
Það hafa orðið einhverjar manna-
breytingar ekki satt?
Lilja: „Við erum fjögur eftir.“
Hallur: „Þetta er samt í raun sami
mannskapur og tók upp fyrri plötuna.
Í millitíðinni hefur fólk hins vegar
komið og farið.“
Lilja: „Styrmir og Benni voru aðal-
lega að spila með okkur læf, en í
upptökum hafa þetta mestmegnis
verið við.“
Hallur: „Já eiginlega bara við. Það
þróaðist eiginlega aldrei út í það
að þeir tækju þátt í stúdíóvinnunni
með okkur.“
Hvað er fram undan á tónleikadag-
skrá Bloodgroup?
Hallur: „Við erum að spila í desember
í London á vegum IMX. Þetta eru
sem sagt allar Norðurlandadeild-
irnar saman með þetta kvöld og
það kemur ein hljómsveit frá hverju
landi. Fyrirbærið kallast „JAJAJA“ og
er hugsað sem svona mánaðarlegt
Norrænt klúbbakvöld.“
(John Kennedy sem sér um Xpos-
ure á XFM-útvarpsstöðinni valdi
tónlistarmenninina sem koma fram í
jólapartíi JAJAJA en þeir eru: Harrys
Gym frá Noregi, Sofia Talvik frá Sví-
þjóð og Bloodgroup frá Íslandi.)
Ætlið þið að fara í tónleikaferð í
kjölfar plötunnar?
Hallur: „Ég býst við að við förum ekki
í neitt af viti fyrr en næsta sumar. Við
spilum kannski á einstaka tónleikum
fram að því en það verður engin
svona löng tónleikaferð.“
Lilja: „Við reynum að sjálfsögðu að
gera sem mest af því að spila úti en
það getur verið svolítið erfitt. Það
kostar náttúrulega peninga og svo
er líka mikið að gera.“
Hvað gerið þið þegar þið eruð ekki
að hljómsveitast?
Hallur: „Ég er búinn að vera að
hljómsveitast síðasta eina og hálfa
árið.“
Lilja: „Og ala upp krakka.“
Hallur: „Já, og hef ekki verið að
vinna neitt.“
Lilja: „Ég er í sálfræði í Háskólanum
og alveg á fullu í því. Raggi, Janus
og Hallur eru aðallega búnir að vera
í þessari vinnu sem fylgir því að
pródúsera plötuna, og ég verið að
hlaupa úr Bókhlöðunni til að taka
upp söng.“
Hvernig græjur notið þið?
Hallur: „Við hættum að nota tölvur
fyrir einu og hálfu ári síðan. Í staðinn
notum við trommuheila og samplera.
Síðan erum við með analog synth-
eseisara, svona af gamla skólanum.
Síðan erum við með læf radd-effekta.
Við setjum raddir Janusar og Lilju
í gegnum mixer sem ég er með,
þannig að ég get sent þær út með
alls konar „delay“ og „reverb“ og
effektað.“
Ef á morgun yrði aftur árið 1990
væruð þið í góðum málum læf?
EKKERT ÓGÆFUFÓ
Í inngangi viðtals við hljómsveitina Bloodgroup er nauðsynlegt að þrennt komi
fram. Hljómsveitin er frá Egilsstöðum, Egilsstaðir færðu okkur Súellen á níunda
áratugnum og það eru systkini í hljómsveitinni Bloodgroup. Þar með höfum við
afgreitt klisjurnar þrjár og getum vonandi haldið áfram. Fæst viðtöl sem ég hef
lesið við sveitina hafa náð að kafa dýpra en þetta, og þau í Bloodgroup eru ör-
ugglega orðin hundleið á hugmyndasnauðum blaðamönnum með spurningar á
borð við: „Jæja, hvernig er svo að vera með Færeyingi í hljómsveit?“
Fyrsta lagið sem fær að hljóma af Dry Land nefnist „My
Arms“. Janus er í aðalhlutverki í laginu og í fyrsta skipti fá
hlustendur að heyra mýkri hlið hans sem söngvara. Lagið er
í rólegri kantinum og bakraddir Lilju gæða lagið lífi og enn
meiri mýkt. Fallegar strengjaútsetningar setja svo punktinn
yfir i-ið og eftir nokkrar hlustanir er þetta lag búið að festa
sig kirfilega í heilaberki mínum. Frábært lag og eitt það allra
besta sem ég hef heyrt frá Bloodgroup. A plús!
ORÐ: Haukur V. Alfreðsson
MYNDIR: Vilhelm Gunnarsson
Í TAKT VIÐ FORTÍÐINA
Bloodgroup gæti horfið aftur til
ársins 1982 án þess að þurfa að
endurskipuleggja tækjakostinn.