Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 43
• 7
Einar Thor gerir armbönd undir
nafninu Thor‘s Hammer og vinnur þau
alfarið sjálfur. Hann verkar meira að
segja nautsleðrið.
Einar Thor hefur hannað leðurarmbönd undir
nafninu Thor‘s Hammer síðastliðin tvö ár og vakið
nokkra athygli fyrir. Armböndin eru meðal annars
unnin úr nautsleðri og fiskroði og sækir Einar Thor
innblástur sinn mikið í íslenska goðafræði.
Einar hefur verið búsettur í Danmörku und-
anfarin ár og hefur stundað nám meðal annars í
iðnhönnun, vefhönnun og innanhússarkitektúr og
nýlega komst hann inn í Inkubator sem er fyrsta
frumkvöðlahús Kaupmannahafnar, ásamt því að
sækja um í frumkvöðlanám í Niels Brock Business
College.
„Ástæðan fyrir því að ég fór að hanna armböndin
var sú að mér fannst erfitt að fá flott leðurarmbönd
og ákvað því að búa þau til sjálfur,“ útskýrir Einar
sem tekur fram að hann verki sjálfur leðrið. „Ég vinn
þetta allt frá a til ö. Ég vinn mest með nautsleður
en hef einnig unnið með snákaskinn og fiskroð.“
Þó að Einar sæki innblástur sinn til ásatrúar seg-
ist hann sjálfur vera trúleysingi. „Ég er sjálfur ekki
ásatrúar, en við eigum alveg einstakan sagnaarf
sem auðvelt er að sækja innblástur í.“
Einar vinnur nú að nýrri skartgripalínu, Rokk-
meister, sem hann hannar ásamt gullsmiðnum
Jónasi Breka Magnússyni. Auk þess vinnur hann
hörðum höndum að því að koma Þórshamri í versl-
anir á Norðurlöndunum, en sala er hafin í Bretlandi
og Frakklandi. „Það er búin að vera mikil eftirspurn
eftir Þórshamri og ég stefni á að koma þessu í
búðir strax á næsta ári. Ef einhverjir hafa áhuga á
að taka Þórshamar til sölu heima á Íslandi þá mega
þeir endilega hafa samband.“ - sm
POPPTÍSKA: EINAR THOR HANNAR LEÐURARMBÖND Í DANMÖRKU
NÝ LÍNA Einar hefur nýlega hafið að framleiða sérstakar ullarpeysur
undir nafninu Thor‘s Hammer.
INNBLÁSTUR Í ÁSATRÚ
Hér má sjá eitt af armböndunum sem
Einar hannar. Hann sækir innblástur í
íslenska goðafræði.
SÆKIR INNBLÁSTUR
Í ÁSATRÚNA
EINAR THOR Einar
hannar leðurarmbönd
undir nafninu Þórs-
hamar. Hann er bú-
settur í Danmörku.
Önnur plata
Vampire Weekend
er væntanleg 12.
janúar. Hún heitir
Contra og fylgir
eftir fyrstu plötu
bandsins sem kom
út 2007 og vakti
verðskuldaða
athygli. Miðað við
fyrstu smáskífuna
af Contra, hið
æpandi hressa
lag „Cousins“, er
hljómsveitin enn
að blanda saman
frískandi gítar-
poppi, Afríkutökt-
um og hátóna söng
aðalmannsins Ezra
Koenig. Margir
ættu því að bíða
spenntir eftir
Contra.
NÝTT FRÁ VAMPIRE WEEKEND