Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 54

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 54
8 föstudagur 27. nóvember ✽ heitt um hátíðarnar tíska S tundum virðist ekkert spennandi vera að fá í verslunum Reykja-víkur eða þá að allir eru komnir í sömu fötin. Frábært ráð við slíkri fatakrísu er að skella sér á veraldarvefinn með kreditkortið og athuga hvað er í boði. Vefsíðan Net-a-porter (net-a-porter.com) býður til dæmis upp á stórkostlegt úrval af hátískufatnaði, allt frá skóm og töskum upp í gallabuxur og dýrindis partíkjóla. Ódýr- ari kostur er til dæmis Top Shop sem er með ótrúlega svala línu sem nefnist Luxe Groupie og er fyrir allar rokkskvísur Reykjavík- ur. (www.topshop.com) Þar er meðal annars að finna flotta leð- urjakka og pelsa og flottar leðurbuxur. - amb Níundi áratugurinn hefur notið mikilla vinsælda á ný, sérstaklega meðal menntaskólanema sem hafa verið iðnir við að halda „eighties“ böll í haust. Oft er þetta tímabil tengt við hallærislegan klæðnað, förðun og greiðslur en það var hins vegar ýmislegt flott í gangi sem má sækja innblástur til. Fatahönn- uðir hafa til dæmis oft haft þröngu kjólana og rauða varalitinn í myndbandi við lagið Addicted to Love með Robert Palmer til hliðsjónar. Eighties-förðun kemur sterk inn í vetur en þar er um að ræða rauðan eða sterklitaðan varalit við dökk og mikið máluð augu við látlaust hár tekið aftur í tagl. - amb Eighties-förðun vinsæl Sterkar varir og dökk augu fyrir veturinn Flott stígvél Svona há og þröng stígvél eru heila málið í vetur. Þessi eru frá Top Shop og fást á Netinu. VATNSHELDUR KREMAUGNSKUGGI Quick cream eye shadow er nýjung frá Clin- ique. Augnskugginn er í formi krems sem smitast ekki, þornar fljótt á augnlokunum og helst allan daginn. Formúlan inniheldur grunn úr sílikongeli sem gerir augnskuggann bæði auðveldan í notkun og vatnsheldan, en hann helst í allt að tíu klukkutíma. Augnskugginn kemur í sex litum, en hægt er að nota þá eina og sér eða sem grunn fyrir púðuraugnskugga. Förðun: Margrét með Make Up Store Model: Helga Gabríela Augnskuggar: Flamingo, Pink Metal, Dramatic, Muffin Augnblýantur: Invitation. Varalitur: Black Orchid Varablýantur: Jazz Varagloss: Spy Kinnalitur: Seashell Hlébarðamynstur Falleg partítaska frá bandaríska tískumerkinu Halston. Fæst á net-a-porter.com Hlýtt Fallegur rauður hattur frá Eugenia Kim sem er í anda þriðja áratugarins. Fæst á net-a-porter. Kynþokkafullt Undurfögur nærföt frá ítalska merkinu La Perla sem fást á net-a-porter.com Þröngur og sexí Ótrúlega flottur grár og stuttur kjóll frá Preen, fæst á net-a- porter.com Svöl Þessi gúmmístíg- vél með keðjum eru full- komin fyrir slabbið í vetur. Frá Burberrys og fást á net-a-porter.com Svart og hvítt Gullfalleg prjónuð peysa úr kasmírull með svörtum kraga frá Pringle, fæst á net-a-porter. Kauptu jólafötin í tölvunni: HÁTÍSKA Á NETINU Töff Flottur samfestingur með pallíettum sem er fullkominn í jólaboðin. Fæst á vefsíðu Top Shop. Gyllt glamúr Svöl gyllt peysa frá Luxe Groupie línunni í Top Shop.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.