Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 69
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 37 „Við ætlum að koma með nýja nálgun á tjúttmarkaðinn,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson, trommari hinnar nýstofnuðu hljómsveitar Money. Sveitin er skipuð fyrrverandi liðsmönnum Kentár, sem er þekkt fyrir blús- tónlist sína. Auk Guðmundar skipa Money þeir Jón Ólafsson bassaleikari, Sigurður Sigurðsson, munn- hörpuleikari og söngvari, og Tryggvi Hübner gítarleikari. Lögð verður áhersla á ryþma- blús og swing-tónlist. „Við erum að spila þetta frumbít sem allir fíla,“ segir Guðmundur, sem er einnig liðsmaður Sixties. Hugs- unin á bak við Money er að koma fólki út á dansgólfið og þá er fyrst og fremst stuðst við tón- list frá Bítlaárunum og þar um kring. Lög eins og Miss You og Out of Time með Rolling Stones ásamt þeim Carol og Route 66 með Chuck Berry verða á laga- listanum auk nokkurra hressra blús-smella. Næsti dansleikur Money verður á Players í kvöld. - fb Money á markaðinn MONEY Hljómsveitin Money ætlar að láta til sín taka á næstunni. Síðustu tónleikarnir hjá þeim félögum Friðriki Ómari og Jógvan Hansen verða í Salnum, Kópavogi, í kvöld klukkan átta. Plata þeirra, Vinalög, hefur selst ákaflega vel að undanförnu og er aftur komin á toppinn yfir mest seldu plöturn- ar á Íslandi. „Við stefnum á gull, vonandi gerist það bara innan tíu daga,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Á disknum skipta þeir Friðrik og Jógvan um hlutverk. Það er að segja, Friðrik syngur þekkt fær- eysk lög á íslensku og Jógvan flyt- ur frægar íslenskar dægurlaga- perlur á sínu ylhýra. Þetta hefur mælst ótrúlega vel fyrir hjá bæði Íslendingum og Færeyingum en vinirnir hafa troðfyllt hvern tónleikastaðinn á fætur öðrum á báðum stöðum. En nú er sem sagt komið að lokapunkti þessarar miklu reisu og hyggjast þeir Frið- rik og Jógvan kveðja í Salnum klukkan átta eins og áður segir. Vinir kveðja FRIÐRIK ÓMAR OG JÓGVAN HANSEN Brú milli menningarheima er verkefni á vegum Hins hússins sem vinnur gegn einangrun ungra innflytjenda hér á landi auk þess að kynna íslenskt samfélag fyrir ungu fólki og aðstoða það við að mynda hér félagslegt net. Viku- lega hittist hópur af fólki frá öllum heimshornum og tekur þátt í ýmsum skemmtilegum viðburð- um eins og jóga, danskennslu, tón- leikum og matargerð. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir stýrir verkefninu og segir félags- starfið fólki að kostnaðarlausu. „Við vinnum með ungu fólki á aldr- inum sextán til tuttugu og fimm ára og eru þau frá öllum heimsálf- um. Við hittumst á sunnudagseft- irmiðdögum og gerum eitthvað skemmtilegt saman, höldum mat- arboð, förum í jóga eða dönsum. Það fer bara svolítið eftir því hvað hópurinn vill gera hverju sinni,“ segir Ragnheiður Harpa og tekur fram að Íslendingum sé velkomið að taka þátt í starfinu. „Krakkar úr Menntaskólanum við Hamra- hlíð hafa verið duglegir að mæta og taka þátt í hinum ýmsu viðburð- um með okkur. Markmið verkefn- isins er að stuðla að vinasambandi sem nær út fyrir hina skipulögðu dagskrá.“ Hægt er að skoða dagskrána á bloggsíðu hópsins www.isbruin. blogspot.com eða á Facebook-síðu hópsins. - sm Hittast í jóga og danskennslu HREKKJAVÖKUKAFFI Hópurinn hittist á sunnudaginn og hélt þá lítið hrekkja- vökukaffi. Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík 5517030 norraenahusid.is Norrænn hádegisverður á Dill restaurant alla daga frá 11:30 Hnúkaþeyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.