Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 2
2 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Auður, gengur þetta ekki glimrandi vel? „Jú, alveg ljómandi.“ Auður Lind Hafsteinsdóttir hefur látið hanna endurskinsmerki með mynd af broskarli, sem dóttir hennar teiknaði. Ágóði af sölu merkjanna rennur til Fjöl- skylduhjálpar Íslands. ATVINNULEYSI Það kostar um 3,3 milljónir króna á ári að reka sér- stakan sjóð um atvinnuleysisbæt- ur til bænda, smábátasjómanna og vörubifreiðastjóra. Um ein milljón af kostnaðinum fer í laun ráðherra- skipaðrar úthlutunarnefndar. Sjóð- urinn greiddi 8,7 milljónir króna í atvinnuleysisbætur til fjórtán manns á síðasta ári. Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga var sett- ur á fót með lögum vorið 1997 og eru lögin óbreytt frá þeim tíma. Heimild til að fleiri atvinnugrein- ar sjálfstætt starfandi fái aðild að sjóðnum hefur aldrei verið nýtt. Í ár hafa sjóðnum borist ell- efu umsóknir og hafa allar fengið jákvæða afgreiðslu, að sögn Lín- eyjar Árnadóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Skaga- strönd. Í fyrra var einni umsókn synjað en fjórtán teknar til greina. Allar tólf umsóknirnar sem bár- ust 2007 voru teknar til greina. Skipting bótagreiðslna milli stétt- anna þriggja sést í töflu sem fylgir fréttinni. Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd annast rekstur sjóðs- ins og tók stofnunin 2,3 milljóna umsýsluþóknun vegna rekstrar- ins í fyrra. Sérstök ráðherraskip- uð úthlutunarnefnd hefur það hlut- verk að fara yfir umsóknir bænda, smábátasjómanna og vörubifreiða- stjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fær nefnd- in samtals um eina milljón króna í nefndarlaun á ári. Að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, sviðsstjóra hjá Vinnu- málstofnun, er Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga fjármagnaður með tryggingagjaldi viðkomandi atvinnugreina. Gjaldi þessara stétta er haldið aðskildu og það lagt í þennan sjóð en ekki hinn almenna atvinnuleysistrygginga- sjóð. Að jafnaði hafa um fimmt- án milljónir króna verið greiddar inn í sjóðinn á ári hverju. Að sögn Sigurðar mun sú fjárhæð hækka árið 2009 í samræmi við hækkun tryggingagjalds. Tryggingasjóðurinn átti um 330 milljóna króna eigið fé um síðustu áramót. 104 milljónir króna voru geymdar á bankareikningi hjá Byr en afgangurinn er varðveittur sem inneign hjá ríkissjóði. peturg@frettabladid.is Ellefu atvinnulausir með sinn eigin sjóð Til er sérstakur bótasjóður með úthlutunarnefnd vegna atvinnulausra bænda, smábátasjómanna og vörubílstjóra. Kostar rúmar 3 milljónir, þar af milljón til nefndarinnar. Bótagreiðslur 8,7 milljónir á síðasta ári. 11 manns fá bætur í ár. VINNUMARKAÐUR Félag íslenskra flugumferðarstjóra segir að á skömmum tíma hafi níu af 64 flugumferðarstjórum, sem starfa alla jafna við flugumferðarstjórn á Íslandi, sagt upp störfum og farið að vinna í útlöndum. Gera megi ráð fyrir að fleiri fylgi í kjölfarið. Félagið telur þetta atgervis- flótta og hefur áhyggjur af honum. Laun flugumferðarstjóra hér á landi séu lægri en á hinum Norðurlöndunum. Flugumferðarstjórar sitja þessi dægrin hjá ríkissáttasemjara og semja um kjör sín við Samtök atvinnulífsins. - kóþ Flugumferðarstjórar: Segja kollega sína á flótta ALÞINGI. Allar áætlanir um rekst- ur nýrrar samgöngumiðstöðvar í Reykjavík miðast við að bygging hennar verði fjármögnuð með lánsfé frá lífeyrissjóðunum til 25- 35 ára. Notendagjöld af farþegum, sem fara um samgöngumiðstöðina, og leigugjöld þjónustuaðila, sem verða með rekstur í miðstöðinni, eiga að nægja til að standa undir greiðslu lánanna. Þetta kom fram í svari Kristj- áns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gunnars- syni, þingmanni sjálfstæðis- manna, á Alþingi í gær. Samgönguráðherra sagði áætl- anir miðast við 200-250 króna gjaldtöku af hverjum farþega. -pg Samgöngumiðstöð: Farþegar borgi 200-250 krónur SKAGASTRÖND Starfsmenn Vinnumálastofnunar halda utan um sérstakan Trygg- ingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga. Sjóðurinn hefur greitt ellefu manns atvinnuleysisbætur í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR GUÐMUNDSSON Á heimasíðu Vinnumálastofnunar kemur fram að Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga geti greitt atvinnusköpunarstyrki til atvinnulausra maka smábátasjómanna, bænda og vörubifreiðastjóra, uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Styrkirnir geti samsvarað hámarksbótum úr sjóðnum, sem eru 6.900 kr. á dag líkt og almennar atvinnuleysisbætur, og má greiða þá í allt að hálft ár. Að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðumanns Vinnumálastofn- unar á Skagaströnd, hefur aldrei verið sótt um slíka styrki frá því að útibú Vinnumálastofnunar á Skagaströnd tók við umsjón sjóðsins árið 2006. STYRKIR TIL MAKA ALDREI GREIDDIR GREIÐSLUR ÚR SJÓÐNUM (MILLJÓNIR KRÓNA) Stétt 2006 2007 2008 Bændur 8,2 5,9 7,0 Smábátaeigendur 2,9 0.9 1,3 Vörubílstjórar 0.4 0 0,3 alls 11,5 6,8 8,7 VIÐSKIPTI Jón Sigurðsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Fjár- málaeftirlitsins, hefur verið tilnefndur í stjórnarformanns- sæti Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal annarra stjórnarmanna eru Árni Tómasson, formað- ur skilanefndar Glitnis, og þrír erlendir bankasérfræðingar. Ekki liggur fyrir hver þriðji stjórnarmaðurinn verður. Í núverandi stjórn Íslandsbanka eru fimm sæti og verður þeim fjölgað um tvö þegar ný stjórn tekur við bankanum. Kröfuhaf- ar, sem samþykktu í septemb- er að eignast 95 prósenta hlut í bankanum, fá sex stjórnarsæti en ríkið tilnefnir einn í krafti fimm prósenta hlutar. Ekkert er vitað um val ríkisins. Ekki náðist í Jón Sigurðsson þegar eftir því var leitað í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, vildi hvorki segja af né á um stjórnarskipan- ina en bætti við að hæfra stjórn- armanna væri leitað víða, jafnt hér sem erlendis. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið en eignarhaldsfélag sem fer með 95 prósenta hlut í bankanum mun ráða í stjórnina. Búið er að stofna eignarhalds- félagið en beðið er staðfesting- ar Fjármálaeftirlitsins, að sögn Árna. Sama máli gegnir um yfir- töku kröfuhafa á bankanum. Hann gat ekki sagt til um hvenær það verði en taldi þess ekki langt að bíða. - jab Jón Sigurðsson verður stjórnarformaður Íslandsbanka: Ríkið fær einn á móti sex JÓN SIGURÐSSONÁRNI TÓMASSON SKIPULAGSMÁL Fulltrúar Alcan á Íslandi telja að efna eigi til nýrr- ar íbúakosningar í Hafnarfirði um breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að stækka álverið í Straumsvík. Samkvæmt reglum Hafnarfjarð- arbæjar á að efna til atkvæða- greiðslu meðal íbúa ef meira en fjórðungur þeirra óskar eftir því. Stuðningsmönnum stækkunar álversins tókst að afla nægilegra margra undirskrifta til að fá endur- tekningu á kosningu árið 2007 sem lyktaði með því að stækkunin var felld. Ný kosning hafa þó ekki verið boðuð. Bæjaryfirvöld telja að fyrst þurfi að kanna hvort Alcan hafi enn áhuga á stækkuninni. „Við stóðum ekki sjálf að því að fara með þessa undirskriftarsöfn- un í gang en nú er henni lokið með fullnægjandi fjölda undirskrifta og þá segja nú held ég reglurnar að það eigi að fara í atkvæðagreiðsl- una,“ segir Ólafur Teitur Guðna- son, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafn- arfjarða, kynnti viðræður sínar fyrir fulltrúum Alcan fyrir bæjar- ráði í síðustu viku. Ekki náðist í Bjarka í gær en samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins upplýsti hann bæjarráðið um að Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, vildi ein- dregið að kosið yrði um deiliskipu- lagið að nýju. Engin niðurstaða er um framhald málsins. - gar Hafnarfjarðarbær í viðræðum við fulltrúa álversins í Straumsvík um stækkun: Alcan vill nýja íbúakosningu ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Til stóð að stækka álverið í Straumvík eins og þessi samsetta mynd sýnir og auka framleiðsluna úr 190 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn. Nú er í undirbúningi að auka framleiðsluna um 40 þúsund tonn. Sú framkvæmd kostar um 30 milljarða króna. DANMÖRK, AP Mörg helstu álita- mál loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna voru enn óleyst þegar hún hófst í Kaupmannahöfn í gær. Connie Hedegård, forseti ráðstefnunnar, sagði lausnina fólgna í því að tryggja fátækum ríkjum fjármagn næstu árin til að verjast afleiðingum loftslagsbreytinga. „Þetta er okkar tækifæri. Ef við missum af því gætu liðið mörg ár þangað til við fáum nýtt og betra tækifæri. Ef það verður þá nokkurn tímann,“ sagði hún í gær. - gb Loftslagsráðstefnan hafin: Helstu deilu- málin óleyst FYLGST MEÐ Fjölmiðlafólk fjölmennir á ráðstefnuna. NORDICPHOTOS/AFP Engin áætlun um Landeyjar Ekki hefur verið ákveðið hversu tíðar siglingar verða til Eyja eftir að ferjusiglingar færast frá Þorlákshöfn í nýja Landeyjahöfn, né hvernig gjaldskráin verður. Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Landeyjahöfn á að verða tilbúin fyrir siglingar í júlí á næsta ári. SAMGÖNGUMÁL LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði um 1.000 ökumenn frá fimmtudegi til laug- ardags í átaki gegn ölvunarakstri sem nú stendur yfir. Átta ökumenn reyndust ölvaðir og eiga von á ökuleyfissviptingu. Ellefu höfðu neytt áfengis en voru undir leyfilegum mörkum. Þeim var gert að hætta akstri, að sögn lögreglu. Einn var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Allmargir voru kærðir fyrir að aka þrátt fyrir að hafa verið svipt- ir ökuleyfi, og fjöldi hafði skilið skírteinið eftir heima. - bj Átak gegn ölvunarakstri: Um 1.000 öku- menn stöðvaðir Meðallaun 458 þúsund Meðallaun ríkisstarfsmanna eru 458 þúsund krónur á mánuði, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu. Þar segir að aðhaldsað- gerðir hafi því miður leitt til launa- og kjaraskerðingar hjá ríkisstarfsmönnum eins og öðrum starfsstéttum. EFNAHAGSMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.