Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 12
12 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR GRIKKLAND, AP Nokkur þúsund ung- menni hafa safnast saman í mið- borg Aþenu tvo daga í röð til að minnast óeirðanna fyrir ári, sem hófust eftir að unglingspiltur féll fyrir skoti úr byssu lögreglu- þjóns. Sumir mótmælendurnir hafa kastað grjóti í lögregluna, sem hefur svarað með því að beita tára- gasi. Brotnar hafa verið rúður í bönkum og kveikt í ruslatunnum úti á götu. Lögreglan segir að á sunnudag- inn hafi sextán lögreglumenn og fimm mótmælendur særst í átök- unum, sem stóðu langt fram á nótt. Hundruð manna hafa verið handteknir, bæði í Aþenu og í Þes- saloniku, þar sem einnig brutust út óeirðir. Einnig hafa orðið átök mót- mælenda og lögreglu í borgunum Patras og Ioannina. Á sunnudaginn var ár liðið frá því að hinn fimmtán ára gamli Alexis Grigoropolous lét lífið. Rétt- arhöld yfir tveimur lögregluþjón- um hefjast 20. janúar næstkom- andi vegna láts drengsins. Annar þeirra er ákærður fyrir morð, hinn fyrir morðtilraun. Tveggja vikna óeirðir brutust út í kjölfar þessa atviks. Þær óeirðir voru þær verstu sem orðið hafa í landinu áratugum saman. - gb Þúsundir ungmenna mótmæla í borgum víða um Grikkland: Hundruð manna handtekin í Grikklandi ÓEIRÐIR Í AÞENU Lögreglan hefur beitt táragasi á mótmælendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SOVÉSK STYTTA ENDURNÝJUÐ Þessi fræga 25 metra háa sovéska stytta var nýverið hreinsuð og lagfærð og er komin aftur til sýnis í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP Komdu í heimsóknMán til mið 10–18.30, fi m 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is Gjafakort Kringlunnar Pakkar sem gleðja frá hvirfl i ofan í tá, gjafakort Kringlunnar útvegar þá. Fáðu upplýsingar í síma 517 9000 eða á gjafakort@kringlan.is Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. Forráðamenn stjórnmálasamtaka og frambjóðendur á vegum þeirrra athugið Frestur til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um móttekin fjárframlög fyrri ára er til 10. desember nk. Allar nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.rikisend.is. VIÐSKIPTI Athafnamaðurinn Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við verslunina Sautján, hefur bæst í eigendahóp Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins. Að sögn Óskars Magnússonar, útgáfustjóra Árvakurs og stjórnarformanns, má segja að Bolli komi inn í eig- endahópinn í stað Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. Óskar Magnússon, sem fór fyrir kaupum hlutafélagsins Þórsmerk- ur á Árvakri á fyrri hluta þessa árs, kveðst ekki í stöðu til að gefa nákvæmlega upp eigendaskipt- ingu útgáfufélagsins. „Við höfum ekki gefið hana upp. Þetta er inni í Þórsmörk og kannski ekki allt saman alveg frágengið,“ segir hann. Stærstu hluthafarnir séu hins vegar hann sjálfur, Sam- herji og Guðbjörg Matthíasdóttir í Ísfélagi Vestmannaeyja. Saman séu þau með rúman helmingshlut. Aðrir hluthafar sem orðaðir hafa verið við útgáfufélag Morg- unblaðsins eru Páll H. Pálsson, forstjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, Gunnar B. Dungal, fyrrum eigandi Pennans, og Þor- geir Baldursson, forstjóri Kvosar, eignarhaldsfélags prentsmiðjunnar Odda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þurfa eigendur Árvak- urs á fyrsta fjórðungi næsta árs að hefja greiðslur af um 2,4 millj- arða króna láni frá Íslandsbanka sem þeim var veitt í tengslum við kaupin á útgáfufélaginu snemma á þessu ári. Við kaupin lögðu nýju hluthafarnir jafnframt um 500 milljónir króna í reksturinn. „Við vinnum hér eftir þeim áætl- unum sem við gerðum um kaupin og ég er bjartsýnn á að þær gangi eftir,“ segir Óskar, en kveðst um leið ekki vilja tjá sig nánar um reksturinn eða fjármögnun hans. Því sé þó ekki að neita að fjöl- miðlarekstur og ekki síður rekst- ur dagblaða sé þungur um þessar mundir. Heildarskuldir Árvakurs námu samkvæmt ársreikningi tæpum 5,9 milljörðum króna um síðustu ára- mót og eiginfjárstaða var neikvæð um rúma tvo milljarða króna. Tap ársins 2008 nam tæpum 2,9 milljörðum króna. Við söluna á útgáfufélaginu til Þórsmerkur töpuðu fyrri hlut- hafar öllum eignarhlut sínum, en afskrifaðir voru um 2,9 milljarðar króna. olikr@frettabladid.is Í HÁDEGISMÓUM Salan á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í febrúar var með fyrstu stóru fyrirtækjasölum íslenskra banka eftir hrunið í fyrra. Tap af rekstri Árvakurs fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 557 milljónum króna á síðasta ári. Samtals nam tapið tæplega 2,9 milljörðum króna. Tap á hverja krónu hlutafjár nam 8,5 krónum. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Bolli í Sautján með í kaupum á Árvakri Smávægilegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Þórsmerkur sem keypti Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, af Íslandsbanka í mars síðastliðnum. Greiðsla á 2,4 milljarða króna láni vegna kaupanna hefst á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.