Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 50
34 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Óskar Páll Sveinsson og Bubbi
Morthens eru meðal þeirra sem
semja lag í Eurovision-forkeppn-
ina sem hefst strax eftir áramót.
„Við hentum niður nokkrum hug-
myndum til að byrja með og vin-
suðum svo úr þeim,“ segir Óskar
Páll. „Duttum að lokum á hug-
mynd sem við erum báðir mjög
ánægðir með og erum búnir að
vera að þróa hana. Erum nánast
komnir á endapunkt.“
Lagið er miklu hraðara og fjör-
ugra en Is It True? sem Óskar
Páll samdi síðast. „Lagið er
frekar hresst og mjög melódískt.
Við ákváðum að hafa það ekki
Eurovision-legt. Það virkaði vel í
fyrra. Þetta er bara gott lag.“
En er það Bubba legt?
„Auð vitað er Bubbakeimur af því.
Ég er viss um að fólk heyrir eitt-
hvað af hans elementum þarna,
skárra væri það nú. Bubbi sýndi
með Ególögunum í sumar að hann
er enn í toppformi sem melódíu-
smiður.“
Óskar segir að samstarfið hafi
gengið mjög vel. „Við erum hálf-
partinn að halda upp á tuttugu
ára samstarfsafmæli með þessu,
en höfðum aldrei samið saman
áður. Við erum búnir að ákveða
að gera meira af þessu í framtíð-
inni. Þetta small svo vel og var
svo gríðarlega skemmtilegt.“
Færeyski söngvarinn Jógvan
á að syngja lagið, sem verður á
ensku. „Við vorum á báðum áttum
um hvaða tungumál við ættum að
nota. Ákváðum svo bara að kasta
upp á það og þá kom enskan upp.
Það er von á Jógvani hingað í
stúdíóið í dag til að heyra lagið
og við vonum bara það besta!“
Alls keppa fimmtán lög. Meðal
þeirra sem etja kappi við Bubba,
Óskar og Jógvan eru Hera Björk
ásamt Örlygi Smára og svo
Hvanndalsbræður. Forkeppnin
hefst laugardagskvöldið 9. jan-
úar og úrslitin liggja fyrir fjór-
um vikum síðar, 6. febrúar. - drg
Eurovision-lag Bubba á ensku
Í KJÓSINNI Bubbi Morthens og Óskar Páll á heimavelli semja hresst „ó-eurovision-
legt“ lag.
Kvikmyndin Brothers sem
Sigurjón Sighvatsson fram-
leiðir lenti í þriðja sæti yfir
aðsóknarmestu myndirnar
vestanhafs um síðustu helgi.
Myndin var sýnd í rúmlega
tvö þúsund bíóum og þénaði
hún 9,7 milljónir dala, um
1,2 milljarða króna. Nýjasta
mynd Söndru Bullock, The
Blind Side, var vinsælust og
í öðru sæti var The Twilight
Saga: New Moon.
Írska hljómsveitin U2 á tvö
lög í Brothers. Annað heitir
Winter og var það hljóðrit-
að á sama tíma og platan No
Line on the Horizon. Hægt
er að heyra það í heild sinni á
síðunni Youtube.com eða brot
úr því á síðunni U2.com. Hitt
lagið er Bad sem er á plöt-
unni The Unforgettable Fire
frá árinu 1984.
Bono, söngvari U2, er
ánægður með Brothers-
myndina, sem landi hans Jim
Sheridan leikstýrði. „Það eru
virkilega sterkar tilfinningar
í þessari mynd. Þetta er mjög
áhrifamikil mynd,“ sagði
hann.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá er það stefna fram-
leiðanda myndanna að Broth-
ers keppi um Óskarstilnefn-
ingu. Viðbrögð gagnrýnenda
hafa verið góð en það er ekki
sjálfgefið að myndin hljóti náð
fyrir augum Akademíunnar
enda verður 400 milljónum
íslenskra króna varið sérstak-
lega til að kynna Brothers á
þeim vettvangi.
Flott frumsýningarhelgi Sigurjóns
Jennifer Aniston undirbýr nú útgáfu á eigin
matreiðslubókum. Friends-leikkonan fyrrver-
andi er góð vinkona breska sjónvarpskokksins
Jamie Oliver og hefur í hyggju að fá hann í lið
með sér við gerð uppskriftanna.
Aniston hitti Jamie Oliver fyrst þegar hún
fékk hann til Los Angeles til að elda í fertugs-
afmæli þáverandi eiginmanns síns, Brads
Pitt. Síðan þá hefur hún haldið sam-
bandi við Oliver og samkvæmt heim-
ildum National Enquirer hefur hann
sannfært Aniston að hún hafi allt
sem þarf til að gefa út eigin mat-
reiðslubækur. Leikkonan skipu-
leggur reglulega matarboð fyrir
vini og vandamenn þar sem hún
eldar eftir eigin uppskriftum, en
hún eyddi nýverið 100.000 dölum í
breytingar á eldhúsinu í húsi sínu
í Beverly Hills.
Aniston er sérstaklega hrifin af
kjúklinga- og pastaréttum og eru
þau Oliver sögð skiptast reglu-
lega á uppskriftum í tölvupósti.
Ekki er þó enn vitað hvenær mat-
reiðslubækur Aniston eru væntan-
legar á markað.
Gefur út mat-
reiðslubækur
BÝR TIL EIGIN UPPSKRIFTIR Sjónvarps-
kokkurinn Jamie Oliver hefur sannfært
Jennifer Aniston um að hún skuli
gefa út matreiðslubækur með eigin
uppskriftum.
BROTHERS
Kvikmyndin
Brothers
er þriðja
aðsókn-
armesta
myndin
vestanhafs.
Karlakórinn Fjallabræður
söng við Reykjavíkurtjörn í
gær Bítlalagið All You Need
Is Love ásamt þátttakend-
um frá 157 öðrum þjóðum.
Lagið var sungið samtímis við
undirspil útsetjarans og kvik-
myndatónskáldsins Graeme
Revell sem hefur samið tónlist
fyrir kvikmyndirnar Sin City
og The Saint auk sjónvarps-
þáttarins CSI Miami.
„Þetta gekk alveg stór-
kostlega. Þyrlur og álftir
flugu yfir hausinn á okkur
og þetta var ferlega skemmti-
legt,“ segir kórstjórinn Hall-
dór Gunnar Pálsson. „Það var
góð tilfinning að vita af ein-
hvern veginn öllum heiminum
að gera það sama og við.“
Fiðluleikari Fjallabræðra,
Unnur Birna Björnsdóttir,
var aðalsöngvarinn í laginu
á meðan Fjallabræðurnir sáu
um að radda. „Hún hefur einu
sinni sungið áður fyrir okkur.
Sú hugmynd var bara tekin í gær
(sunnudag). Ég hringdi í hana og
spurði hvort hún væri ekki til í að
syngja fyrir allan heiminn. Hún
bara sló til og lét vaða, skellti sér
í lopakjól og græjaði þetta.“
Hjörtur Grétarsson hjá fram-
leiðslufyrirtækinu True North
sá um að tæknilega hliðin yrði
í lagi við Reykjavíkurtjörnina.
„Þetta gekk vonum framar. Veðr-
ið lék við okkur. Þeir æfðu nokkr-
um sinnum og svo keyrðum við á
þetta á réttum tíma,“ segir Hjört-
ur. „Ég hef ekki heyrt annað en
að þetta hafi tekist mjög vel í
öllum löndunum. Kollegar okkar í
London sem heita Gorgeous héldu
utan um þetta.“
Allur ágóði af verkefninu, sem
samtökin (RED) Love standa
fyrir, rennur til baráttu gegn
alnæmi í Afríku. Söngurinn frá
öllum þátttökuþjóðunum verður
klipptur saman í eitt myndband
af hinum virta auglýsingaleik-
stjóra Chris Palmer en áhuga-
sömum er bent á að hægt verð-
ur að skoða útkomuna á síðunni
Starbucksloveproject.com.
freyr@frettabladid.is
Vel heppnað í veðurblíðu
FJALLABRÆÐUR Karlakórinn Fjallabræður við Reykjavíkurtjörn í gær þar sem hann
söng Bítlalagið All You Need Is Love. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
> DUGLEG HÚSMÓÐIR
Leikkonan Nicole Kidman við-
urkenndi í nýlegu viðtali að hún
hefði gaman af því að þvo þvott
heima hjá sér, en væri aftur
á móti afleitur kokkur. „Ég
elda stundum kjúkling
fyrir eiginmann minn og
oftast er hann þurr,“ sagði
leikkonan.
ST
O
FA
5
3
MÁ
LTÍÐ
MÁN
AÐA
RINS