Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 24
24 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Birgir M. Guðmundsson skrif- ar um vistvæna orkugjafa Eitt stærsta viðskiptatækifæri Íslendinga á 21. öldinni er án efa nýting umhverfisvænnar orku í samgöngum. Aukin notk- un innlendrar orku í samgöng- um getur fært þjóðarbúinu gríðar- leg verðmæti. Tækifærin eru til staðar og ekki skortir á yfirlýs- ingar íslenskra stjórnvalda en verkin, uppskeran lætur standa á sér. Ráðamenn á Íslandi þurfa að láta verkin tala, draga vagninn og stuðla að eftirspurn. Betur má ef duga skal! Nú er kreppa á Íslandi og styrk- ing krónunnar og aukinn hagvöxt- ur mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Menn tala um að lausnin sé t.a.m. fólgin í nýsköpun, sjálf- bærni og að spara þurfi erlend- an gjaldeyri. Nýting íslenskrar umhverfis vænnar orku í samgöng- um felur allt þetta í sér. Spurning- in er hins vegar sú, hvaða orka er helst til þess fallin að koma í stað bensíns og olíu? Hvaða orkugjafi er þjóðhagslega hagkvæmastur við núverandi aðstæður? Svar- ið er klárlega ekki innflutningur á meira bensíni og olíu í skiptum fyrir dýran gjaldeyri. Síðastliðna tvo áratugi hefur vetni verið vinsælt í umræðunni og ófá kokkteilboðin verið hald- in því til heiðurs, en uppskeran talar sínu máli. Nú heyrist minna rætt um vetni og orðið vinsælla að tala um rafmagnsbíla í kokkteil- boðunum. En er rafmagn raun- veruleg lausn í samgöngum í dag? Hvað um metan? Metan hefur ekki átt marga stuðningsmenn, þykir kannski ekki eins spenn- andi umræðu- efni í fínu kokk- teilboðunum. Hins vegar er sú staðreynd á borðinu að á annað hundrað metan bílar, af öllum stærðum og gerðum, aka daglega um götur Reykjavíkur og hafa gert á annan áratug. Metan er málið! Tækni rafmagnsbíla hefur svo sannarlega verið að sækja á og rafmagnsbílar munu klárlega koma sterkir inn á næstu árum eða áratugum, en höfum við efni á því að bíða eftir því? Metan bílar eru hér, fólksbílar, sendibílar, strætisvagnar og trukkar (www. metan.is). Þeir falla inn í fjöldann og fáir verða þeirra varir. Sýnt hefur verið fram á að metan má framleiða í nægu magni í öllum sveitar félögum landsins og þannig skapa tekjur fyrir sveitarfélögin. Metan bílar keppa ekki við fyrir- tækin um orkuna og hljóta því að skoðast sem eitt stærsta viðskipta- tækifæri Íslendinga á 21. öldinni. Þannig má nýta metan til að brúa bilið á milli þess að nota jarðefna- eldsneyti í samgöngum þar til að rafmagn verður raunverulega samkeppnishæft. Með réttu má halda því fram að bensín sé for- tíðin, metan sé nútíðin og rafmagn sé framtíðin. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um vistvænar samgöngur. Eitt stærsta viðskipta- tækifæri 21. aldarinnar UMRÆÐAN Höskuldur Sæmundsson skrifar um kynbundið ofbeldi Kæri bróðir.Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kyn- bundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb man- sals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sér- staklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér sam- hæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svip- aðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlun- ina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikil- vægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þess- um málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frænd- ur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélags- mein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Opið bréf til karlmanna UMRÆÐAN Ingi Bogi Bogason skrifar um þjóðkirkjuna Átta guðfræðingar spyrja í grein í Fréttablaðinu 3. desember: Hvert viljum við fara? Hafi þeir þökk fyrir það. Í kjölfarið fylgja 23 spurningar sem staðfesta hve ráð- villan og ráðleysið er átakanlegt − ekki greinarhöfundanna heldur okkar allra. Allar skipta þessar spurningar okkur miklu máli. Um þessar mundir er einblínt á efnahagslega þætti hrunsins, sem von er. En það var ekki aðeins til- tekin efnahagsskipan sem hrundi haustið 2008 heldur sjálfsmynd okkar í öllum skilningi. Heimótta- háttur og umkomuleysi virðast nú hafa tekið við belgingi og sjálf- birgingshætti fyrir hrun. Menn gleymdu, viljandi eða óviljandi, boðorðunum tíu og fornum dyggð- um. Sumir bera meiri ábyrgð en aðrir. Sumir lugu, aðrir stálu. Við horfðum hins vegar allt of mörg skilnings- og athafnalaus á. Biedermann leynist víða … En aftur að spurningum guð- fræðinganna. Hvernig á að svara þeim og hver? Óhjákvæmilegt er að kalla á sviðið þann sem hefur stóru hlutverki að gegna: íslensku þjóðkirkjuna. Hún virðist standa á hliðarlínunni eins og hún sé ekki alveg viss um hlutverk sitt. Hún ber ekki ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. En þjóðkirkjan má vita að hún hefur hlutverki að gegna. Hennar er ekki bara að spyrja spurninga. Hennar er líka að benda á leiðir að verðugum markmiðum og gera okkur kleift að feta þessar leiðir. Hennar ábyrgð felst í að grípa til aðgerða sem leiða ok k u r áfram og upp! Þjóðkirkjan hefur vel efni á því að tala og miklu fremur efni á að leiða góð verk. Í kirkj- um landsins er unnið mikið and- legt uppbyggingar starf sem fer hljótt, kannski of hljótt. Sálgæsla og aðstoð við nauðstadda fer eðli málsins samkvæmt ekki hátt. Fjöl- breytt æskulýðs- og fjölskyldu- starf kirkjunnar er þjóðinni mik- ilvægt, ekki síst nú. Ef fleiri hefðu hlustað á siða- og réttlætisboðskap hennar væri kannski ekki eins illa komið fyrir okkur. Það er hárrétt hjá greinarhöf- undum að siðræn bylting þarf að eiga sér stað víða. En einhver þarf að leiða hana, setja henni mark- mið og vinna henni áætlun. Eng- inn hefur sterkara umboð til þess og enginn er færari eða bærari til þess en íslenska þjóðkirkjan. Ég óska eftir nýrri grein frá guð- fræðingunum átta með uppástungu um markmiðssetta áætlun um sið- ræna umbreytingu á Íslandi. Jafnframt óska ég þess sem leik- maður að þjóðkirkjan leggi fram aðgerðaáætlun um nýja siðbót. Skapa þarf þjóðinni nýjan sáttmála við sjálfa sig. Höfundur er í þjóðkirkjunni. Svar óskast við 23 spurningum HÖSKULDUR SÆMUNDSSON BIRGIR M. GUÐMUNDSSON INGI BOGI BOGASON SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Það sést hverjir drekka Kristal MEISTARAFLOKKUR KVENNA HJÁ FRAM BORÐA ALLTAF Á Í KÓPAVOGI FYRIR HVERN HANDBOLTALEIK - ENDA STANDA ÞÆR SIG FRÁBÆRLEGA! ÁFRAM STELPUR! ÁFRAM STELP UR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.