Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordis@365.is 512 5447 Þegar blaðamaður náði tali af séra Gunnari var hann á leiðinni á bekkpressumót lögreglumanna en gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum. Því lá fyrst beint við að spyrja hvaða erindi sérann ætti á samkomuna. „Ég hef verið gesta- keppandi á mótunum,“ svarar hann hress í bragði. Tekur fram að þar sem hann sé í aukahlutverki sýni hann keppendunum fyllstu virð- ingu með því að fara aldrei lengra en að jafna efsta mann. „Síðast þurfti ég að fara upp í 150 kíló og þurfti að hafa svolítið fyrir því,“ segir hann og hlær. Gunnar starfar sem kunnugt er sem sóknarprestur við Digranes- kirkju og hefur margsinnis lent í kastljósi fjölmiðla vegna áhuga síns á lyftingum. Frægt er þegar hann hreppti titilinn sterkasti prestur heims 2004. „Ég sigraði í keppni sem var haldin fyrir til- stuðlan Ante Ledic, prests í Bosn- íu og þáverandi methafa. Hann hafði unnið mikið með stríðshrjáð- um og skoraði á presta í aflrauna- keppni í þeim tilgangi að brúa bilið milli múslima og kristinna,“ minn- ist Gunnar, sem álítur sjálfur að kraftlyftingar göfgi andann. „Þær eru í mínum huga sú íþróttagrein sem skapar hvað mesta liðsheild og félags- anda, því enda þótt þetta sé einstaklingsíþrótt standa keppend- urnir saman og hvetja hver annan áfram,“ útskýrir hann. „Menn vita að félagarnir eru mættir þarna til að bæta eigið met og vilja sjá að þeim takist það ætlunarverk. Þarna upplifi ég að menn eru bræð- ur í leik,“ segir hann og bætir við að þessi íþróttagrein henti að auki vel mönnum á sínum aldri. „Þetta er miklu skemmtilegra en göngu- túrar og svo er minna um slys en í hópíþróttum.“ Sjálfur fór Gunnar að iðka kraft- lyftingar samkvæmt læknisráði. „Ég er með fæðingargalla í hrygg og var uppálagt að styrkja mjóbak- ið til að geta gengið uppréttur. Ég fór því að styrkja mig með lyfting- unum og fékk um leið brennandi áhuga á þeim.“ Hann segir áhug- ann síður en svo dvína með árun- um og stefnir á frekari þátttöku í mótum. „Ég var svolítið latur í sumar en er að rífa mig af stað og hef verið að bæta mig.“ roald@frettabladid.is Lyftingar göfga andann Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digraneskirkju í Kópavogi, hefur stundað kraftlyftingar um nokkra hríð og segir leitun að íþróttagrein þar sem jafn mikið er lagt upp úr liðsheild og félagsanda. UPPELDI SEM VIRKAR – færni til framtíðar er foreldranám- skeið þar sem lögð er áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns. Hægt er að kaupa gjafabréf á slík námskeið á Þroska- og hegðunarstöð, Þönglabakka 1. www.heilsugaeslan.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R „Ég var svolítið latur í sumar en er að rífa mig af stað og hef verið að bæta mig,“ segir séra Gunnar Sigurjónsson. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Fimmtudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.