Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 6

Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 6
6 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Er rétt að leggja niður Varnar- málastofnun? JÁ 80,6% NEI 19,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú bjartsýn(n) á útkomu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn? Segðu þína skoðun á visir.is ÍRAN, AP Íranskar öryggissveitir tóku hart á þúsundum mótmælenda fyrir utan Háskólann í Teheran í gær. Lögreglan beitti bæði táragasi og bareflum á mannfjöldann, sem hrópaði slagorð gegn Mahmoud Ahmadinedjad, forseta landsins. Mótmælin í gær voru fjölmenn- ari en sést hafa mánuðum saman, en í beinu framhaldi af fjölda- mótmælum sem hófust í kjölfar forsetakosninganna í sumar. Háskólastúdentar í Teheran hafa farið í fararbroddi mótmælanna frá upphafi. Þeir reyndu í gær að glæða mótmælin nýju lífi með því að efna til mótmælafunda víðs vegar um landið. Þúsundir almennra lögreglu- manna, sérsveitarmanna og hermanna fylktust að Háskólanum í Teheran í gær til að koma í veg fyrir að mótmælin breiddust út. Há girðing umhverfis skólalóð- ina var þakin borðum og spjöldum með slagorðum ættuðum frá Ali Khameini æðstaklerki. Þar með var tryggt að utanaðkomandi gætu ekki séð hvað var að gerast fyrir innan. Þá var farsímasamband truflað á svæði í kringum háskólann. Ströng varðgæsla var við alla innganga og skilríkja krafist. Fyrir innan tóku þúsundir háskólanema þátt í mótmælafund- um, margir með klúta fyrir andliti. Sumir voru með græn armbönd eða með grænar blöðrur, en grænn er litur stjórnarandstöðuhreyfingar- innar, stuðningsmanna Mir Hoss- ein Moussavi, mótframbjóðanda Ahmadinejads í forsetakosningun- um í júní. Lýðræðishreyfingin, sem náði miklu flugi í kjölfar kosninganna, hefur ekki fallist á niðurstöð- ur þeirra. Hún hefur barist fyrir umbótum í landinu og krefst þess að Ahmadinejad láti af völdum. Hreyfingin hefur þó látið lítið fyrir sér fara eftir að mótmælin í sumar voru barin niður af fullri hörku. Óttast var í gær að átök myndu magnast þegar liði á daginn. „Það er uggur í fólki um að hér komi til ofbeldis og skotið verði af byssum. Ég hrópa slagorð og mót- mæli en reyni að vekja ekkert til- efni til átaka við öryggissveitirn- ar,“ sagði einn háskólaneminn. „Við höfum áhyggjur.“ gudsteinn@frettabladid.is Mótmælendur aftur farnir á stjá í Íran Óttast var að átök mótmælenda við lögreglu og her færu úr böndunum í Íran þegar háskólanemar hófu að berjast á ný fyrir lýðræðisumbótum. Mótmælend- ur hrópuðu slagorð gegn Mahmoud Ahmadinejad forseta og kröfðust afsagnar. MÓTMÆLI Á HÁSKÓLALÓÐINNI Þúsundir stúdenta tóku þátt í mótmælunum inni á skólalóðinni en fyrir utan stóðu þúsundir hermanna og vörnuðu utanaðkomandi inngöngu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Sex ungir menn, allir í kringum tvítugt, eru nú fyrir Héraðsdómi Vesturlands fyrir aðild að húsbroti. Þá eru tveir þeirra ákærðir fyrir rán og ofbeldishótanir. Það er embætti ríkissaksókn- ara sem ákærði mennina. Þeim er öllum gefið að sök að hafa aðfara- nótt 31. janúar 2009 ruðst í heim- ildarleysi inn á heimili tveggja pilta, sem einnig eru um tvítugt. Atvikið átti sér stað á Akranesi. Þá eru tveir innrásarmann- anna ákærðir fyrir rán, þar sem skömmu eftir húsbrotið hótuðu þeir húsráðendunum ofbeldi til þess að ná af þeim verðmætum, sem þeir höfðu á brott með sér. Þannig hótaði annar ofbeldis- mannanna þeim meðal annars að bora með borvél í hné þeirra. Hinn ógnaði þeim með hnífi. Innrásarmennirnir höfðu síðan á brott með sér harðan tölvudisk að verðmæti tuttugu þúsund krón- ur og iPod-spilara að verðmæti fimmtán þúsund krónur. Einnig tóku þeir heimilistölvu að verð- mæti 150 þúsund og tvo GSM-síma að verðmæti 35 þúsund krónur. - jss AKRANES Innrásin átti sér stað á Akra- nesi í janúar síðastliðnum. Fimm menn í kringum tvítugt ákærðir fyrir ofbeldisbrot á Akranesi: Hótuðu að bora í hné og rændu Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki FULLT HÚS JÓLAGJAFA 1.490 kr. VERSLUN Hafnfirðingar fá ekki einkarétt á notkun vörumerkisins jólaþorp eins og bæjaryfirvöld höfðu óskað eftir við Einkaleyfa- stofu. Samkvæmt úrskurði Einka- leyfastofu telja menn þar á bæ að heitið jólaþorp sé lýsandi orð yfir starfsemi eins og þá sem fram fari undir slíkum formerkjum. Orðið sé almennt og sérkennalaust. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sóttu Hafnafirðing- ar um einkarétt á notkun orðsins eftir að í ljós kom að Reykvíkingar ætluðu að opna sambærilegan jóla- markað undir nafninu Jólaþorp á Hljómalindarreitnum í miðborg Reykjavíkur. Hafnfirðingar segj- ast bæði hafa lagt mikla vinnu og fjármuni í að kynna Jólaþorpið á Thorsplani síðastliðin sjö ár og telja sig hafa áunnið sér rétt til að nota umrætt heiti einir. Þessu hafa Reykvíkingar hafnað og reyndar skilgreint kröfu þessa nágranna- sveitarfélags síns sem Hafnar- fjarðarbrandara. Hafnfirðingar hafa nú tveggja mánaða frest til að kæra niður- stöðu Einkaleyfastofu. Geri þeir það og sendi inn nánari skýring- ar með kröfu sinni tekur stofnun- in málið fyrir að nýju og gefur frá sér úrskurð með nánari rökum. - gar Einkaleyfastofa synjar Hafnfirðingum um einkarétt á afnotum vörumerkis: Allir mega vera með jólaþorp JÓLAÞORPIÐ Á THORSPLANI Árviss viðburður hjá mörgum er að fara í Jólaþorpið sem var opnað á Thorsplani í Hafnarfirði fyrir helgi. Á fimmtudag bæt- ast Reykvíkingar í hópinn með Jólaþorp á Hljómalindarreitnum. EFNAHAGSMÁL Heildarfjárhæð við- skipta sem Seðlabankinn telur mögulegt að hafi brotið gegn lögum um gjaldeyrishöft nemur tæplega 57,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Meginhluti upphæðarinnar er til kominn vegna viðskipta 110 lögaðila, alls 52,9 milljarðar. Um 4,6 milljarðar eru til komnir vegna viðskipta 134 einstaklinga. Í svari ráðherra kom fram að um 100 mál til viðbótar biðu úrvinnslu hjá Seðlabankanum. - bj Meint brot á gjaldeyrishöftum: Heildarfjárhæð 57,6 milljarðar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.