Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 26
 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 2 „Hanna Antoníusdóttir ljósmóðir sem vann hér í húsinu í fjöru- tíu ár á frumkvæðið að stofnun þessa félags,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir en hún fer ásamt Hildi Harðardóttur yfirlækni fyrir hópi fólks sem í gær stofnaði styrktarfélagið Líf. „Í júní hittist hópur fólks til að ræða um það sem betur mætti fara. Þá vöknuðu margar hug- myndir. Ég tók síðan við boltan- um um miðjan nóvember og dreif þetta áfram ásamt Hildi,“ segir Eva Ásrún en þær hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks. „Þetta er frábær og breiður hópur sem samanstendur af fólki víðs vegar að úr þjóðfélaginu,“ segir hún og tekur fram að Stefán Hilmarsson söngvari sé verndari félagsins. En hver er tilgangur félagsins? „Hann er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, sem og konur sem þurfa umönnun vegna kvensjúk- dóma,“ segir Eva Ásrún. Fyrsta verkefni nýja félagsins verður því að safna áttatíu milljónum króna til að hægt verði að klára breytingar á meðgöngu- og sæng- urkvennagangi, sem Eva Ásrún telur afar brýnt. „Við erum í húsi sem var byggt árið 1973 og mjög margt hefur aldrei verið endur- nýjað. Gangurinn var endurnýj- aður til hálfs í sumar en þá voru peningarnir búnir. Enn á eftir að klára 400 fermetra en þar af eru 110 fermetrar sem nýtast ekkert í dag, en það er gamla vökudeild- arhúsnæðið. Fjölskyldan þarf að vera saman á þessari mikilvægu stund í lífinu, að ég tali nú ekki um þegar eitthvað bregður út af.“ Það er ekki lítið verk sem ráð- ast þarf í. Laga þarf allar lagnir, raflagnir, vatnslagnir og skólp- lagnir. Setja þarf upp loftræsti- kerfi því í dag eru opnir glugg- ar eina loftræstingin sem er í boði. „Þá þarf að breyta stofun- um. Stefnt er að því að vera með þrettán einbýli á deildinni og fjögur tvíbýli. Snyrting þarf að vera á hverju herbergi, sem er dýr aðgerð,“ útskýrir hún. En verður ekkert mál að safna svona miklum peningum? „Ég persónulega hef ekki áhyggjur af því að okkur takist ekki ætl- unarverkið, spurningin er aðeins hversu langan tíma það mun taka. Ég minni á að félagið er bæði fyrir konur og karla; þetta málefni snertir allar fjölskyld- ur á landinu og það eru ótrúlega margir velunnarar kvennadeild- ar úti um allt sem hafa ekki haft vettvang til þess að styrkja deild- ina,“ segir hún en nú hefur verið gerð bragarbót á því. Eva Ásrún og félagar hennar í Líf hafa ýmsar hugmyndir að fjáröflun. Hún stefnir sjálf á ein- hvers konar landssöfnun en þeir sem vilja styrkja framtakið geta gert það í gegnum vefsíðu félags- ins www.styrktarfelagidlif.is og hægt er að senda póst á styrkt- arfelagidlif@gmail.com. solveig@frettabladid.is Engar áhyggjur af því að takast ekki ætlunarverkið Styrktarfélagið Líf var stofnað í gær. Því er ætlað að bæta aðbúnað kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Fyrsta verkefnið verður að safna áttatíu milljónum króna til að ljúka endurnýjun húsnæðis. JÓLAHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS er ein helsta fjáröflunarleið samtakanna hér á landi. Konur hafa fengið heimsenda happdrættismiða en miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins. Dregið verður á aðfangadag. Eva Ásrún Albertsdóttir fer ásamt Hildi Harðardóttur fyrir Styrktarfélaginu Líf sem stofnað var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýr heilsuvefur, www.6h.is, var opnaður á dögunum. Nýlega var opnaður heilsuvef- urinn 6h.is, sem er samstarfs- verkefni Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins, Lýðheilsustöðvar, Landspítalans og Landlæknisemb- ættisins. Nafnið á vefnum vísar til fræðsluefnisins 6 H heilsunn- ar sem er fróðleikur frá fagfólki fyrir börn, unglinga og foreldra. H-in sex standa fyrir hugtökin hollusta, hreyfing, hamingja, hug- rekki, hvíld og hreinlæti. Sjöunda hugtakið, sem er kynþroski, hefur síðan skírskotun til tölustafsins 6. Að lokum eru slysavarnir og neyt- endaheilsa efnisflokkar sem ganga þvert á efnisflokkana sjö. Markmiðið með vefsíðunni er að börn, unglingar og foreldrar hafi auðveldan aðgang að upplýsingum frá fagfólki um heilsu. Opnuðu heilsuvef Börn úr Fellaskóla opnuðu nýja vefinn formlega. MYND/LÝÐHEILSUSTÖÐ G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrnartækni . is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.