Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 08.12.2009, Qupperneq 62
46 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Mexíkó. 2 Kaupmannahöfn. 3 Duncan McKnight. BESTI BITINN Í BÆNUM „Mér finnst Sægreifinn æðisleg- ur og fæ mér helst humarsúp- una frægu eða skötuselsspjót. Ef ég er að fara eitthvert spari er ég voðalega hrifin af Fiskmark- aðnum. Það er einnig fastur liður hjá okkur fjölskyldunni að kíkja á Jómfrúna í Lækjargötu í desember.“ Hildur Björk Yeoman hönnuður LÁRÉTT 2. nef, 6. úr hófi, 8. klettasprunga, 9. meðal, 11. strit, 12. frumefni, 14. losti, 16. í röð, 17. meiðsli, 18. til viðbótar, 20. komast, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. einnig, 4. fúslega, 5. varkárni, 7. harðsnúinn, 10. rotnun, 13. slöngu, 15. morð, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. gogg, 6. of, 8. gjá, 9. lyf, 11. at, 12. flúor, 14. girnd, 16. hi, 17. mar, 18. enn, 20. ná, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. og, 4. gjarnan, 5. gát, 7. fylginn, 10. fúi, 13. orm, 15. dráp, 16. hes, 19. nú. „Eftir hrun bankanna byrjaði svo sterk umræða í fjölmiðlum um sprotafyrirtæki. Okkur fannst þetta spennandi og vildum taka þátt í þessari stemningu svo við fórum að búa til sultuna og kölluðum hana Eldmóð,“ segir Helena Hans mynd- listarkona. Hún og Elín Anna Þóris- dóttir myndlistarkona búa til sult- una, sem er rótsterk. „Við látum rosalega mikið chili út í hana, sem bæði eykur kyngetu og blóðflæði til heilans,“ segir hún. Í tengslum við sultugerðina hafa þær Helena og Elín Anna einnig staðið fyrir mánaðarlegum boð- skvöldum á Bakkusi þar sem fólk fær tækifæri til að koma fram og sultan er seld á kostnaðarverði. „Þetta er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til skapandi hugsunar. Að bjóða upp á svona kvöld skap- ar tækifæri og tengir fólk saman,“ útskýrir Helena. Boðskvöldið á Bakkusi í kvöld hefst klukkan 21 og meðal þeirra sem koma fram eru Anna Líndal, Gísli Þór Ólafsson og Þóra Björk Þórðardóttir. Aðspurð segir Helena verkefnið vera nokkurs konar mannauðs- gjörning hugsaðan fyrir fólk, en ekki fyrirtæki rekið með hagnað að leiðarljósi. Gjörningurinn mun standa yfir í eitt ár og enda með hringferð um landið þar sem skor- að verður á landsbyggðarbúa að tjá sig á skapandi hátt. „Við ætlum svo að gera mynd um þetta verkefni, en Friðrik Grétarsson sér um tökur á öllu efni, atburðum og gjörningum sultunnar,“ segir Helena. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook- síðunni Sultan Eldmóður. - ag Sulta og mannauðsgjörningur Grínhátíð verður haldin í Reykja- vík, á Akranesi og Selfossi dag- ana 15. til 19. desember. Þar kemur fram hópur af grínistum úr Univer- sity of Southampton Comedy Soci- ety frá Englandi, Helga Braga Jóns- dóttir, Rökkvi Vésteinsson, Svavar Knútur Kristinsson og spunaleikar- ar úr Leiktu betur-keppnunum. „Það var búið að plana þetta í svolítinn tíma að þessi bresku myndu koma hingað. Eftir að hin grínhátíðin féll niður, Reykjavík Comedy Festival, lá það vel við höggi að halda þessa í staðinn,“ segir skipuleggjandinn Rökkvi. „Ég bókaði aðeins fleiri atburði og hafði líka grín á íslensku með Helgu Brögu, mér og Svavari Knúti,“ segir hann. Sá síðastnefndi mun bregða á létta strengi með gítarinn að vopni. Rökkvi segir það vel við hæfi að halda grínhátíð á Íslandi rétt fyrir jólin. „Þetta er fínt til að losa aðeins um jólastressið. Svo er þetta líka svo ódýrt. Það er engin sýning dýr- ari en þúsundkall. Þetta er skemmti- legt og eitthvað sem fólk hefur efni á,“ segir hann og bætir við: „Þau frá University of Southampton Comedy Society verða með spuna og sketsa- grín. Það hefur lítið verið gert af svoleiðis á Íslandi.“ Grínhátíðin verður haldin á Batteríinu, í Rauðakrosshúsinu og á Kaffi Cultura í Reykja- vík, Gamla Kaupfélaginu á Akranesi og á 800 Bar á Selfossi. - fb Grínhátíð haldin fyrir jólin HELGA BRAGA Helga Braga Jónsdóttir kemur fram á grín- hátíðinni, sem verður haldin dagana 15. til 19. desember. SVAVAR KNÚTUR Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur slær á létta strengi á grínhátíðinni. Rúmlega tíu þús- und eintök hafa selst af nýjum mynddiski með Heilsubælinu í Gervahverfi síðan hann kom út í lok október og það hljóta teljast gleðifregnir fyrir Gísla Rúnar Jónsson og félaga sem brutu þarna blað í íslensku sjónvarpi. Þar með er diskurinn orð- inn einn sá vinsælasti fyrir þessi jól og ljóst að þessir 22 ára gömlu gam- anþættir eru síður en svo gleymdir og grafnir á meðal Íslendinga. Og meira af íslensku gríni því kvikmyndin Jóhannes var gefin út á mynddiski síðastliðinn fimmtudag og síðan þá hafa selst um þrjú þús- und eintök, sem er einnig mjög góður árangur. Eins og flestir vita fer grín- kóngurinn Laddi með stóra rullu bæði í Heilsu- bælinu og Jóhannesi og sann- ar þessi góða sala þá tilgátu að allt sem Laddi snerti breytist í gull. Og enn af íslensku gríni því skömmu eftir áramót hefjast áheyrnarprufur fyrir rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló. Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal en handritið skrifaði Þor- steinn Guðmundsson. Áætlað er að tökur á myndinni hefjist næsta sumar. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er mjög gaman,“ sagði Nanna Rögnvaldardóttir matreiðslubóka- höfundur þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Bók hennar, Maturinn hennar Nönnu, er tilnefnd í tveim- ur flokkum til hinna virtu Gour- mand World Cookbook verðlauna sem „Best Innovative Food Book“ og „Best Cookbook Illustrations“ árið 2009. Verðlaunin hafa verið veitt undanfarin fjórtán ár og þykja mik- ill heiður, en þeim hefur verið líkt við Ólympíuleika kokkabókanna. Tilgangur þeirra er meðal annars að hjálpa lesendum að velja milli þeirra 26.000 titla sem koma út árlega um mat og vín og auka þekk- ingu og virðingu fyrir matar- og vínmenningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bók eftir íslenskan höfund er tilnefnd því Delicious Iceland eftir kokkinn Völund Snæ Völund- arson hefur unnið til verðlaunanna. Samkeppnin um verðlaunin er hins vegar mjög hörð. Í fyrra voru send- ar inn rúmlega 6.000 bækur frá 107 löndum og í ár taka alls 136 lönd þátt í keppninni. „Það skiptir máli að hafa verið valin þarna í ákveðið úrval. Þetta þýðir að þær bækur sem eru til- nefndar, hvort sem þær fá verð- laun eða ekki, verða á sýningum víða og vekja meiri athygli,“ segir Nanna. Maturinn hennar Nönnu kom út í vor og í bókinni gefur hún uppskriftir að einföldum mat af því tagi sem hún eldar sjálf handa sínu fólki, réttum sem hægt er að breyta á ýmsa vegu, eftir smekk og fjárhag hvers og eins eða eftir því hvað er í skápunum hverju sinni. Þá er áhersla lögð á að borða vel án þess að kosta miklu til, en um myndskreytingar í bókinni sjá þau Gísli Egill Hrafnsson og Alexandra Buhl. „Ég var að reyna að skrifa bók sem væri fyrir algjöra byrjendur og að þeir sem eru lengra komnir og segjast aldrei nota matreiðslu- bækur gætu allavega fengið hug- myndir. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur hérna heima og mér finnst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd í flokknum „Best Inn- ovative Food Book,“ því þetta var ný hugmynd sem ég var að vinna út frá,“ segir Nanna. Hún hefur skrif- að fjölda annarra matreiðslubóka, svo sem Matarást og Matreiðslu- bók Nönnu, og fjallað um mat og matargerð í hinum ýmsu blöðum og tímaritum. Úrslitin verða tilkynnt á mat- reiðslubókasýningu í París 11. febrúar næstkomandi, en þar koma helstu spekúlantar og fagaðilar í sælkeraútgáfu heimsins saman á stærstu bókamessu sinnar tegund- ar. „Nú þarf ég að fara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að bregða mér til Parísar á verðlaunaafhend- inguna,“ segir Nanna meðal annars á bloggsíðu sinni nanna.midjan.is. alma@frettabladid.is NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR: MATURINN HENNAR NÖNNU SLÆR Í GEGN Nanna tilnefnd til Gour- mand World Cookbook HÖRÐ SAMKEPPNI Matreiðslu bókin Maturinn hennar Nönnu er tilnefnd í tveimur flokkum til hinna virtu Gourmand World Cookbook verðlauna, en úrslitin verða tilkynnt í París 11. febrúar næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is SULTAN ELDMÓÐUR Helena og Elín Anna búa til sultuna Eldmóð og halda boðskvöld á Bakkusi mánaðarlega þar sem fólki býðst að koma fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.