Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 46
BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvins- sonar 30 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Mér finnst yndislegt hvað hún er orðin stór! Hún sefur vel á næturnar og er farin að ganga sjálf! Og hún getur setið stillt og leikið sér endalaust! Og ég vil eiginlega ekki hlusta á þetta einmitt núna! Sorrý! Bíddu. Þetta ert þú sem heldur á mér þarna sem smábarni. Myndin er tekin fyrir fimmtán árum síðan en þú lítur út fyrir að vera sextíu árum yngri! Þá er það ákveð- ið. Ég ætla aldrei að eignast börn! Fjöskyldu- albúm sem getnaðar- varnir? Ef það bara mundi virka. Hvolpar! OOOOOO, eru þeir ekki sætir! Ég vildi óska að við mættum fá einn. Kosta þeir mikið? Tuttugu þúsund krónur fyrir hvolp!! Er það mikið? Setjum það þannig ... það er meira en við borguðum fyrir ykkur á fæðingardeildinni. Já, en þú fékkst pening- anna virði. Ertu tilbúin í fyrsta leikinn í stofuborð- tennis?! Það er synd að segja að leiðir að næststærsta íþróttahúsi landsins séu greiðar. Egilshöllin hafði ekki beinlínis heillað mig til aðsóknar, fyrri tilraunir enduðu í stórkostlegri umferðarteppu þar sem lagt var við grunn Korputorgs og svo öslað yfir mýrar og skurði til að komast að hinu mikla húsi. Nú var þó akfært hjá görðum Grafarvogsbúa, hús- görðum, gömlum kartöflugörðum og kirkjugarði. Það var kalt í lofti og keppn- ismaður í baksætinu var að hefja móta- feril sinn í réttum búningi, sokkum og öllu saman. AÐKOMAN að yfirvofandi bíóhúsi og stærstu innanhússknattspyrnu- völlum var svona svona. Upprifjuðust pollóttar malargötur í vesturbænum á valdatíð Geirs Hallgrímssonar. Og þegar inn var komið var leitað að merkingum, dyrum, einhverju í hið mikla hús sem vinurinn hafði dregið mig. Gáttin sem að lokum opnaðist minnti mest á íbúðarinngang í Hólunum en þá blasti dýrðin við. Merking- ar heldu áfram að vera bráða- birgða, í besta falli A4-blað sem klesst var á vegg með límbandi, en með þrákelkni tókst að finna búningsklefa. Merkilegt hvað íþróttahreyf- ingunni er almennt illa gefið að gera húsnæði sitt hlýlegt og snyrtilegt. EN SVO hófst gamanið. Á vallarmörkum voru foreldrin mætt, misvel klædd í skít- köldu húsinu. Skipulagið var svolítið losaralegt en á endanum tókst öllum að finna sitt leiksvæði og brátt fóru leikirnir að renna hjá í runum. Stelpur og strákar þeyttust um plastgrasið á eftir tuðrunum, margir lögðu sig alla í leikinn en sumir voru hálfutangátta, og þegar ég tók að æpa hvatningarorð til minna manna færði konan mín sig frá og faldi sig bak við nær- liggjandi foreldra sem brostu feimnislega við þessum hávaðabelg. Gellirinn sá lét sér fátt um finnast, reyndi meira að segja að færa sig nær sínum manni sem spilaði á hinum kantinum þar sem tveir þjálfar- ar voru staðsettir. Þeir báðu mig að fara; drengirnir heyrðu ekki í þeim ef ég hefði svona hátt. ÞESSU lauk samt vel og allir voru ánægð- ir: frábær árangur heyrðist úr öllum horn- um. Mæður í mínum hópi voru að hvískra um að ein kynsystir þeirra hefði látið nokkuð illa, en þó verið óvenju stillt. Þá var því komið á framfæri: á pollamótum sem geta orðið hlutskipti mitt næstu miss- eri, jafnvel ár, er helst að vara sig á öðrum foreldrum sem eiga það til að missa sig – ég skil þá alveg. Pollamótatímabilið er hafið Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán. til lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí-okt 2009. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa baraLesa bara Fréttablaðið Morgunblaðið 59% 8,8% 32,2% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.