Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 36
 8. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans Gjöfina handa nýja kærastanum getur verið vandasamt að finna og þá sérstaklega ef samband- ið er ennþá glóðvolgt. Þá er gott að hafa það í huga að skjóta ekki yfir markið. Gullúr, rándýr tæki og utanlandsferðir eru því alfarið á bannlista enda er fátt eins frá- hrindandi í fyrstu og ef annar að- ilinn er of ákafur. Frekar ætti að reyna að gefa gjöf sem fellur að áhugasviði kærastans, hvort sem það er fótbolti, golf, útivist, ferða- lög, tæki eða tól. Útivistarbakpoki ætti því að henta útivistarmannin- um, golfgræjur kylfingnum og svo framvegis. Hafi kærastinn engin ákveð- in áhugamál má reyna að komast að því hvaða afþreyingu hann að- hyllist en í þeim efnum eru ýmsir möguleikar fyrir hendi. Má þar nefna tölvuleiki, myndbandasöfn eða bækur. Rakspírinn er síðan klassískur en getur þó gefið röng skilaboð. Eins ætti að forðast það í lengstu lög að gefa önnur föt en tref- il og vett- linga fyrst u m s i n n enda er það heldur leið- inlegt ef kær- astinn situr uppi með allt of litla hrein- dýrapeysu. - ve Ekki skjóta yfir markið Gott er að gefa gjöf sem fellur að áhuga- sviði nýja kærastans. NORDICPHOTOS/GETYY Þá er ráð að komast að því hvers konar afþreyingu hann vill. Ekki er erfitt að gefa grúskar- anum jólagjöf. Hann hefur nefnilega alltaf áhuga á ein- hverju og oft mörgu í einu. Mestan áhuga hefur grúskarinn þó á staðreyndum. Hann elskar að vita hluti, grúska í þeim og komast að hinu sanna, safnar staðreynd- um ekkert síður en frímerkjum eða teiknimyndablöðum, sem hann safnar gjarna líka. Staðreyndirnar finnur hann iðu- lega í bókum svo það er engin furða að hann er algjör bókaormur og finnst hann aldrei eiga of margar bækur. Bók með safni staðreynda gleður grúskarann ósegjanlega, til dæmis Hundrað bestu plötur Íslandssögunnar eða Sagan í máli og myndum. Þá má ekki gleyma Heimsmetabók Guinness sem er skyldueign hvers grúskara. Annað sem grúskarinn kann vel við eru spil, einkum þó spurn- ingaspil (staðreyndirnar aftur) eða spil þar sem greind og vitn- eskja koma sér vel. Hann er löngu búinn að rúlla upp Risk, Trivial Pursuit og Scrabble en á enn eftir að ná fullkomnun í Sprengjuspil- inu eða Heilaspuna. Flestir grús- karar hafa áhuga á skák og fallegt skáksett gleður þá alla. Þá má líka gefa grúskaran- um eitthvað sem hann getur dundað sér við að búa til sjálfur en færir hann um leið í æin- týraheima. Alls konar módel, flug- vélar, skip og gei m- stöðvar eru vel þegnar og pínulitlar fígúrur af álfameyj- um, orkum eða galdraköll- um hitta beint í mark. Og allt sem teng- ist Hringadrótt- inssögu. Passaðu bara að hann eigi það ekki fyrir. - bb Staðreyndir í föstu formi Allir grúskarar elska úttektir á öllu mögulegu. Þessari bók getur grúskarinn þinn legið yfir fram til páska. Guinness World Re - cords 2010 er bókin fyrir grúskarann 2009. Alltaf aðeins á undan. Grúskarinn er haldinn söfnunaráráttu og safnar bæði litlu dóti og stórum bókum. Einkum safnar hann þó staðreyndum. NORDICPHOTOS/GETTY Hvers konar spil eiga upp á pallborðið hjá grúskurum. Stjörnustríð lifir enn og vinalega vélmennið C-3PO er í uppáhaldi hjá mörgum. Allt sem tengist Hringadróttinssögu er áhugamanninum kært. ● STJÖRNURNAR HEILLA Að kunna að nefna stjörnur, stjörnuþokur og stjörnu- merki getur verið ákaflega rómantískur eiginleiki. Stjörnuáhugamenn eru margir og flesta dreymir um góðan kíki. Slíkir eru til í ýmsum stærðum og gerðum og á mismunandi verðum. Á vefsíðunni www.sjonaukar.is má til dæmis fá fínan stjörnusjónauka fyrir byrjendur sem kallast Celestron FirstScope sem kostar 15.900 krónur. Sjón- aukinn er opinber sjónauki Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009. Eitt mikil- vægasta markmið þess er að veita öllum, sérstaklega börnum, auðvelt aðgengi að stjörnuhimninum með hjálp ódýrra stjörnusjónauka. Þannig má hjálpa börnum og öðru áhugafólki að öðlast grunnskilning á alheiminum. Til þess að uppfylla þetta markmið, og fagna ári stjörnufræðinnar, útbjó Celestron FirstScope sjónaukann. Hann þykir enda meðfærilegur og einfaldur í notkun. Með sjónaukum Sjónauka.is fylgir tímarit stjörnufræðiársins og DVD mynd um 400 ára sögu stjörnusjónaukans. Þess má geta að með kaupum á sjónaukum frá Sjónaukar.is styrkir viðkomandi starfsemi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.