Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 34
8jólagjöfi n hans ● fréttablaðið ● Það hefur reynst mörgum erf- itt að finna gjafir handa körlum í gegnum tíðina því einhverra hluta vegna er úrvalið talsvert minna en þegar kemur að gjöfum handa konum. Netverjar hafa brugð- ist við því en þar er að finna fjöl- marga hugmyndalista sem eru ýmist sniðnir að kærustum, eigin- mönnum, feðrum eða mönnum með tiltekin áhugamál. Á einum þeirra eru eftirfarandi tíu at- riði: Seðlaveski, nátt- sloppur, DVD-safn, rakspíri, espresso- vél, vasatölva, föt, geislaspilari, DVD- spilari og miðar á íþróttaleiki. Á öðrum lista, sem er sérstaklega ætlaður feðrum, er að finna grillsett, pitsu-ofn, brugggræjur og digital-mynda- albúm. Sé einhver alveg í öngum sínum ætti hann því einfaldlega að setjast við tölvuna og gúggla. - ve Seðlaveski ná inn á marga lista. Topp tíu listar koma sér vel Miðar á íþróttaleiki eru á meðal þeirra gjafa sem hitta í mark hjá karlpeningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útivistarmenn getur vanhagað um ýmislegt sem hæglega má gefa í jólagjöf. Til þess að kom- ast að því hvað göngugarpinn, sæfarann, vélsleðamanninn eða skíðakappann vantar getur verið heillaráð að byrja á að grennslast fyrir um það hjá ferðafélögum eða maka viðkomandi. Eftirtaldar hug- myndir ættu einnig að koma að góðum notum. Handhægur sjónauki getur gert ferðir um land og sjó skemmtilegri. Hann má nota til að gaumgæfa betur dýraríkið, eins og fugla og refi í ná- vígi, eða athuga hvaða leiðir liggja fram undan í fjallgöngu. Þ e i m s e m umhugað er um öryggi útivistar- mannsins ættu að íhuga að gefa honum GPS-staðsetn- ingartæki í jólagjöf, en það kemur að góðum notum við að rata. Gott er að velja sérhæft, vatnsþétt tæki með öflugu loftneti. Í því samhengi má nefna að einnig eru til símar með innbyggðu GPS-tæki. Kort og áttavitar koma að svipuðum notum og eru yfirleitt mun ódýrari í inn- kaupum. Höfuðljós koma ekki síður að góðum notum í fyrrgreindu samhengi, þótt þau séu kannski ekki sérlega töff útlits. Þau duga vel til dæmis í myrkri lengst uppi á reginheiði því þá er hægt að ganga með hendur lausar. Svo er ekki galin hugmynd að gefa neyðar- ljós eða skotblys sem geta fangað athygli þegar allt annað þrýtur en þau fást í útivistar- og skotveiði- verslunum. Ef útivistarmaðurinn er nýgræðingur er ekki úr vegi að athuga hvort hann eigi góðan bak- poka, gönguskó eða -staf, hlífðarfatn- að, legghlífar eða annan byrjenda- búnað sem gæti komið sér vel. - nrg Gleddu útivistargarpinn Mikilvægt er að vera vel búinn ætli maður af stað í leiðangur um fjöll og firnindi. NORDICPHOTOS/GETTY Landakort, áttavitar og GPS- tæki ættu að falla í kramið hjá útivistargarpinum. NORDICPHOTOS/GETTY J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Gjafir sem henta öllum Undir 3.000,- Undir 5.000,- Undir 10.000,- Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt að nota hann til að kaupa jólagjafirnar! www.kokka.is 2.450,- 3.650,- 8.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.