Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 58
42 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Chesterfield leðursett 3+1+1 Köln 3+1+1 aspen boston-luxBonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Fusite -6731 Leðursett 3+1+1 p-8185 3+1+1 290.9 00 kr Verð áður 322.9 00kr 299.9 00 kr Verð áður 469.0 00kr 199.9 50 kr Verð áður 399.0 00kr Við framleiðum hornsófa, tungusófa sófasett og staka sófar eftir óskum hvers og eins. Mikið úrval af áklæðum man-75 leður bogasófi Bonn Man-8205 Eimskipsbikarkeppni karla Valur - Fram 35-24 (18-12) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/3 (13/4), Elvar Friðriksson 9 (13), Fannar Friðgeirs- son 5 (9), Orri Freyr Gíslason 4 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (4), Atli Már Báruson 2 (2), Ingvar Arnarson 1 (1), Gunnar Harðarson 1 (1) Varin skot: Hlynur Morthens 11, Ingvar Guð- mundsson 3 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Gunnar Ingi 2, Arnór) Fiskuð víti: 4 (Fannar, Gunnar Ingi, Gunnar H., Arnór) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram (skot): Arnar Birkir Hálfdánsson 6/3 (7/3), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Matthías Daðason 4 (5), Stefán Stefánsson 3 (6), Halldór J. Sigfússon 2 (3), Andri Berg Haraldsson 2 (7), Atli Steinar Siggeirsson 1 (2), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Erlendsson 8, Sigurður Örn Arnarsson 2. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Matthías 2, Arnar, Stefán, Halldór) Fiskuð víti: 3 (Halldór, Haraldur, Stefán) Utan vallar: 6 mín. Víkingur - Grótta 34-35 Mörk Víkings (skot): Hreiðar Haraldsson 8 (12), Óttar F. Pétursson 8 (14), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnars- son 4 (4), Guðmundur Freyr Hermannsson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7). Varin skot: Björn Viðar Björnsson (18/1 35/8). Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfs- son 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2). Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4), Einar Ingimarsson 2/1. ÚRSLIT HANDBOLTI Valsmenn flugu auðveld- lega inn í undanúrslit bikarsins með 35-24 sigri á Fram. Leikurinn var hreint út sagt óspennandi og leiðinlegur áhorfs og ekki bætti úr skák að nokkuð oft þurfti að gera hlé á honum þar sem leikklukkan var í ólagi. „Þetta var eiginlega of auðveld- ur leikur fyrir okkur. Við skoruð- um eiginlega í hvert einasta sinn sem við skutum á markið. Þeir voru bara ekkert að verja þarna hinu megin og ekkert að taka á okkur í vörninni. Þetta var bara of létt,“ segir Arnór Þór Gunnars- son, leikmaður Vals. Þó að staða þessara liða í deild- inni sé ólík virtist allt stefna í jafn- an leik í byrjun í gær en eftir að staðan var 7-7 þá skildu leiðir og staðan var skyndilega orðin 15-8 Val í vil. Heimamenn voru komnir með öll völd og litu aldrei til baka eftir þetta. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, hrósaði Elvari Friðriks- syni sérstaklega eftir leik. „Hann hefur átt mikið inni í vetur og ég er ánægður með að hann sé að komast í gang. Svo var ég ánægð- ur með Gunnar Harðarson sem kom gríðarsterkur inn í vörnina,“ sagði Óskar. Þegar blaðamaður ætlaði að leita viðbragða Framara eftir leikinn var skýrt sagt að þeir væru hætt- ir að veita Fréttablaðinu viðtöl og hurðinni að búningsklefa þeirra skellt. - egm Valur vann öruggan sigur á Fram í gær: Auðveldur sigur Valsmanna á Fram Í GEGN Gunnar Ingi Jóhannsson fer hér fram hjá Halldóri Jóhanni Sigfússyni í leik Vals og Fram í gær. FRÉTTABLAÐIOÐ/STEFÁN HANDBOLTI Grótta tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Eimskipsbik- arkeppni karla með naumum sigri á 1. deildarliði Víkings, 35-34, í tvíframlengdum og æsispennandi leik í Víkinni. Heimamenn voru greinilega búnir að bíða spenntir eftir þessum leik því þeir voru meira en klárir þegar flautað var til leiks. Fyrsta korter leiksins áttu heimamenn skuldlaust og fóru hamförum. Það var líkt og gestirnir í Gróttu væru ekki mættir í Víkina. Heima- menn buðu upp á frábæra skemmt- un og ekki að sjá að þarna væri 1. deildarlið á ferð. Sveinn Þorgeirs- son, leikmaður Víkings, fór mikinn í liði heimamanna og setti hverja sleggjuna á eftir annarri í mark- ið. Vörnin var líka virkilega góð hjá Víkingi og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Gróttumenn voru lengur að ræsa sínar vélar, og verður að teljast afar slakur árangur af úrvaldsdeildarliði að skora aðeins tvö mörk á fimmtán mínútum. En gestirnir vöknuðu loks þegar Magnús Sigmundsson, markmaður Gróttu, kom inn á og lokaði mark- inu í orðsins fyllstu merkingu. Vík- ingur skoraði ekki mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, og staðan í hálfleik var 12-11. Seinni hálfleikur var spennandi og skemmtilegur. Björn Björnsson í marki heimamanna var traustur í rammanum og átti frábæran leik. Það sama má segja um kollega hans, Magnús Sigmundsson, hinu megin í rammanum, Liðin skipt- ust á að skora og endaði með því að það þurfti að flauta til framleng- ingar eftir venjulegan leiktíma, 24-24. Mikill hraði og spenna einkenndi fyrri framlenginguna og óhætt að segja að allir leikmenn liðanna gáfu allt sem þeir mögulega gátu í leikinn. Í seinni framlengingunni hélt sama sagan áfram. Leikmenn slógust sem aldrei fyrr og stemn- ingin ætlaði að rífa þakið af hús- inu. Þegar mínúta var eftir kom gullmarkið í leiknum. Þar var að verki skyttan Anton Rúnars- son sem kom gestunum í tveggja marka forskot og tryggði þar með Gróttu sæti í undanúrslitum. Heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark en það dugði ekki og frábærri skemmtun í víkinni lauk sem fyrr segir með sigri Gróttu, 34-35. „Þetta er bara geðveikt að vinna svona leik með einu marki og þetta bara toppurinn. Þetta var hörku- leikur frá upphafi til enda. Tví- framlengdur sem gerði sigurinn bara enn þá sætari,“ sagði Anton glaður í bragði eftir leik. - rog Anton skaut Gróttu áfram Annan daginn í röð var tvíframlengt í fjórðungsúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla en í gær vann Grótta nauman sigur á 1. deildarliði Víkings, 35-34, í Víkinni. STERKUR VANRARLEIKUR Bæði lið léku öflugan varnarleik í gær en hér eru það varnarmenn Gróttu sem taka á Víkingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Knattspyrnufélagið Stoke ætlar að rannsaka meint slagsmál knattspyrnustjórans Tony Pulis og James Beattie í búningsklefa liðsins eftir leik liðsins gegn Arsenal um helgina. Arsenal vann leikinn, 2-0, og munu þeir Pulis og Beattie hafa rifist heiftarlega eftir leikinn. Fram hefur komið í enskum fjöl- miðlum að talið er að þetta sé til komið vegna misskilnings um að gefa leikmönnum frí í gær. Leikmenn Stoke munu hafa átt að fá að dvelja í Lundúnum eftir leikinn vegna jólateitis félags- ins. Þeir hafi svo staðið í þeirri trú að þeir þyrftu ekki að mæta á æfingu aftur fyrr en í dag. En Pulis mun hafa sagt leik- mönnum eftir leikinn gegn Ars- enal að hann ætti von á að sjá þá alla á mánudagsmorgun, rétt eins og venjulega. Beattie mun hafa mótmælt þessu og þar með reitt Pulis til reiði. Leikmenn mættu svo á æfingu í gærmorgun en Beattie var þar hvergi sjáanlegur. Síðar var hins vegar greint frá því að Beattie hafi verið að æfa einn í líkamsræktarsalnum þar sem hann væri enn að jafna sig eftir ökklameiðsli. - esá Tony Pulis og James Beattie: Slagsmálin rannsökuð JAMES BEATTIE Fagnar hér marki í leik með Stoke. NORDIC PHOTOS/GETTY SKORAÐI TVÖ Gróttumaðurinn Páll Þór- ólfsson í leiknum gegn Víkingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.