Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 4
4 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 6° 6° 7° 11° 9° 8° 7° 7° 23° 12° 17° 8° 27° 3° 10° 10° 5° Á MORGUN 8-13 m/s. FIMMTUDAGUR 8-13 m/s V-til, annars hægari. 3 2 3 2 2 4 3 5 5 7 -1 8 8 9 5 4 2 7 3 6 7 15 6 4 3 5 8 2 -1 0 6 5 FER AÐ RIGNA SÍÐDEGIS SYÐRA Það verður víðast hvar gott veður fyrri part dags- ins, sérstaklega norðaustanlands, en síðdegis hvessir syðra með rign- ingu. Í kvöld verður víða strekkings- vindur sunnan og vestan til og talsverð rigning suðaustanlands. Áfram rigning á morgun en örlítið hlýrra í veðri. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður UTANRÍKISMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segir eðlilega hafa verið staðið að sam- skiptum Indriða H. Þorláksson- ar, þáverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, og Franeks Rozwadowski, fulltrúa sjóðsins hér á landi. Ind- riði sendi þeim tölvubréf og ósk- aði stuðnings við nýja hugmynd um lausn Icesave-deilunnar. „Bréfið, sem hefur verið alþing- ismönnum aðgengilegt frá í sumar, er mjög góður vitnisburð- ur um hvernig verið var að reyna að gæta okkar hagsmuna og halda öllu til haga, þar á meðal hryðju- verkalögum Breta. Þannig var reynt að þvinga málið í betri far- veg en það var í,“ segir Steingrím- ur. Hann segir bréfið árétta að fyrri hugmyndir um lausn máls- ins séu óásættanlegar og AGS sé haldið upplýstum um gang máls- ins. Steingrímur segist hafa upp- lýst utanríkismálanefnd um stöðu mála og muna vel eftir fundi í apríl þar sem þessi sjónarmið hafi verið reifuð. „Ég man vel eftir umræðum í utanríkismálanefnd sem urðu í framhaldinu, þar sem menn ræddu stöðuna og mögu- leikana. Það var gert út frá því að menn væru enn að leita lausna á grundvelli pólitísks samkomu- lags, samanber þann farveg sem málið var sett í í vetur.“ Í bréfi Indriða segir að ómögu- legt sé að komast að samkomulagi í þeim dúr sem um hafi verið rætt fyrir kosningar í apríl og „mögu- lega erfitt í þónokkurn tíma eftir kosningar...“ Bréfið var sent 13. apríl. Indriði segir þarna vísað til þess að Bretar og Hollending- ar hafi mjög þrýst á lausn í anda minnisblaðs sem undirritað hafi verið í nóvember. Það hafi kveðið á um 6,7 prósent vexti. „Þarna leggjum við til nýja nálg- un og tökum fram að samningar á fyrri grunni séu pólitískt ómögu- legir fyrir kosningar og líklega lengi eftir þær. Þetta er undir- strikað til að leggja meiri áherslu á að fyrri nálgun dugaði ekki.“ Nokkra athygli hefur vakið að Indriði gaf persónulegt netfang sitt upp í lok bréfsins. Það var gert, að hans sögn, vegna þess að hann var á ferðalagi í Kaupmannahöfn og hafði betri aðgang að því póst- hólfi. Svarbréfið hafi komið á emb- ættisnetfang sem hann hafi komist í í gegnum kerfi í íslenska sendi- ráðinu. Indriði segir engin sam- skipti hafa orðið á milli hans og fulltrúa sjóðsins á hans persónu- lega netfangi. kolbeinn@frettabladid.is Segir bréfið sýna hve vel hagsmuna Íslands var gætt Fjármálaráðherra segir bréfaskipti Indriða H. Þorlákssonar sýna að hagsmunir Íslands hafi verið í fyrir- rúmi. Indriði segir bréfið svar við pressu frá viðsemjendum. Bréfið hefur verið þingmönnum aðgengilegt. RÁÐA RÁÐUM SÍNUM Leiðtogar stjórnarandstöðunnar, Bjarni Benediktsson, Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, funda í Alþingishúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Úr bréfi Indriða, sem sent var 13. apríl: „Markmið okkar er að koma í veg fyrir að auka skuldabyrði og vaxtagreiðslur ríkisins á næstu árum. Við teljum ennfremur að nýja tillagan taki inn í reikninginn sam- eiginlega ábyrgð Evrópuríkja vegna ófullnægjandi reglna varðandi innistæðutryggingar og fjármálamarkaðinn, sem og óviðurkvæmilegar og skaðlegar aðgerðir Bretastjórnar (beiting hryðjuverkalaga og frysting eigna) sem nýlega var gert grein fyrir í skýrslu fjármála- nefndar neðri deildar breska þingsins – Banking Crisis: The Impact of Failure of the Icelandic Banks. [...] Ég sendi þér þessar upp- lýsingar í von um að þú getir mögulega greitt fyrir götu okkar gagnvart Bretum og Hollend- ingum og til að tilkynna þér að ómögulegt væri að komast að pólitísku samkomulagi um lánafyrirkomulag í þeim dúr sem um var rætt (aukin skulda- byrði ríkisins) fyrir kosningarnar 25. apríl næstkomandi og mögulega erfitt í þó nokkurn tíma eftir kosningar, sér í lagi vegna fyrrgreindar bresku skýrslu sem hefur hleypt nýju lífi í umræðuna (og tilfinning- arnar) um skaðlegar aðgerðir breskra stjórnvalda.“ BRÉFASKIPTIN Þetta er undirstrikað til að leggja meiri áherlsu á að fyrri nálgun dugaði ekki. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON AÐSTOÐARMAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA BANDARÍKIN, AP Bandaríkjastjórn ætlar að senda um 16 þúsund her- menn til Afganistans á næstu vikum, eða rúmlega helminginn af þeim 30 þúsund hermönnum sem Barack Obama forseti hefur heitið að senda þangað til við- bótar við þá 70 þúsund sem fyrir eru. Þá skýrði Anders Fogh Rasmus- sen, framkvæmdastjóri NATO, frá því að aðildarríki bandalags- ins og samstarfsríki þess myndu senda sjö þúsund hermenn til Afganistans til viðbótar þeim 36 þúsund sem þar eru fyrir. Alls verða því um 140 þúsund erlendir hermenn í landinu þegar viðbótarsveitir Bandaríkjanna og NATO verða komnar þangað um mitt næsta ár. - gb Viðbótarher til Afganistans: Þúsundir fara á næstu vikum BANDARÍSKIR HERMENN Á leið til Afganistans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fjölskylduhjálpin fær styrk Hagkaup styrkti í gær Fjölskylduhjálp Íslands með 200 innkaupapokum með meðlæti til jólanna. Andvirði gjafarinnar er um 600 þúsund krónur. FÉLAGSMÁL VIÐSKIPTI Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994 að því er fram kemur í áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnu- trygginga. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gær. Fjárfestingarfélagið Gift var stofnað upp úr Samvinnutrygg- ingum árið 2007, og stóð til að skipta félaginu milli þeirra sem áttu rétt til Samvinnutrygginga. Heimildir Stöðvar 2 herma að álit Lagastofnunar sé að slíta hefði átt félaginu árið 1994, þegar nettóeign félagsins var um 220 milljónir króna. Álit Lagastofnun- ar hefur ekki verið opinberað. Úttekt á Samvinnutryggingum: Hefði átt að slíta árið 1994 ALÞINGI Þau Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, og Birgitta Jónsdótt- ir, þingmaður Hreyfingarinnar, gengu af fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærkvöldi. Ástæðan var óánægja vegna Icesave. „Það ríkir óvissa með verklag- ið framundan. Ég fékk upplýs- ingar um að formaður og vara- formaður nefndarinnar töldu sig ekki bundna af samkomulaginu,“ segir Höskuldur, og vísar til sam- komulags um fyrirkomulag Icesa- ve-frumvarps innan nefndarinnar. Í kjölfarið tóku við mikil fundar- höld og fjárlaganefnd skaut aftur á fundi undir kvöldmat. Höskuldur segist ekki hafa getað túlkað orð formanns og varaformanns nefnd- arinnar öðruvísi en þeir væru óbundnir af samkomulaginu. „Nei, það er misskilningur. Birt- ur hefur verið listi yfir þau atriði sem þau vilja skoða og það ligg- ur fyrir yfirlýsing frá mér um að það verði gert,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaga- nefndar. Hann segir að Icesave ekki hafa verið á dagskrá fjárlaga- nefndar; ræða hafi átt fjárauka- lög. „Nefndin fær þetta eftir aðra umræðu og þá tekur hún þetta til afgreiðslu. Það er í því ferli og á ekki að ríkja óeining um það.“ Samkvæmt samkomulagi á að ljúka annarri umræðu um frum- varpið í dag og greiða atkvæði um hvort það færi aftur í nefndina. Óvíst var, þegar blaðið fór í prent- un, hvort samkomulagið héldi. - bþs, kóp Órói í fjárlaganefnd vegna umræðna um verklagið vegna Icesave: Tveir fulltrúar gengu af fundi HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON GUÐBJARTUR HANNESSON GENGIÐ 07.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,453 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,49 124,07 202,13 203,11 182,92 183,94 24,578 24,722 21,608 21,736 17,532 17,634 1,371 1,379 196,44 197,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.