Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 28

Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 28
 8. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR Forfallnir tækjafíklar eru ört stækkandi þjóðfélagshópur. Fréttablaðið spurði tvo slíka hvaða græjur væru efstar á óskalistanum þeirra fyrir jólin. „Maðurinn getur alltaf á sig tækj- um bætt, og sá sem deyr frá flest- um tökkum vinnur,“ segir Pétur Jónsson, tónlistarframleiðandi og upptökustjóri hjá Medialux, sem einnig gengur undir nafn- inu Don Pedro. Pétur er hald- inn tækjadellu á keppnisstigi, að eigin sögn, og nær hún til hljóð- færa, stúdíótækja og hljóðnema, gamalla myndavéla, úra og nánast allra vélknúinna ökutækja. Pétur óskar sér Canon Power- shot G11 myndavélar í jólasokk- inn. „Ég er svo heppinn að eiga af- skaplega fallega fjölskyldu, og mig dauðlangar í handhæga stafræna myndavél til þess að taka með hvert á land sem er, sem tekur flottar myndir á RAW-formati. Canon G11 er mjög ljósnæm og með flassi sem lætur ekki fallegu börnin mín líta út fyrir að vera sturlaðir vampír- uppvakningar.“ Ekki þarf að koma á óvart að hljóðfæri sé á óskalista Péturs. Þar er um að ræða Moog Voyager El- ectric Blue, sem Pétur kallar konung analog- hljóðgervlanna. „Stúd- íóið mitt langar rosalega í þennan í safnið. Þetta er nýleg útgáfa með ótrúlega fallegum bláum ljósum sem láta viðskiptavini gapa í forundran og hrifningu, og þetta litla tæki gefur frá sér óhljóð sem skekja mjaðmir um víða veröld,“ segir Pétur. Að endingu nefnir Pétur forláta ölduvél sem óskajólagjöf. „Ég finn hjá mér æ sterkari þörf til að hafa stóra ölduvél á vinnuborðinu mínu, sem vaggast í rólegheitunum og myndar fallegar og slakandi öldur. Ég held að þetta sé mjög vinsælt hjá forstjórum þýskra vogunarsjóða,“ segir hann. „Allir sem hafa hlustað á Beastie Boys vita að hvítir strák- ar geta líka skratsað,“ segir Haraldur Þor- leifsson, nemi og græjuáhugamaður með meiru. Tölvuleikurinn DJ Hero, frá sömu framleiðendum og bera ábyrgð á hinum geysivinsæla leik Guitar Hero, er efstur á jóla- gjafaóskalista Haraldar. Í leiknum bregða þátttakendur sér í gervi plötusnúðs sem getur sýnt plötu- klórslistir sínar í „yfir 102 lögum,“ eins og segir á heimasíðu leiksins. „Ef ég væri svalur myndi ég segja „Drop the Guitar Zero and get with the DJ Hero“,“ segir Haraldur. Hann hefur einnig augastað á sér- og handsmíðuðu fótboltaspili, eða foosball-borði, sem ber nafn- ið 11 og kostar um eina og hálfa milljón króna. Þá nefnir hann að sjónaukinn Halastjörnuveiðarinn (The David H. Levy Comet Hunt- er) gæti komið sér vel. „Alla al- vöru tækjagaura dreymir um risastóran ílangan hlut sem þeir geta notað til að beina í átt- ina að stjörn- um. Þ essi kíkir kemur þ é r dj ú p t inn í svartholið,“ segir Haraldur. - kg Öldur, moog og plötuklór Moog Voyager Electric Blue.Fótboltaspilið 11 er dálítið 2007 en án efa afar skemmtilegt. Pétur Jónsson, eða Don Pedro, er óður tækjadellumaður eins og sést á stúdíóinu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bækur, tæki og tól falla oftast í kramið hjá karlpeningnum og ætti tölvubókin Amazon Kindle því að vera skotheld gjöf. Hún var lengst af einungis framleidd fyrir Banda- ríkjamarkað en er nú til í alþjóð- legri útgáfu. Í tölvubókinni, sem er léttari en meðal bréfpoki, er hægt að leita á meðal hundrað þúsund bóka-, dagblaða- og tímaritatitla, festa kaup á bók og fá hana senda á innan við mínútu. Þá er hægt að gerast áskrifandi að fjölmörg- um dagblöðum og tímaritum og stilla áskriftina þannig að blöðin hafi ávallt borist áður en risið er úr rekkju. Tölvubókin er með öllu þráðlaus og getur geymt allt að tvö hundr- uð titla en með því að bæta við SD- minniskorti getur hún vistað yfir þúsund. Batteríhleðslan endist í marga daga og fylgir ókeypis að- gangur að Wikipediu. Textinn í tölvubókinni er jafn auðlesinn og ef um prentletur væri að ræða, auk þess sem skjárinn er þannig úr garði gerður að ekki glampar á textann í sól. Í gegnum Kindle er einnig hægt að nálgast hljóðbækur en nánari upplýsingar er að finna á www.amazon.com. - ve Sameinar tækni og fróðleik Amazon Kindle er léttari en meðalbréf- poki. Haraldur Ingi Þorleifsson gæti hugsað sér að skratsa yfir hátíðarnar. Bakteygjubrettið Eykur sveigjanleika Linar bakverki Nálastungudýnan Eykur orkuflæði og vellíðan Er slakandi og bætir svefn Stuðningshlífar Einstök hönnun og gæði Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 y g Styrkir magavöðvana Airfree lofthreinsitækið Betra loft - betri líðan! Eyðir örverum og ryki Heilsusamlegar jólagjafir ● SERÍUR Í SÉRFLOKKI Hugmynd að prýðisgjöf fyrir þá sem hafa gaman af góðu sjón- varpsefni er vel valið DVD-safn sem inniheldur uppáhaldssjón- varpsþætti, eða jafnvel þætti eða bíómyndir sem gætu höfðað til þess sem gjöfin er ætluð. Úrvalið er nægt, allt frá gaman- þáttum á borð við Friends og dramaþáttum eins og Tudors til rómantískra þátta eins og Grey‘s Anatomy . Sumt sjónvarps- efni þykir karlmann- legra en annað. Sem dæmi um DVD- söfn sem anga af karlmennsku eru James Bond, Sopr- anos, Lost og 24.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.