Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 56
40 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Veturinn hefur verið mikið ævintýri hjá Jóhanni Gunnari Einarssyni. Hann gekk í raðir þýska liðsins Kassel í sumar en það fór á hausinn og í kjölfarið var Jóhanni boðið að fara til Amman í Jórdaníu í þrjár vikur. Hann þáði það en þegar hann kom aftur til Þýskalands kom í ljós að pappírsvinnan hafði klúðrast. Í stað þess að ganga frá lánssamningi til Asíu var gengið frá félagaskiptasamningi. Þar sem aðeins má skipta tvisvar á um félag á hverju ári má Jóhann ekki spila aftur með Kassel fyrr en eftir áramót en alls óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum félagsins eftir áramót. „Ég fer í næstu viku í smá reisu til Sviss. Mæti á æfingar hjá Amicitia Zürich, sem Kári Kristjánsson leikur með, og síðan hjá Kadetten sem Björgvin Páll spilar með. Ef það skilar ekki neinu er líklegt að ég komi bara heim,“ sagði Jóhann Gunnar en Kassel hefur einnig reynt að fá hann til þess að vera áfram. „Ég gæti svo sem skoðað að fara í harkið og reyna að komast að hjá liði í Norðurlöndunum. Ég sé samt til. Ætla að reyna aðeins lengur áður en ég ákveð að koma aftur til Íslands.“ Jóhann Gunnar var ánægður með ævintýrið í Amman en lið hans hafnaði í sjötta sæti í Meistaradeild Asíu. „Við áttum reyndar að komast lengra. Mættum liði frá Íran í síðasta leik í milliriðli. Slakt lið sem við máttum tapa fyrir með fimm mörkum. Við töpuðum með sjö á skrautleg- an hátt,“ sagði Jóhann en hann efast ekki um að dómurum leiksins hafi verið mútað. „Við skynjuðum strax að það var ekki allt með felldu. Til að mynda fengum við 3 víti en þeir 16. Þeir voru utan vallar í 6 mínútur en við 28. Þetta var allt svona. Það var samt ágætis lífsreynsla að lenda í svona mútuleik. Gaman að hafa prófað þetta svo maður viti hvað menn eru alltaf að tala um,“ sagði Jóhann Gunnar léttur. Hann var í för með félaga sínum, Daníel Berg Grétarssyni, en þeir félagar kíktu við í Dauðahafinu áður en þeir héldu aftur heim til Þýskalands. JÓHANN GUNNAR EINARSSON: KOMINN TIL ÞÝSKALANDS FRÁ AMMAN EN FÆR EKKI AÐ SPILA Fer til reynslu hjá liðum Björgvins og Kára HANDBOLTI Eins og áður hefur komið fram er þýska félagið Kassel gjaldþrota. Fjórir Íslendingar voru á mála hjá félaginu og flestir eru líklega á heimleið. Eins og fram kemur hér að ofan ætlar Jóhann Gunnar Einarsson fyrst að reyna fyrir sér í Sviss en Guðjón Finnur Drengsson hefur ákveðið að halda heim á leið. „Við fjölskyldan höfum tekið þá ákvörðun að koma bara heim. Kass- el vildi halda mér og félagið gerði allt sem það gat. Ég hefði samt þurft að vinna í átta tíma með hand- boltanum og get allt eins gert það heima,“ sagði Guðjón Finnur, sem syrgir það að þurfa að fara heim eftir skamma viðdvöl enda líkaði honum vel við lífið í Þýskalandi. „Þetta var sex mánaða frí. Lít bara á það þannig. Auðvitað er samt hundleiðinlegt að þurfa að koma heim og það munu einhverjir sakna okkar. Til að mynda fór nágranna- konan að gráta þegar við sögðum henni að við værum að fara aftur heim,“ segir Guðjón, sem ætlar samt ekki að hætta í handbolta. „Ég mun spila handbolta eftir ára- mót. Ég er auðvitað samningslaus og mun skoða þá möguleika sem koma upp á borðið. Það er ekkert sjálfgefið að ég fari til Fram en auð- vitað kemur það til greina eins og annað. Ég skoða málin bara þegar ég kem heim,“ sagði Guðjón Finnur Drengsson. - hbg Guðjón Finnur Drengsson gefst upp á Kassel-ævintýrinu og kemur heim: Ekki sjálfgefið að ég fari til Fram Á HEIMLEIÐ Guðjón Finnur og fjölskylda eru að pakka þessa dagana eftir stutta dvöl í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Það hefur gengið ótrú- lega vel hjá landsliðsmarkverðin- um Björgvini Páli Gústavssyni í vetur. Félag hans, Kadetten Schaff- hausen, hefur verið á lygilegri sigl- ingu og sjálfur er Björgvin að verja afar vel. Kadetten er búið að vinna alla 14 leiki sína í svissnesku deildinni í vetur, er að skora 40 mörk að með- altali í leik og aðeins að fá á sig 25 í leik. Liðið er nú búið að spila 24 leiki í vetur í öllum keppnum án þess að tapa. Leikirnir hafa verið í deild- inni, bikarnum, Meistaradeildinni og EHF-bikarnum. „Þegar handboltinn gengur svona vel er lífið helmingi auðveldara. Ég man ekki lengur hvernig það er að tapa leik og það er mjög gott að vera búinn að gleyma því,“ sagði Björg- vin kátur í spjalli við Fréttablaðið í gær. Ásamt því að hafa yfirburðastöðu í svissnesku deildinni er Kadetten komið í sextán liða úrslit í EHF- bikarnum. „Þetta lið er fáránlega gott miðað við hvað ég hélt. Ég var nú samt bjartsýnn og grunaði að það væri í sama styrkleika og liðin frá svona fjögur til átta í þýsku úrvalsdeild- inni. Það hefur nú komið í ljós að svo er. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, við stöndum alltaf undir nafni,“ sagði Björgvin en liðið var afar óheppið að komast ekki áfram í Meistaradeildinni. „Við unnum Lemgo og Celje Lasko. Gerðum svo jafntefli við Ademar Leon. Það hefði átt að duga en önnur úrslit urðu þess valdandi að við sátum eftir. Við höfum samt bitið frá okkur í EHF-bikarnum,“ sagði Björgvin Páll. Hann hefur tekið stórstígum framförum í vetur og er sífellt að verða betri. „Þetta er mitt besta tímabil. Ekki spurning. Það sem ég er sáttastur við er stöðugleikinn sem er kominn hjá mér. Ég er far- inn að verja 15-20 bolta í hverjum leik. Er þess utan bara að fá á mig 25 mörk sem er magnað í nútíma- handbolta. Við markverðirnir hér höfum alltaf verið með fleiri varða bolta en andstæðingurinn í vetur. Ekki bara í deildinni heldur líka í Evrópukeppninni,“ sagði Björgvin. Væntanlega verður pressa á honum að standa sig á EM í Austurríki í janúar, sérstaklega eftir frammi- stöðuna frábæru á ÓL í Peking. „Það er bara fínt að fá pressu á sig. Ég er bestur undir pressu. Ég fer þang- að bjartsýnn enda hef ég aldrei æft eins mikið og núna og ég er líka að æfa rétt,“ sagði Björgvin, sem telur sig geta gert betur en í Peking. „Þegar ég kom heim frá Kína var ég í skýjunum og taldi mig hafa gert allt rétt. Ég hef síðan verið að kryfja frammistöðuna og sé að ég hefði getað gert betur. Ég var sátt- ur en get gert betur,“ sagði Björgvin ákveðinn en hann stefnir á að fara til Austurríkis án þess að hafa tapað leik. henry@frettabladid.is Man ekki lengur hvernig það er að tapa leik Kadetten Schaffhausen, félag Björgvins Páls Gústavssonar, er ósigrað í 24 leikjum í vetur. Liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni og ekki tapað Evrópuleik. SJÓÐHEITUR Björgvin Páll hefur farið á kostum með svissneska liðinu Kadetten í vetur og hefur ekki enn tapað leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Félögin hafa náð saman Danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg og Reading frá Englandi hafa komist að samkomulagi um að Gunnar Heiðar Þorvaldsson verði lánaður til Reading og leiki með liðinu í ensku B-deildinni frá og með næstu áramótum. Þetta staðfesti Ólafur Garðars- son, umboðsmaður Gunnars Heiðars, í samtali við Fréttablaðið í gær. Nú standa yfir viðræður á milli Gunnars Heiðars og Reading en Ólafur á von á því að Eyjamaðurinn knái fari til Reading á mánudaginn þar sem hann gengst undir læknisskoðun og skrifar vonandi undir samning við félagið. LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill Maccabi Haifa - Bordeaux 19.45 Juventus - Bayern 19.45 Staðan: Bordeaux 13, Juventus 8, Bayern 7, Maccabi Haifa 0. B-riðill Wolfsburg - Manchester United 19.45 Besiktas - CSKA Moskva 19.45 Staðan: Man. United 10, Wolfsburg 7, CSKA Moskva 7, Besiktas 4. C-riðill Marseille - Real Madrid 19.45 Zürich - AC Milan 19.45 Staðan: Real Madrid 10, AC Milan 8, Marseille 7, Zürich 3. D-riðill Atletico Madrid - FC Porto 19.45 Chelsea - APOEL 19.45 Staðan: Chelsea 13, Porto 9, Atletico Madrid 3, APOEL 2. FÓTBOLTI Fyrri hluti sjöttu og síð- ustu umferðar riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Hæst ber leik Juventus og Bayern München í A-riðli en þetta er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgir Bordeaux áfram í næstu umferð. Juventus dugir jafntefli í leiknum. Í B-riðli þarf Manchester Unit- ed helst að ná stigi gegn Wolfs- burg í Þýskalandi til að gull- tryggja efsta sæti riðilsins. Þá eiga þrjú lið í C-riðli í harðri baráttu um efstu tvö sætin í riðl- inum. Real Madrid stendur vel að vígi en getur engu að síður fallið úr leik í kvöld. - esá Meistaradeildin í kvöld: Úrslitaleikur Juve og Bayern VERÐUR AÐ VINNA Bayern München hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Louis van Gaal. NORDIC PHOTOS/GETTY Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu og Akureyri. Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð. Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið í síma 585-8300 eða á posthusid.is FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, FIFA, tilkynnti í gær hvaða fimm karlar og fimm konur hlutu flest atkvæði í kjöri sambandsins á knattspyrnu- manni ársins. Það eru þjálfar- ar og fyrirliðar landsliða aðild- arsambanda FIFA sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu. Argentínumaðurinn Lionel Messi var á dögunum kjörinn leikmaður ársins í Evrópu með miklum yfirburðum og hlaut þar með Gullknöttinn svokallaða. Hann þykir því sigurstrangleg- astur aftur nú en Argentínu- maður hefur aldrei áður verið kjörinn. Messi leikur með Barcelona, sem varð þrefaldur meistari síðastliðið vor. Liðsfélagar hans, Spánverjarnir Xavi og Andrés Iniesta, voru einnig tilnefndir, sem og þeir Cristiano Ronaldo og Kaka hjá Real Madrid. Ronaldo er Portúgali og var keyptur fyrir metfé frá Manchester United í sumar en Brasilíumaðurinn Kaka kom frá AC Milan fyrir litlu minna fé skömmu áður. Hjá konunum hlutu þær Cristi- ane, Marta (báðar Brasilíu), Inka Grings, Birgit Prinz (báðar Þýskalandi) og Kelly Smith (Eng- landi) flest atkvæði. Niðurstöður kjörsins verða kunngjörðar á hófi í Zürich í Sviss 21. desember næstkomandi. - esá Knattspyrnumaður ársins: Messi sigur- stranglegastur LIONEL MESSI Þykir langlíklegastur í kjöri FIFA á knattspyrnumanni ársins. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.