Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 18
18 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Jólaskapið verður svo sannarlega sungið í Sunn-
lendinga,“ segir Kjartan Björnsson, rakari á Sel-
fossi, sem efnir nú, þriðja árið í röð, til jólatónleik-
anna „Hátíð í bæ“. Fara þeir fram annað kvöld í Iðu,
íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands, og er von á
fjölda gesta. Á milli fjögur og fimm hundruð sóttu
tónleikana í fyrra og árið á undan.
Flytjendur þetta árið eru bæði þekktir og minna
þekktir; Egill Ólafsson og Diddú, Páll Óskar og
Monika, Eldri barnakór og Unglingakór Selfoss-
kirkju, Karlakór Selfoss, Herdís Rútsdóttir úr
Rangárþingi og Ragnheiður Blöndal frá Selfossi.
Vert er að vekja athygli á að í boði eru tveir miðar
á verði eins á C-svæði. Kosta þeir 2.950 krónur.
Guðni Ágústsson verður kynnir en Kjartan hefur
fengið presta til verksins síðustu tvö ár. „Guðni
er ígildi prests, hann er svo snjall,“ segir Kjartan.
„Ég held reyndar að hann hafi langað til að verða
prestur,“ bætir hann við.
Sjálfur er Kjartan að eigin sögn mikið jólabarn og
það er í raun undirrót þess að hann stússar þetta á
aðventunni.
Mikill og strangur undirbúningur er að baki
tónleikunum og að þeim loknum hefst ekki síður
ströng törn hjá rakaranum, sem klippir og snyrtir
kolla til tíu á kvöldin alveg fram að jólum. Á nýju
ári tekur svo við hjá honum undirbúningur annars
stórviðburðar – þorrablótsins mikla á Selfossi. - bþs
Kjartan Björnsson, rakari og tónleikahaldari, segir Guðna Ágústsson ígildi prests:
Jólaskapið sungið í Sunnlendinga
MEÐAL FLYTJENDA Páll Óskar og Monika eru meðal þeirra sem
koma fram.
Þetta er viðhorfið
„Þetta er bara skeyti sem fer
okkar á milli og á bara að
vera okkar á milli.“
INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON UM
BRÉFASKIPTI HANS OG STARFS-
MANNS AGS.
Morgunblaðið 7. desember
Og skrúfurnar fást þá
á Holtinu
„Ég er búinn að fara á jóla-
hlaðborðið í Húsasmiðjunni
á hverjum einasta degi í um
þrjár vikur.“
JENS GUÐ, BLOGGARI.
DV 7. desember
■ „Ég og Jón ætlum að heimsækja þig og Siggu,“ er æ oftar bæði sagt og
skrifað. Þetta er ekki beinlínis rangt en kauðalegt engu að síður. Eða þá:
„Mig og Gunnu langar að bjóða þér og Gumma í bíó.“
Íslenskan býður okkur nefnilega bæði liprari og fallegri leið til að segja
þessa sömu hugsun:
„Við Jón ætlum að heimsækja ykkur Siggu,“ og: „Okkur Gunnu langar að
bjóða ykkur Gumma í bíó.“
Það væri missir, og alger óþarfi, að týna þessu orðalagi niður.
TUNGUTAK
Við Jón og þið Sigga
„Ég var að syngja jólalög á tónleikum í gær [á
sunnudag] í Langholtskirkju með Söngsveit-
inni Fílharmoníu. Við syngjum svo aftur
þar á miðvikudagskvöld,“ segir Sigrún
Helga Lund, stærðfræðingur, söngkona
og stjórnarmaður í Samtökum um
bíllausan lífsstíl. Sigrún er í doktors-
námi í stærðfræði og var að fara yfir
stærðfræðipróf þegar blaðamaður
truflaði hana.
„Það sem er helst í gangi núna
er að við erum að skrifa handbók
um bíllausan lífsstíl, sem næst nú
ekki í jólabókaflóðið úr þessu!“
segir Sigrún og skellir upp
úr. Í bókinni, sem verður
dreift á netinu og ef til vill
prentuð, verði góðlegar
ábendingar um hvernig
megi draga úr notkun einkabílsins.
Fyrir utan þetta átti dóttir Sigrúnar afmæli í
gær og var hún því búin að baka sjö sortir af
smákökum.
Sigrún grípur tækifærið til að kynna
málstaðinn og segir frá því að vinur
hennar hafi flutt nýverið til Lundúna og
þar sé heldur meiri vakning í samgöngu-
málum en á Íslandi. Meðal annars hafi
virðisaukaskattur af reiðhjólum verið
felldur niður.
„Það væri gaman að sjá svoleiðis hér,
sérstaklega núna þegar bensín-
verð er orðið svona hátt,“
segir Sigrún og bætir við
að það kosti um mánað-
arlegan rekstrarkostn-
að einkabíls að
kaupa sér fínt hjól.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN HELGA LUND ÚR SAMTÖKUM UM BÍLLAUSAN LÍFSSTÍL
Syngur jólalög og skrifar handbók
■ Brekkubobbi er sjaldgæfur snigill
á Íslandi. Hann hefur fundist á
nokkrum stöðum frá Drangshlíð
undir Eyjafjöllum og austur að
Höfðabrekku í Mýrdal. Einnig í
Heimaey. Þetta kemur fram á vef
Náttúrfræðistofnunar. „Brekkubobbi
er annar tveggja stórra snigla hér
á landi sem bera kuðung. Hinn er
lyngbobbi sem er allalgengur og
útbreiddur í skóglendi á Austurlandi
auk þess að hafa búið um sig á
höfuðborgarsvæðinu. Kuðungur
brekkubobbans er breytilegur á lit
en oftast með skýrum dökkum og
ljósum röndum. Hann þykir því fal-
legur,“ segir á vef Náttúrufræðistofn-
unar, sem telur tilvist brekkubobb-
ans á Íslandi vera ógnað og vill friða
búsvæði hans í Vík í Mýrdal.
BREKKUBOBBI
SJALDGÆFUR SNIGILL
Sjálfstæðiskonur um land
allt efna til söfnunar fyrir
mæðrastyrksnefndir lands-
ins dagana 7. til 20. desem-
ber. Hægt er að kaupa
stuðningskort í fjölmörgum
verslunum um land allt. Fé
sem safnast verður notað til
að styðja barnafjölskyldur.
„Markmiðið er að mæðrastyrks-
nefndirnar hafi úr nægum fjár-
munum að spila til að geta útveg-
að barnafjölskyldum mat og föt og
annað sem þær þurfa,“ segir Erla
Ósk Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri
söfnunarinnar. „Aðalatriðið er að
enginn þurfi að snúa við sem leitar
til mæðrastyrksnefndar, svo þeir
sem þurfi á aðstoð að halda geti
fengið hana.“
Söfnunin, sem fram fer undir
slagorðinu „tökum höndum saman“,
hófst formlega í gær og stendur út
20. desember. Í tilkynningu frá
sjálfstæðiskonum kemur fram
að aldrei hafi jafn margir leitað
á náðir mæðrastyrksnefnda og
undanfarnar vikur. Fjöldi þeirra
sem sótt hafi um aðstoð hafi þre-
faldast á árinu og búast megi við
því að allt að fjögur þúsund fjöl-
skyldur þurfi að sækja sér aðstoð
yfir jólin.
Þetta er í fyrsta skipti sem sjálf-
stæðiskonur standa fyrir söfnun
sem þessari, en hugmyndin kvikn-
aði á stjórnarfundi Landssambands
sjálfstæðiskvenna, þar sem kona
sem sæti á í mæðrastyrksnefnd á
sæti, segir Erla.
Allur ágóði söfnunarinnar
rennur til Mæðrastyrksnefnda í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
á Akranesi og á Akureyri. Á þeim
stöðum þar sem engar nefndir eru
starfandi hafa prestar milligöngu
um að fólk sem þurfi á aðstoð að
halda geti fengið aðstoð frá Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
mæðrastyrksnefndirnar geta
keypt stuðningskort í fjölmörgum
verslunum um land allt.
Kortin eru seld í Byko, Deben-
hams, Dýrfinnu og Finni gullsmið-
um Akranesi, Einarsbúð Akranesi,
Fjarðarkaupum, Hagkaupum,
Heitu á prjónunum Ísafirði, Kjar-
val, Melabúðinni, N1, Nóru Kópa-
vogi, Sælukjallaranum Patreks-
firði, Verslunum 10-11, Verslunum
11-11, Verslunum Bónus, Verslun-
um Krónunnar, Verslunum Nóa-
túns og í World Class. Þá er hægt
að leggja söfnuninni lið með því að
leggja inn á söfnunarreikning á vef
söfnunarinnar, www.xd.is/tokum-
hondumsaman. brjann@frettabladid.is
Allir fái aðstoð sem þurfa
TAKA HÖNDUM SAMAN Söfnun sjálfstæðiskvenna fyrir Mæðrastyrksnefnd var hleypt af stokkunum á hádegi í gær fyrir framan
húsnæði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Norðurlandaráð veitir árið 2010 náttúru- og umhverfis-
verðlaun í 16. sinn. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar
krónur.
Þema ársins 2010
Árið 2010 verða náttúru- og umhverfisverðlaunin veitt norrænu
fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli, félagasamtökum eða einstaklingi,
sem hefur verið í fararbroddi og haft áhrif, beint eða óbeint, á
fjármálamarkaðinn, fjárfestingarþjónustu, banka eða ráðgjafa í
því augnamiði að vinna að langtímamarkmiðum og samþætta
sjálfbærni (náttúru- og umhverfismál og samfélagsábyrgð) í
fjármálaumsýslu.
Leitað er eftir tilnefningum um:
• aðila sem með starfi sínu hafa aukið þekkingu neytenda og
viðskiptavina í gegnum fjölmiðla, með fyrirlestrahaldi, ritun
bóka eða á sambærilegan hátt.
• frjáls félagasamtök eða einstaklinga sem hafa með góðum
árangri verið virk í vinnuhópum (siðfræðiráðum o.s.frv.),
stjórnum eða því um líku.
• umhverfisfyrirtæki, sjóði, banka o.s.frv. sem óháður aðili hefur
lagt mat á.
Öllum er heimilt að senda tillögur. Rökstyðja skal tillöguna og
lýsa því í hverju starfið eða framlagið felst og hver inni eða hafi
innt það af hendi. Verkefnið verður að vera faglegt og hafa
þýðingu fyrir stærri hópa í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda.
Tillagan skal rúmast á tveimur útprentuðum síðum í A4-broti.
Verðlaunahafinn er valinn af dómnefnd sem skipuð er fulltrúum
norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna þriggja,
Færeyja, Grænlands og Álandseyja.
Tillögunni á að skila á sérstöku eyðublaði, og skal hún hafa
borist skrifstofu dönsku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði í
síðasta lagi föstudaginn 11. desember 2009 kl. 12.00.
Eyðublaðið má nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs
www.norden.org eða á skrifstofu dönsku sendinefndarinnar.
Norðurlandaráð
Danska sendinefndin
Christiansborg
DK-1240 København K
Sími +45 3337 5999
Fax +45 3337 5964
Netfang: nrpost@ft.dk
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Náttúru- og
umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2010