Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 16
16 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
GÆÐIR SÉR Á GÓÐGÆTI Þessi lemúr í
dýragarði í Hamborg gæðir sér á þurrk-
uðum ávöxtum í litlu jólastígvéli sem
starfsfólkið lét hann fá. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Hann lét sér ekki
segjast rútubílstjórinn sem lög-
regla stöðvaði í Vík í Mýrdal um
helgina, en rútan sem hann ók
var ljóslaus.
Bílstjórinn gisti á hóteli um
nóttina, en hélt snemma af stað
austur á bóginn morguninn eftir.
Enn var rútan ljóslaus þar sem
hleðslubúnaður hennar var bilað-
ur. Á ferðalagi sínu ók hann á tvö
umferðarskilti. Hann hélt áfram
för sinni án þess að tilkynna um
atvikið. Smá brot úr framenda
rútunnar fannst á vettvangi. Var
lögreglan á Austurlandi fengin
til skoða bílinn og reyndist hann
vera tjónvaldurinn. - jss
Rútubílstjóri í skjóli myrkurs:
Ók ljóslaus á
umferðarskilti
DÓMSMÁL Eigandi bifreiðar og
Sjóvá-Almennar tryggingar skulu
greiða ungum manni ríflega 8,2
milljónir í bætur, samkvæmt dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur.
Málavextir eru þeir að 2. októ-
ber 2005 lenti pilturinn, þá nítján
ára, í umferðarslysi í Víðidal.
Hann var farþegi í aftursæti bif-
reiðar. Ökumaðurinn missti stjórn
á bílnum þannig að hann valt.
Maðurinn í aftursætinu slasaðist
og var varanleg örorka metin tíu
prósent. Maðurinn var kominn vel
á veg í bifvélavirkjanámi og voru
bætur miðaðar við líklegar fram-
tíðartekjur hans á slysdegi. - jss
Lenti í bílslysi:
Fékk átta millj-
ónir í bætur
LÖGREGLUMÁL Piltarnir þrír,
allir fimmtán ára, sem kveiktu í
Waldorfskóla í Hraunbergi í fyrra-
kvöld bjuggu til bálköst úr papp-
ír og öðru auðbrennanlegu á gólfi
einnar kennslustofunnar, að sögn
Snorra Traustasonar, kennara við
skólann. Síðan báru þeir eld að
kestinum.
Piltarnir höfðu undirbúið það að
komast inn í skólann eftir að honum
hafði verið lokað. Þeir höfðu sett
blað milli starfs og hurðar í kjall-
ara hans þannig að hurðin skall
ekki í lás. Íbúi í grennd við skól-
ann varð eldsins var, þegar farið
var að skíðloga í kestinum, og lét
þegar vita.
Piltarnir þrír voru handteknir
skammt frá vettvangi og yfirheyrð-
ir í fyrrinótt, að foreldrum og full-
trúum barnaverndar viðstöddum.
Þeir játuðu að hafa kveikt í skólan-
um, sem var lokaður í gær vegna
skemmdanna sem urðu á húsnæð-
inu. Snorri sagðist gera ráð fyrir
að hægt yrði að hefja kennslu í dag
eða á morgun. Í grunnskólanum
sem um ræðir eru fjörutíu nemend-
ur sem verða án kennslu í einhverja
daga, þar á meðal piltarnir þrír.
Snorri segir ekki liggja fyrir
hversu mikið tjón hafi hlotist af
íkveikjunni, þar sem brunasvæðið
hafi verið lokað meðan á rannsókn
lögreglu stóð. Þó sé ljóst að það sé
mikið.
„Það sést að eldurinn hefur verið
mikill í einni stofunni,“ segir hann.
„Skemmdir af völdum reyks og sóts
voru að auki miklar í tveimur stof-
um sem eru sitt hvoru megin við þá
sem kveikt var í.“
Drengirnir sem um ræðir komu
rakleiðis í Waldorfskóla úr Fella-
skóla í Breiðholti þar sem þeir
höfðu reynt að kveikja í gluggatjöld-
um. Öryggisvörður varð eldsins var
áður en hann náði útbreiðslu.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins var sú skýring sem pilt-
arnir gáfu á framferði sínu sú að
þeim hefði þótt þetta spennandi.
Piltarnir eru allir sakhæfir og
verður mál þeirra sent ákæru-
valdinu að rannsókn lögreglu lok-
inni. Þeir eiga að auki yfir höfði sér
bótakröfu vegna þeirra skemmda
sem þeir hafa unnið.
Piltarnir hafa ekki komið við
sögu lögreglu áður, en eru nú
komnir með sakarferil.
jss@frettabladid.is
WALDORFSKÓLI Lögreglan innsiglaði
skólann í gær meðan rannsókn á vett-
vangi fór fram. Ekki var ljóst í gær hvort
hægt var að kenna í húsnæði skólans
í dag vegna skemmda af völdum elds,
vatns, reyks og sóts.
Hlóðu bálköst í kennslustofu
Piltarnir þrír sem kveiktu í Waldorfskóla í fyrrakvöld höfðu undirbúið verknaðinn. Þeir hlóðu bálköst í
einni kennslustofunni og kveiktu í. Þeir komu beint úr íkveikjutilraun í Fellaskóla.
Það sést að eldurinn
hefur verið mikill í einni
stofunni. Skemmdir af völd-
um reyks og sóts voru að auki
miklar …
SNORRI TRAUSTASON
KENNARI Í WALDORFSKÓLA
GÓÐGERÐAMÁL Ríflega 730 þúsund
krónur söfnuðust í uppboði sem
haldið var í Góða hirðinum, nytja-
markaði Sorpu og líknarfélaga,
síðastliðinn föstudag. Féð rennur
til Lyngáss og „opnar sannar-
lega marga möguleika til þess að
auðga líf þeirra einstaklinga sem
nýta sér þjónustu Lyngáss og fjöl-
skyldna þeirra,“ eins og segir í
fréttatilkynningu.
Lyngás veitir fötluðum börnum
og unglingum á aldrinum eins
til átján ára þjálfun, uppeldi og
umönnun. Styrkurinn verður
meðal annars nýttur í útgáfu á
samskiptabókum sem notaðar eru
til þess að koma upplýsingum á
framfæri um börnin. - sbt
Uppboð í Góða hirðinum:
730 þúsund til
handa Lyngási
AÐ LOKNU UPPBOÐI KK var uppboðs-
haldari og sést hér með starfsfólki Góða
hirðisins og Lyngáss að uppboði loknu.
Kynningarfundur
um lánalausnir
Arion banka
Hafðu samband
Komdu og njóttu góðra veitinga í bland við verðmætan fróðleik.
Skráning á arionbanki.is
Fylgstu með og taktu þátt í uppbyggilegu starfi.
FJÁRmál
FJÁRmála
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA