Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 20

Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 20
20 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Einu sinni heyrði ég einn af virtustu leikstjórum lands- ins segja í almennu spjalli um leiðtoga, að ef hópur fólks væri á sviði, léti hann foringjann í verkinu hvorki skera sig úr í klæðaburði né vera valdsmanns- legan. Staða hans í hópnum ætti að birtast í virðingu hinna. Hvernig þeir kæmu fram við hann. Mér fannst þetta snjallt hjá honum. Reyndar eru þetta skyld við- brögð og sjá má á fólki nálægt auðkýfingum og frægum per- sónum. Þá er það virðing fyrir frægð eða fjármunum. Og þegar slík virðing er fyrir hendi, sem er býsna algengt í nútíma sam- félagi, fá viðkomandi greinilega þægilegan sjálfsánægjuhroll ef þeir komast nálægt þessum persónum. Að ekki sé nú talað um ef þeir lenda fyrir tilviljun á mynd með þeim, sem síðan birt- ist í dagblaði eða tímariti. Minn- ið er líka myndavél og næst þegar lesandinn sér þá á götu eða í bakaríi framkallast mynd- in úr blaðinu og viðkomandi er tengdur frægðinni. Hin hliðin á segulmagni vel- gengninnar er ónáðin. Henni vill enginn tengjast. Og síst sjást á mynd með einhverjum sem er óvinsæll af einhverjum ástæðum. Jafnvel þó að almenn- ingsónáðin sé nýtilkomin og um sé að ræða gamla skólasystur og vinkonu eða vin, beygja menn hjá. Ónáðin gæti verið smitandi. En hvernig sem allt snýst kemur þetta fólk og fer í til- verunni, en við sitjum uppi með okkur sjálf það sem eftir er. Og það hlýtur alltaf að vera við- kunnanlegra að geta borið lág- marks virðingu fyrir sjálfum sér. Þar byrjar og endar allt sem mestu skiptir. Að leika leiðtoga En það var þetta með leiðtogana og hvernig virðingin dregur okkur að þeim ef við berum traust til þeirra. Hvenær gerum við það og hvenær ekki? Það er í raun og veru ekki gott að segja. Rétt eins og leikstjórinn glöggi benti á sprettur sú virðing á leiðtoga sem allir eiga mikið undir hvorki af klæðaburði hans né stórmennskulegum tilburð- um. Og það er ekki hægt að læra það sem við á að eiga í þessum efnum hjá markaðsráðgjafa, eða stílista. Það er hægt að kenna málflutning, líkamsbeitingu og alls kyns takta og viðbrögð. Það er hægt að fara í stjórnmála- skóla og laganám en það breyt- ir engu. Það er hægt að leika stjórnmálaleiðtoga, en annað hvort er þessi eiginleiki fyrir hendi eða ekki. Og það skemmti- lega er að það er ekki óalgengt að sá sem kjörinn er til forystu uppgötvi fyrst þá að hann sé leiðtogi. Hitt er miklu algengara að menn trúi á mátt sinn og megin í þessum efnum þar til þeir standa frammi fyrir þessu risaverkefni. Og þá tapa allir. Nærst á eymdinni Mér finnst dálítið um það núna að pólitískir leikarar á alþingi og víða í sérfræðingasveitinni séu að þrýsta þeim skilaboðum inn í þjóðarvitundina og við ættum að venja okkur af því að halda að við séum eitthvað. Engar forsendur séu fyrir því að við getum verið ánægð með okkur sjálf. Endilega horfist þið í augu við hvað við erum smá og aum. Og nú er hvergi ráð nema hjá fyrrverandi herraþjóðum okkar. Þær eru mærðar eins og eina lífsvonin, enda séum við af sama meiði. En við erum samt öðruvísi. Við erum á eyju í Atlantshafi og eigum að sækja styrk og samstöðu víðar en til Norðurlandanna, sem að sönnu eru bræður okkar og systur, en við erum allra minnsti bróðir- inn. Sérstaða okkar er og hefur verið að við höfum aldrei getað treyst á neitt, hvorki veðrið, aflabrögð eða annað. Við höfum ekki smíðað samfélagi okkar þröngan ramma, af því að við erum ekki rammafólk. Við höfum margsinnis gegnum tíð- ina gert hluti sem ekki átti að vera hægt að gera, að því að við vissum ekki að það var ekki hægt. Það er mikill munur á því að reigja sig og þykjast vera eitt- hvað eða því að kikna í hnjánum og biðjast afsökunar á að vera til. Við eigum að gera það sem við höfum gert lengst af: standa upprétt, bæði gagnvart öðrum þjóðum og hverju öðru. Birting virðingar JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Sjálfsvirðing UMRÆÐAN Gunnar Hersveinn skrifar um fjöl- miðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athuga- semdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tor- tryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasam- ur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa marg- ir af reyndustu blaða- og fréttamönnum lands- ins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurn- inga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýring- ar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan and- stæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal ann- ars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrr- verandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskipta- blaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur. Röng umræða um fjölmiðla GUNNAR HERSVEINN M álþóf hefur staðið yfir á Alþingi um Icesave. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á að axla ábyrgð á ákvörðun. Stjórnarandstaðan á að sýna andstöðu á ábyrgan hátt með atkvæði sínu. Það er skaðlegt fyrir þjóðina að slíkt mál sé tafið. Líklegt er að vergar erlendar skuldir Íslendinga í heild nemi nú um 9,9 sinnum vergri landsframleiðslu eins árs og hreinar erlendar skuldir um 3,9 sinnum vergri landsframleiðslu. En að frá dregnum fjármálastofnunum í slitameðferð eru vergar erlendar skuldir nú líklega um 2,1 sinnum verg landsframleiðsla eins árs og hreinar erlendar skuldir um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Á svipaðan kvarða eru vergar erlendar skuldir Breta nú um 3,4 sinnum verg landsframleiðsla þeirra, Hollendinga um 2,8 sinnum, og Íra um 8,8 sinnum. Auk skulda bera mörg Evrópuríki feikna- byrðar af lífeyrisskuldbindingum. Hreinar skuldir skipta meira máli en vergar. Ekki er yfirleitt gert ráð fyrir skuldleysi heldur miðað við til dæmis 60 prósent af vergri landsframleiðslu. Skuldir skiptast á ríkissjóð, sveitarfélög og einkaaðila. Aðeins opinberar skuldir snerta almenning bein- línis. – Hreinar peningalegar skuldir ríkissjóðs nú virðast um 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Allar nágrannaþjóðir standa gegn okkur í Icesave-málinu, líka Norðurlandaþjóðirnar – nema Færeyingar. Ein líkleg skýring er sú að um það sé sammæli að miklu meira sé í húfi heldur en Icesave- málið eitt, ella verði kerfishrun í þeirri viðleitni að byggja upp sameiginlegt fjármálakerfi í Evrópu. Ef Íslendingar séu „látnir sleppa núna“ verði það slíkt fordæmi að enginn taki framar mark á þessari viðleitni. Ekkert bendir til að samningurinn um Icesave verði lagaður eða bættur með frekari viðræðum. Nú eigum við Íslendingar tvo kosti: Annar er sá að samþykkja Icesave-skuldbindingarnar. Hagtölur benda til þess að við ráðum við þetta. Hér er öflugt samfélag og sterkar útflutningsgreinar. Með því að sýna ábyrgð og skilvísi styrkja Íslendingar stöðu sína þegar – en ekki ef – að því kemur að málið verði tekið til endurmats eða dómsmeðferðar. Hinn kosturinn er sá að hafna samningnum. Þá verðum við að miða utanríkisviðskipti við staðgreiðslu í viðkomandi gjaldeyri og loka fjármála- og gjaldeyriskerfi þjóðarinnar upp á nýtt. Þá hefjum við þegar leit að nýjum mörkuðum vegna þeirra erfiðleika sem hefjast á Evrópumörkuðum. Ekki þarf þá meira að hugsa um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en veruleg áhætta verður vegna málsókna fyrir dómstólum. Báðir kostirnir eru herfilega slæmir. Báðir ráða þeir miklu um hag þjóðarinnar næstu tvo til þrjá áratugina. Annar kosturinn er þungar greiðslur, opnun og þátttaka í sameiginlegri hagþróun en hinn er lokun, lífskjaraskerðing og einangrun í einarðlegu stolti. Báðir útheimta harkalegar aðgerðir. En það er nauðsynlegt að Íslendingar geri sér ljóst að þeir geta valið hvorn kostinn sem er. Við ráðum við þá báða. Hér þarf hins vegar hyggindi og ábyrga forystu til að vísa veginn og leiða þjóðina yfir þau firnindi sem framundan eru. Málþófið í Icesave-málinu er skaðlegt. Verðum að velja JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Fjölskylduhjálp Íslands Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin Þúsundir fjölskyldna eiga um sárt að binda fyrir jólin. Þeir sem eru aflögufærir fyrir þessi jól geta lagt inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands 101-26-66090 kt. 660903-2590 Tökum á móti matvælum og fatnaði í Eskihlíð 2-4 þriðjudaga kl 9-13 miðvikudaga kl. 9-18 fimmtudaga kl. 9-13 . Símar 551 3360 og 892 9603 Það er hægt að kenna mál- flutning, líkamsbeitingu og alls kyns takta og viðbrögð. Það er hægt að fara í stjórn- málaskóla og laganám en það breytir engu. Óeining um hindranir Orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra um að hún væri sannfærð um að öllum hindrunum Suðvestur- línu yrði fljótlega rutt úr vegi vöktu nokkra athygli. Ýmsir töldu líklegast að tilefnið skýrði orðin, en Jóhanna var stödd á fundi Samfylkingarinnar á Reykjanesi þegar þau féllu. Óvíst er hvernig forsætisráðherra bregst við þeim tíðindum að eitt af félögum jafnaðarmanna, Græna netið, skuli hafa kært ákvörðun Skipulags- stofnunar um að ekki þurfi sam- eiginlegt umhverfismat línunnar og tengdra framkvæmda. Græna netið telur rétt almennings til upplýsinga vega þyngra en rök um óhagræði framkvæmda. Kannski þarna sé komin hindrun sem ryðja þurfi úr vegi að mati forsætisráðherra? Leyninetið Mikið hefur verið rætt um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hvað gera skuli við hana þegar hún kemur fram. Margir óttast að ekki eigi allt að vera uppi á borðinu og einhverjir muni freistast til að halda upplýsing- um leyndum. Nú er í ljós komið að skýrslan verður birt á Netinu og allir sem hafa aðgang að því geta kynnt sér hana. Enn eru þó einhverjir sem tala um leyniplagg, en þeir halda kannski að skýrslan verði bara birt á leyninetinu. Hokinn af reynslu Ólafur Ragnar Grímsson hefur áhyggjur af því að hinn bandaríski kollegi hans Obama sé of óreyndur til að koma á breytingum í loftslags- málum. Ólafur sagði þetta í samtali við arabískt blað og sagðist hafa þrjátíu ára reynslu af því að eiga við bandaríska forseta. Af þessum þrjátíu hefur Ólafur verið forseti í þrettán ár; hin sautján var hann framá- maður í Alþýðubandalaginu, meðal annars formaður. Að það hafi í för með sér mikil samskipti við forseta Banda- ríkjanna kemur á óvart. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.