Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 10
10 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtæki frá Ísrael, Frakklandi og Kína eru sögð kunna að eiga hæstu boð í þýska sam- heitalyfjafyrirtækið Ratiopharm, að sögn fréttastofu Reuters. Frétta- stofan segir líklegasta kaupandann horfa til þess að nema ný markaðs- svæði með kaupum á fyrirtækinu, ekki síst í Þýskalandi. Félag í eigu hinnar þýsku Merckle-fjölskyldu sem á Rat- iopharm hefur um ár glímt við alvarlegan skuldavanda eftir mislukkaðar fjárfestingar fjöl- skylduföðurins, Adolf Merckle. Hann svipti sig lífi skömmu eftir síðustu áramót þegar hann gerði sér grein fyrir því hvert stefndi. Áhugasöm lyfjafyrirtæki lögðu fram tilboð í fyrirtækið í fyrstu lotu í nóvember og var Actavis sagt vera á meðal þeirra þá. Frestur til að skila inn tilboðum í annarri lotu lauk í síðustu viku. Þýski bankinn Commerzbank og Royal Bank of Scotland sjá um tilboðsferlið, en lágmarksverð er ekki undir tveim- ur milljörðum evra, samkvæmt heimildum Reuters. Það er um milljarði evra lægra en Merckle- fjölskyldan vænti að fá. Ekki fengust svör við því hvort Actavis væri í slagnum, þegar eftir var leitað í gær. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, sagði í samtali við Fréttablaðið í síð- asta mánuði slíkt venju sem fyr- irtækið héldi. Þess ber þó að geta að Ratiopharm er álíka stórt fyrir- tæki og Actavis. - jab FORMAÐURINN SKOÐAR GÖGN Actavis hefur hvorki sagt af né á hvort það hafi boðið í þýska lyfjafyrirtækið Ratiopharm. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Actavis enn sagt á meðal þeirra sem bjóða í þýska lyfjafyrirtækið Ratiopharm: Actavis gefur ekki upp hvort það bjóði ALÞINGI Stefnt er að því að setja lög með nýjum reglum um samræmd frítekjumörk öryrkja, atvinnu- lausra og ellilífeyrisþega á Alþingi í vor. Þrátt fyrir það munu greiðslur í fyrsta lagi hækka árið 2011. Þetta kom fram í svari Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásbirni Óttarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilefni fyrirspurnarinnar voru yfirlýsingar Árna Páls í fjölmiðlum um helgina um að á vorþingi eigi að breyta almannatryggingakerf- inu og greiða úr frumskógi ólíkra frítekjumarka fyrir atvinnulausa, ellilífeyrisþega og öryrkja. Í svari Árna Páls kom fram að hann teldi óæskilegt að frítekju- mörk lífeyrisþega væru mismun- andi eftir tegund lífeyris, eins og nú er. Tekjumörkin séu mjög lág og mjög lágar tekjur séu látnar skerða bætur öryrkja. Tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygg- ingakerfisins eru nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, að sögn ráð- herrans. Ætlun ríkisstjórnarinn- ar er að lögfesta nýjar reglur um frítekjumörk á vorþingi og „skapa góða framtíðarstefnu sem skilar árangri þegar fram í sækir“. Nýrra fjárheimilda til að hækka greiðslur í samræmi við þær breyt- ingar verður hins vegar ekki aflað núverandi efnahagsaðstæður. - pg Breyta á reglum um frítekjumörk lífeyrisþega með lagasetningu á vorþingi: Greiðslur hækka þegar betur árar ÁRNI PÁLL ÁRNASON Félagsmálaráð- herra segir óæskilegt að frítekjumörk líf- eyrisþega séu mismunandi eftir tegund lífeyris, eins og nú er. RÍKISSTJÓRNARFUNDUR Í NEPAL Ríkisstjórnin í Nepal tók upp á því um helgina að halda fundi uppi í fjöllum til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Himalajafjöllin. NORDICPHOTOS/AFP * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Það er ein faldara en þú heldur að skipta um símafélag. 800 7000 Hringdu strax í dag og kynntu þér kosti Símans. SUÐUR-KÓREA, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Stephen Bosworth, erindreki Bandaríkjanna í málum Norður Kóreu, myndi halda til Norð- ur-Kóreu í dag til að freista þess að koma viðræðum um kjarnorkuáætl- un stjórnvalda af stað á ný. Bosworth mun leiða fyrstu beinu viðræður milli stjórnvalda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu frá því að Obama varð forseti. Ekki er ljóst hverjir viðmælendur hans verða, en sér- fræðingar telja mögulegt að Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, muni ræða við Bosworth. - bj Viðræður á Kóreuskaga: Obama kynnir nýjan erindreka BARACK OBAMA ALÞINGI Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn Alþingis á aðdrag- anda bankahrunsins. Í umræðum um málið ítrekaði Þór Saari Hreyfingunni and- stöðu flokks síns við frumvarpið. Vill hann að fimm manna utan- þingsnefnd fjalli um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og bendi þinginu á ef hún telur að eitthvað þurfi frekari rann- sóknar eða aðgerða við. Þá vill Hreyfingin að varsla vinnugagna Rannsóknarnefndarinnar verði gerð opinber nema það sem nauð- synlega þurfi að fara leynt. - bþs Rannsóknarnefnd Alþingis: Mælt fyrir breytingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.