Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 10

Fréttablaðið - 08.12.2009, Side 10
10 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtæki frá Ísrael, Frakklandi og Kína eru sögð kunna að eiga hæstu boð í þýska sam- heitalyfjafyrirtækið Ratiopharm, að sögn fréttastofu Reuters. Frétta- stofan segir líklegasta kaupandann horfa til þess að nema ný markaðs- svæði með kaupum á fyrirtækinu, ekki síst í Þýskalandi. Félag í eigu hinnar þýsku Merckle-fjölskyldu sem á Rat- iopharm hefur um ár glímt við alvarlegan skuldavanda eftir mislukkaðar fjárfestingar fjöl- skylduföðurins, Adolf Merckle. Hann svipti sig lífi skömmu eftir síðustu áramót þegar hann gerði sér grein fyrir því hvert stefndi. Áhugasöm lyfjafyrirtæki lögðu fram tilboð í fyrirtækið í fyrstu lotu í nóvember og var Actavis sagt vera á meðal þeirra þá. Frestur til að skila inn tilboðum í annarri lotu lauk í síðustu viku. Þýski bankinn Commerzbank og Royal Bank of Scotland sjá um tilboðsferlið, en lágmarksverð er ekki undir tveim- ur milljörðum evra, samkvæmt heimildum Reuters. Það er um milljarði evra lægra en Merckle- fjölskyldan vænti að fá. Ekki fengust svör við því hvort Actavis væri í slagnum, þegar eftir var leitað í gær. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, sagði í samtali við Fréttablaðið í síð- asta mánuði slíkt venju sem fyr- irtækið héldi. Þess ber þó að geta að Ratiopharm er álíka stórt fyrir- tæki og Actavis. - jab FORMAÐURINN SKOÐAR GÖGN Actavis hefur hvorki sagt af né á hvort það hafi boðið í þýska lyfjafyrirtækið Ratiopharm. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Actavis enn sagt á meðal þeirra sem bjóða í þýska lyfjafyrirtækið Ratiopharm: Actavis gefur ekki upp hvort það bjóði ALÞINGI Stefnt er að því að setja lög með nýjum reglum um samræmd frítekjumörk öryrkja, atvinnu- lausra og ellilífeyrisþega á Alþingi í vor. Þrátt fyrir það munu greiðslur í fyrsta lagi hækka árið 2011. Þetta kom fram í svari Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásbirni Óttarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilefni fyrirspurnarinnar voru yfirlýsingar Árna Páls í fjölmiðlum um helgina um að á vorþingi eigi að breyta almannatryggingakerf- inu og greiða úr frumskógi ólíkra frítekjumarka fyrir atvinnulausa, ellilífeyrisþega og öryrkja. Í svari Árna Páls kom fram að hann teldi óæskilegt að frítekju- mörk lífeyrisþega væru mismun- andi eftir tegund lífeyris, eins og nú er. Tekjumörkin séu mjög lág og mjög lágar tekjur séu látnar skerða bætur öryrkja. Tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygg- ingakerfisins eru nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, að sögn ráð- herrans. Ætlun ríkisstjórnarinn- ar er að lögfesta nýjar reglur um frítekjumörk á vorþingi og „skapa góða framtíðarstefnu sem skilar árangri þegar fram í sækir“. Nýrra fjárheimilda til að hækka greiðslur í samræmi við þær breyt- ingar verður hins vegar ekki aflað núverandi efnahagsaðstæður. - pg Breyta á reglum um frítekjumörk lífeyrisþega með lagasetningu á vorþingi: Greiðslur hækka þegar betur árar ÁRNI PÁLL ÁRNASON Félagsmálaráð- herra segir óæskilegt að frítekjumörk líf- eyrisþega séu mismunandi eftir tegund lífeyris, eins og nú er. RÍKISSTJÓRNARFUNDUR Í NEPAL Ríkisstjórnin í Nepal tók upp á því um helgina að halda fundi uppi í fjöllum til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á Himalajafjöllin. NORDICPHOTOS/AFP * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Það er ein faldara en þú heldur að skipta um símafélag. 800 7000 Hringdu strax í dag og kynntu þér kosti Símans. SUÐUR-KÓREA, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Stephen Bosworth, erindreki Bandaríkjanna í málum Norður Kóreu, myndi halda til Norð- ur-Kóreu í dag til að freista þess að koma viðræðum um kjarnorkuáætl- un stjórnvalda af stað á ný. Bosworth mun leiða fyrstu beinu viðræður milli stjórnvalda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu frá því að Obama varð forseti. Ekki er ljóst hverjir viðmælendur hans verða, en sér- fræðingar telja mögulegt að Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, muni ræða við Bosworth. - bj Viðræður á Kóreuskaga: Obama kynnir nýjan erindreka BARACK OBAMA ALÞINGI Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn Alþingis á aðdrag- anda bankahrunsins. Í umræðum um málið ítrekaði Þór Saari Hreyfingunni and- stöðu flokks síns við frumvarpið. Vill hann að fimm manna utan- þingsnefnd fjalli um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og bendi þinginu á ef hún telur að eitthvað þurfi frekari rann- sóknar eða aðgerða við. Þá vill Hreyfingin að varsla vinnugagna Rannsóknarnefndarinnar verði gerð opinber nema það sem nauð- synlega þurfi að fara leynt. - bþs Rannsóknarnefnd Alþingis: Mælt fyrir breytingum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.