Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 22
22 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Dofri Hermannsson skrifar um atvinnu- mál Undanfarinn áratug stóriðjunnar var stuðningur við nýsköp- un í atvinnulífinu lít- ill sem enginn. Á sama tíma og íslensk stjórn- völd, undir torsýnilegri verndar- hendi Adams Smith, lögðu rúmlega 100 ríkistryggða milljarða í Kára- hnjúkavirkjun fékk Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins ekkert nýtt fé. Öll áhersla var lögð á mannvirkja- framkvæmdir sem sköpuðu mikla veltu en heildarfjárfesting í hverju varanlegu starfi í Fjarðaáli nálg- ast 500 milljónir króna. Sorgarsaga ofþenslu og ruðningsáhrifa verður ekki rakin hér en skýringar á því vali stjórnvalda að svelta þann geira atvinnulífsins sem skapar flest störf og leggja alla áherslu á þann geira sem skapar fæst störf á hvern milljarð má e.t.v. finna í síðustu grein „Atvinnulífið I – vélin sem knýr stóriðjustefn- una“ í Fréttablaðinu 1. desember sl. Í aðdraganda kosn- inga 2007 kvað við nýjan tón þegar Samfylkingin lagði fram heildstæða áætlun um eflingu sprotafyrirtækja undir fyrirsögninni „Nýja atvinnulífið“. Á vordögum 2007 voru tillögur Sam- fylkingarinnar, ásamt tillögum ann- arra þingflokka, lagðar í dóm frum- kvöðla á Hátækni- og sprotaþingi og hlutu þar 1., 2. og 3. verðlaun. Vinna við að hrinda þeim í framkvæmd hófst um leið og Samfylkingin tók við lyklum í iðnaðarráðuneytinu og hefur miðað vel áfram. Dag- inn fyrir hrunið í fyrra var skrif- að undir samning um Hátækni- og sprotavettvang – samstarf fjögurra ráðuneyta og nokkurra samtaka í sprotageiranum um að straumlínu- laga umhverfi sprotafyrirtækja og flýta vexti þeirra. Margt hefur áunnist á stuttum tíma en sem dæmi má nefna stofnun Frumtaks, öflugs sjóðs sem fjárfestir í sprotafyrir- tækjum, og að frumvarp um stuðn- ing við nýsköpunarfyrirtæki hefur loks verið lagt fram. Frumvarpið byggir á áralöng- um óskum og ábendingum nýsköp- unarfyrirtækja um snjallar leið- ir til að efla vöxt atvinnulífsins og fjölga störfum. Á meðan Sjálf- stæðisflokkurinn leiddi ríkisstjórn og réð í fjármálaráðuneytinu voru þessar tillögur algerlega hundsað- ar. Þegar skipt var um stjórnanda þar breyttist afstaða ráðuneytisins svo um munaði og málið var sett í forgang. Frumvarpið gengur annars vegar út á endurgreiðslu á hluta af rannsóknar- og þróunarkostn- aði og hins vegar út á skattaafslátt til þeirra einstaklinga og fagfjár- festa sem kaupa hlutabréf í nýsköp- unarfyrirtækjum. Í hvorugu tilviki þarf ríkissjóður að leggja neitt út heldur aðeins að endurgreiða hluta af þeim tekjum sem annars hefðu ekki komið í kassann. Hér er því um svokallað jákvætt tekjustreymi fyrir ríkissjóð að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu er reiknað með að áhrif þess verði strax talsverð en nái hámarki eftir þrjú ár. Þá megi gera ráð fyrir að fjárfesting í nýsköpun tengdri þess- um aðgerðum nemi um 10 millj- örðum á ári. Algengur fjárfest- ingarkostnaður við hvert starf í sprotafyrirtæki er á bilinu hálf til ein milljón króna. Ef við gerum ráð fyrir hærri mörkunum til að vera ekki sökuð um óraunsæi og reikn- um með að aðeins helmingurinn af fullum áhrifum skili sér á fyrsta árinu má samt sem áður gera ráð fyrir því að um 5.000 ný störf verði til á næsta ári fyrir tilstuðlan þessa mikilvæga frumvarps. Á næstu árum mun þeim enn fjölga. Það er ástæða til að undirstrika að hér er ekki um þröngan hóp fyrirtækja að ræða heldur styður frumvarpið við nýsköpun í öllum geirum atvinnulífsins. Auk tækni- greinanna eru miklar vonir bundn- ar við nýsköpun í ferðaþjónustu, landbúnaði, sjávarútvegi, mat- vælageiranum og hinum svokölluðu skapandi greinum. Hér er því um að ræða þúsundir nýrra starfa í öllum greinum atvinnulífsins, hringinn í kringum landið, fyrir fólk með alls konar menntun og reynslu. Þrátt fyrir kreppuna vinnur margt með framleiðslu- og útflutn- ingsgreinum þessi misserin. Nú þarf að draga fram það fjármagn sem til er í landinu og leggja það í arðbær verkefni sem búa til eins mikil verðmæti og eins mörg ný störf og hægt er. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Í næstu grein verður fjallað um nokkra geira „nýja atvinnulífsins“ sem ástæða er til að binda miklar vonir við. Höfundur er 1. varaborgar- fulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi. Fimm þúsund ný störf með nýsköpun UMRÆÐAN Fanný Gunnarsdóttir skrifar um dagfor- eldra Da g for eld r a r í Reykjavík bjóða foreldrum yngstu borg- aranna upp á raunhæf- an valkost, daggæslu í öruggu umhverfi. M a rg i r foreld ra r sjá dvöl hjá dagfor- eldri sem heimilislega og mjúka aðlögun ungbarna að dagvistar- kerfi borgarinnar. Það er yfirlýst stefna leikskólaráðs að styrkja og efla dagforeldra í starfi og standa vörð um dagforeldra sem raun- hæfan valkost þegar kemur að því að velja dagvistun fyrir yngstu börnin í borginni. Tæplega 170 dagforeldrar starfa í borginni og sinna sínu starfi af kostgæfni, og hjá þeim dvelja tæplega 600 börn. Þeir hafa sótt sérstök nám- skeið, starfa eftir útgefinni reglu- gerð frá félagsmálaráðuneyti og hafa viðurkennt starfsleyfi. Sér- stakt eftirlit er með störfum dag- foreldra í Reykjavík og á það að tryggja sem besta þjónustu og öryggi barnanna. Einnig starfa á þjónustumiðstöðvum borgar- innar daggæsluráðgjafar sem eru bæði dagforeldrum og for- eldrum til aðstoðar og ráðgjaf- ar. Skráning barna hjá dagfor- eldrum fer jöfnum höndum fram í gegnum daggæsluráðgjafana og beint án milliliða hjá dagforeldr- um. Upplýsingar um dagforeldra í Reykjavík er því bæði hægt að nálgast á heimasíðu Leikskóla- sviðs og á síðu félags dagfor- eldra sem vistuð er á barnaland. is en margir dagforeldrar halda úti eigin heimasíðu. Stefnt er að því að í framtíðinni verði hægt að skrá og velja dagforeldra í gegn- um rafræna Reykjavík á svipað- an hátt og þegar börn eru skráð á leikskóla. Mikil ánægja foreldra Dagforeldrar búa yfir mikilli dýrmætri reynslu af umönnun ungra barna. Foreldrar og ung börn hér í Reykjavík eru heppin að hafa val um mjög færa dagfor- eldra með langa starfsreynslu. Í reglulegum könnunum sem Leik- skólasvið leggur fyrir foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram mikil ánægja með þjónust- una og eru þá sérstaklega nefnd persónuleg tengsl og heimilislegt umhverfi. Í síðustu könnun, sem framkvæmd var haustið 2008, svöruðu yfir 90% foreldranna því til að þau væru mjög eða frekar ánægð með þjónustuna sem dag- foreldrarnir veita. Einnig kom fram í könnuninni að flestir foreldrar fengu upplýsingar um dagforeldrið hjá vinum eða fjölskyldu. Gott orðspor dagforeldris gengur því mann frá manni. Í könnun sem lögð var fyrir dagfor- eldra sumarið 2008 sést að þeir eru ánægð- ir með þá þjónustu sem leikskólasvið veitir og með það eftirlitskerfi sem er við lýði. Breyttar aðstæður Nú um stundir er ekki hægt að horfa framhjá því að atvinnuástand hefur breyst í borgininni, leikskólar eru nú full- mannaðir og fullnýttir og geta því tekið inn aukinn fjölda yngri barna. Auk þess hafa foreldrar kosið að nýta sér þjónustutrygg- ingu sem foreldrum ungra barna hefur staðið til boða. Breytt ástand hefur óneitanlega haft þau áhrif að þeim börnum hefur fækkað sem njóta þjónustu dag- foreldra og fækkað hefur í hópi dagforeldra. Því verða dagfor- eldrar að skerpa ásýnd sína og sérstöðu. Allt frá upphafi þessa kjör- tímabils hefur verið starfandi sérstakur stýrihópur um starfs- umhverfi dagforeldra en málefni þeirra falla undir verksvið leik- skólaráðs. Í vinnuhópnum eiga m.a. sæti pólitískir fulltrúar til- nefndir af leikskólaráði og full- trúar dagforeldra, auk starfs- fólks frá Leikskólasviði. Unnið hefur verið að gerð samnings eða ramma um störf dagforeldra í borginni sem á bæði að skýra og skerpa starfshætti þeirra og styðja við faglegt starf. Jafn- framt er komið til móts við ýmsar óskir dagforeldra hvað varðar starfsumhverfi þeirra. Það er eðlilegt verklag að utan um eins stórt og kostnaðarsamt kerfi og dagforeldrakerfið í Reykjavík er séu formlegar verklagsreglur, en á síðasta ári greiddi borgin rúm- lega 400 milljónir í niðurgreiðsl- ur. Nú er borgarlögmaður að yfir- fara fyrirliggjandi samning en þegar þeirri vinnu er lokið sér fyrir endann á vinnu hópsins og er það vel. Við gerð væntanlegrar fjárhagsáætlunar og starfsáætl- unar fyrir næsta ár er kappkost- að að verja störf dagforeldra og það er trú okkar og von að vænt- anlegur samningur á milli dag- foreldra og borgarinnar verði eitt lóð á þá vogarskál. Reynum að tryggja að þrátt fyrir tíma- bundnar þrengingar og atvinnu- leysi geti dagforeldrar boðið upp á örugga og öfluga þjónustu. Höfundur er varaformaður leik- skólaráðs og formaður stýrihóps um málefni dagforeldra. Mikilvægur hlekkur í keðjunni FANNÝ GUNNARSDÓTTIR DOFRI HERMANNSSON UMRÆÐAN Guðmundur Magnússon, Helga Guðjónsdóttir og Ólaf- ur Rafnsson skrifa um Lottó Íslensk getspá hefur verið starf-rækt í 23 ár eða frá árinu 1986. Byggir starfsemin á lögum frá Alþingi um rekstur happdrætta. Íslenska þjóðin og Íslensk getspá hafa átt ánægjulega samferð í allan þennan tíma. Eiður Guðnason fyrr- verandi alþingismaður ritar grein í Fréttablaðið 2. desember sl. undir heitinu „Lítið eitt um Lottó“. Það er ekki lítið sem fram kemur í grein Eiðs. Greinin ber þess merki að höf- undur gengur erinda þeirra sem hafa nokkrum sinnum á undanförn- um árum á vettvangi fjölmiðlanna ritað greinar þar sem krafist hefur verið aðgangs að ágóða Íslenskrar getspár. Í grein Eiðs er mikið um eyður og fullyrðingar sem byggð- ar eru á misskilningi. Í grein sinni rifjar Eiður upp, greinilega ósátt- ur, tilurð lottósins með lagasetning- unni á Alþingi. Þá fullyrðir Eiður að Íslensk getspá sé ein afkastamesta peningamaskína sem gangsett hafi verið á Íslandi. Eiður telur að hagn- aðurinn af Lottóinu eigi ekki að fara í að greiða ofurlaun íþróttamanna og byggja mannvirki í miðbæ Reykja- víkur. Í lokin hnykkir greinarhöf- undur á áherslu þess að nú þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Væntanlega fyrir önnur samtök og hópa. Í til- efni þessara skrifa vilja undirrit- aðir taka eftirfarandi fram: Eign- araðilar Íslenskrar getspár hafa staðið fyrir og standa fyrir gríð- arlega mikilvægri samfélagslegri starfsemi. Öryrkjabandalag Íslands er óumdeildur málsvari öryrkja í landinu en kjör þess hóps eru afar viðkvæm, sérstaklega nú um stund- ir, og hlutskipti þeirra ekki eftir- sóknarvert. Íþrótta- og ungmenna- félagshreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi með um 200.000 félagsmenn, stærstu barna- og unglingahreyfingu lands- ins. Fjármagn frá Íslenskri getspá hefur verið kjölfestan í starfi þess- ara hreyfinga, starfi fjöldans. Alveg eins og arður af starfsemi Happ- drættis Háskólans rennur til upp- byggingar HÍ. Arður af starfsemi Íslandsspila stendur undir starfi Rauða kross Íslands, Landsbjargar og SÁÁ. Arður Happdrættis DAS til Hrafnistu og sjómannasamtaka og arður SÍBS er hornsteinn að starfi Reykjalundar. Allt eru þetta sam- tök sjálfboðaliða, menningar, gras- rótarstarfs og menntunar. Stoðir íslensks samfélags. Íslenska þjóðin hefur svo sann- arlega stutt við bakið á Íslenskri getspá og þar með stutt íþrótta- hreyfinguna og Öryrkjabandalag- ið. Tugþúsundir íslendinga hafa fengið vinninga í Lottóinu. Dylgjur Eiðs um ofurlaun íþróttamanna og byggingamál eru ekki svara verð- ar og dæma sig sjálfar. Íslensk get- spá sendir árlega upplýsingar um starfsemi sína til dóms- og mann- réttindaráðuneytisins, svo og til Hagstofu Íslands. Nú þegar árar illa í íslensku þjóð- félagi eftir fáheyrðar efnahagsleg- ar hamfarir og vantraust er mikið í samfélaginu verður okkur tíðrætt um nauðsyn uppgjörs, uppstokkun- ar og endurreisnar í íslensku sam- félagi. Sú uppstokkun og endurreisn má þó aldrei skerða þá mikilvægu og viðkvæmu samfélagslegu starf- semi og tilvist sem fyrir er í fjölda- samtökum á Íslandi. Guðmundur Magnússon er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Helga Guðjónsdótt- ir er formaður Ungmennafélags Íslands. Ólafur Rafnsson er for- seti Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands. Mikið um eyður 3.590kr.Verð frá Nike jólagjöfin í ár Bolir 7.290kr.Verð frá Buxur 10.990kr.Verð frá Peysur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.