Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 08.12.2009, Síða 12
12 8. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR GRIKKLAND, AP Nokkur þúsund ung- menni hafa safnast saman í mið- borg Aþenu tvo daga í röð til að minnast óeirðanna fyrir ári, sem hófust eftir að unglingspiltur féll fyrir skoti úr byssu lögreglu- þjóns. Sumir mótmælendurnir hafa kastað grjóti í lögregluna, sem hefur svarað með því að beita tára- gasi. Brotnar hafa verið rúður í bönkum og kveikt í ruslatunnum úti á götu. Lögreglan segir að á sunnudag- inn hafi sextán lögreglumenn og fimm mótmælendur særst í átök- unum, sem stóðu langt fram á nótt. Hundruð manna hafa verið handteknir, bæði í Aþenu og í Þes- saloniku, þar sem einnig brutust út óeirðir. Einnig hafa orðið átök mót- mælenda og lögreglu í borgunum Patras og Ioannina. Á sunnudaginn var ár liðið frá því að hinn fimmtán ára gamli Alexis Grigoropolous lét lífið. Rétt- arhöld yfir tveimur lögregluþjón- um hefjast 20. janúar næstkom- andi vegna láts drengsins. Annar þeirra er ákærður fyrir morð, hinn fyrir morðtilraun. Tveggja vikna óeirðir brutust út í kjölfar þessa atviks. Þær óeirðir voru þær verstu sem orðið hafa í landinu áratugum saman. - gb Þúsundir ungmenna mótmæla í borgum víða um Grikkland: Hundruð manna handtekin í Grikklandi ÓEIRÐIR Í AÞENU Lögreglan hefur beitt táragasi á mótmælendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SOVÉSK STYTTA ENDURNÝJUÐ Þessi fræga 25 metra háa sovéska stytta var nýverið hreinsuð og lagfærð og er komin aftur til sýnis í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP Komdu í heimsóknMán til mið 10–18.30, fi m 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is Gjafakort Kringlunnar Pakkar sem gleðja frá hvirfl i ofan í tá, gjafakort Kringlunnar útvegar þá. Fáðu upplýsingar í síma 517 9000 eða á gjafakort@kringlan.is Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. Forráðamenn stjórnmálasamtaka og frambjóðendur á vegum þeirrra athugið Frestur til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um móttekin fjárframlög fyrri ára er til 10. desember nk. Allar nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.rikisend.is. VIÐSKIPTI Athafnamaðurinn Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við verslunina Sautján, hefur bæst í eigendahóp Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins. Að sögn Óskars Magnússonar, útgáfustjóra Árvakurs og stjórnarformanns, má segja að Bolli komi inn í eig- endahópinn í stað Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. Óskar Magnússon, sem fór fyrir kaupum hlutafélagsins Þórsmerk- ur á Árvakri á fyrri hluta þessa árs, kveðst ekki í stöðu til að gefa nákvæmlega upp eigendaskipt- ingu útgáfufélagsins. „Við höfum ekki gefið hana upp. Þetta er inni í Þórsmörk og kannski ekki allt saman alveg frágengið,“ segir hann. Stærstu hluthafarnir séu hins vegar hann sjálfur, Sam- herji og Guðbjörg Matthíasdóttir í Ísfélagi Vestmannaeyja. Saman séu þau með rúman helmingshlut. Aðrir hluthafar sem orðaðir hafa verið við útgáfufélag Morg- unblaðsins eru Páll H. Pálsson, forstjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, Gunnar B. Dungal, fyrrum eigandi Pennans, og Þor- geir Baldursson, forstjóri Kvosar, eignarhaldsfélags prentsmiðjunnar Odda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þurfa eigendur Árvak- urs á fyrsta fjórðungi næsta árs að hefja greiðslur af um 2,4 millj- arða króna láni frá Íslandsbanka sem þeim var veitt í tengslum við kaupin á útgáfufélaginu snemma á þessu ári. Við kaupin lögðu nýju hluthafarnir jafnframt um 500 milljónir króna í reksturinn. „Við vinnum hér eftir þeim áætl- unum sem við gerðum um kaupin og ég er bjartsýnn á að þær gangi eftir,“ segir Óskar, en kveðst um leið ekki vilja tjá sig nánar um reksturinn eða fjármögnun hans. Því sé þó ekki að neita að fjöl- miðlarekstur og ekki síður rekst- ur dagblaða sé þungur um þessar mundir. Heildarskuldir Árvakurs námu samkvæmt ársreikningi tæpum 5,9 milljörðum króna um síðustu ára- mót og eiginfjárstaða var neikvæð um rúma tvo milljarða króna. Tap ársins 2008 nam tæpum 2,9 milljörðum króna. Við söluna á útgáfufélaginu til Þórsmerkur töpuðu fyrri hlut- hafar öllum eignarhlut sínum, en afskrifaðir voru um 2,9 milljarðar króna. olikr@frettabladid.is Í HÁDEGISMÓUM Salan á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í febrúar var með fyrstu stóru fyrirtækjasölum íslenskra banka eftir hrunið í fyrra. Tap af rekstri Árvakurs fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 557 milljónum króna á síðasta ári. Samtals nam tapið tæplega 2,9 milljörðum króna. Tap á hverja krónu hlutafjár nam 8,5 krónum. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Bolli í Sautján með í kaupum á Árvakri Smávægilegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Þórsmerkur sem keypti Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, af Íslandsbanka í mars síðastliðnum. Greiðsla á 2,4 milljarða króna láni vegna kaupanna hefst á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.