Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 10

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 10
10 19. desember 2009 LAUGARDAGUR ILL MEÐFERÐ Á MOSKU Morgun einn í vikunni beið múslima, sem sækja mosku í bænum Castres í Frakklandi, þessi ófagra sjón: í skjóli nætur höfðu skemmdarvargar málað á hurðina hakakross og hengt á hana bæði svínseyru og svínsfætur. NORDICPHOTOS/AFP · Stór snertiskjár · 5MP myndavél · Tónlistaspilari · Spilar Divx kvikmyndir · Styður 3G háhraðanet Þinn fyrsti LG Glæsilegur farsími með snertiskjá Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki F í t o n / S Í A Við bjóðum nákvæmlega jafn margar tegundir af debetkortum og fólk þarf. Eina. Sigríður Einarsdóttir, þjónustustjóri PÓLLAND, AP Yfirskriftin alræmda „Arbeit macht frei“, eða „Vinnan gerir yður frjáls“, hvarf af hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi í fyrrinótt. Í gegnum þetta hlið smöluðu þýskir nasist- ar fórnarlömbum sínum, sem flest létu lífið í búðunum eftir að hafa mátt þola þrælkun og harðræði af verstu gerð. Skiltið er fimm metra langt, gert úr járni og vegur fjörutíu kíló. Svo virðist sem því hafi verið stolið á milli klukkan 3.30 og 5 í fyrrinótt. Af fótsporum í snjónum má ráða að þrír menn hafi verið að verki. Þeir hafi borið skiltið þrjú hundruð metra leið út að girðingu, farið í gegnum gat á henni og ekið þaðan á brott með bifreið sem beið eftir þeim. „Ef þeir eru prakkarar eru þetta sjúkir prakkarar, eða ein- hver með pólitísk markmið. En hver sem hefur gert þetta hefur vanvirt heimsminjar,“ segir Michael Schudrich, æðsti rabbíni Póllands. Hann segir hugsanlegt að nýnas- istar hafi stolið skiltinu, eða jafn- vel einhver sem ætli að selja það á svörtum markaði. „Það er til markaður fyrir allt.“ Áður hafa verið unnin skemmdar- verk í Auschwitz, en aldrei neitt í líkingu við þetta. Þýskir nasistar settu upp útrým- ingarbúðir í Auschwitz árið 1940 eftir að hafa hertekið Pólland. Meira en milljón manns voru myrt þar á stríðsárunum. - gb Spellvirki unnið á útrýmingarbúðunum í Auschwitz: Alræmdri yfirskrift stolið í skjóli nætur VINNAN GERIR YÐUR FRJÁLS Starfsmenn minjasafnsins í Auschwitz voru fljótir að setja upp nákvæma eftirlíkingu af skiltinu, sem gerð var þegar viðgerð fór fram fyrir nokkrum árum. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið NEYTENDUR Samkeppniseftirlitið sektaði Símann í gær um 150 millj- ónir króna vegna brota á skilyrð- um um bann við sölu á samþættri fjarskipta- og sjónvarpsþjón- ustu, auk þess sem fyrirtækið hafi raskað samkeppni frá minni keppinautum. „Ég hélt að þetta mál ætlaði engan endi að taka. Nú þarf ég að skoða niðurstöðuna og kanna hvort ég krefjist einhverra bóta,“ segir Magnús Soffaníasson, eig- andi fjarskiptafyrirtækisins TSC á Grundarfirði. Hann kærði Sím- ann vegna markaðsmisnotkunar í maí árið 2007. Magnús byggði upp háhraðanet á vestanverðu Snæfellsnesi óháð Símanum árið 2005 með það fyrir augum að gera íbúum þar kleift að sjá leiki í ensku knattspyrnunni sem Skjár einn sendi út. Aðeins var hægt að sjá útsendingu Skjás eins þá í gegnum ADSL-tengingu. Á sama tíma og Magnús var að byggja kerfið upp ákvað Síminn að byggja upp dreifikerfi sitt á sama svæði og bjóða upp á útsendingar Skjás eins. „Grunnur fyrirtækis okkar hvarf við þetta og öll mín fjárfest- ing komst í uppnám. Reksturinn hefur ekki staðið undir sér síðan þetta gerðist og hef ég keyrt fyrir- tækið áfram á lánsfé,“ segir Magn- ús og bendir á að hann hefði vel getað farið fram á gjaldþrot sökum slæmrar stöðu. Það hafi hann ekki viljað. - jab HÖFUÐSTÖÐVAR SÍMANS Rekstrargrund- völlur TSC á Grundarfirði hvarf þegar Síminn ákvað að byggja upp háhraðanet sitt þar fyrir þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Síminn kippti fótunum undan fjarskiptafyrirtæki á Snæfellsnesi árið 2007: Sektaður um 150 milljónir FÉLAGSMÁL Bið kjörforeldra eftir því að ættleiða öðru sinni styttist um sex mánuði með nýrri reglu- gerð dómsmálaráðherra. Kjörforeldrar geta nú lagt fram beiðni um forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum sex mán- uðum eftir heimkomu ættleidds barns, en þurftu áður að bíða í tólf mánuði. Þá er ekki lengur gerð krafa um að hafa lokið undirbúnings- námskeiði fyrir kjörforeldra áður en forsamþykki er veitt, hafi slíkt námskeið ekki verið haldið frá því sótt var um. Þá dugir að fara á fyrsta námskeið sem haldið er eftir að forsamþykki er veitt. - bj Reglugerð um ættleiðingar: Styttir bið eftir öðru barni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.