Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 28
19. desember 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Eiður Guðnason skrifar
um Lottó
Nýjasta framlag íþrótta-hreyfingarinnar til
umræðunnar um Lottó er
grein Harðar Þorsteins-
sonar, framkvæmdastjóra
Golfsambands Íslands, í
Fréttablaðinu 16. desem-
ber. Hörður segir réttilega að
Lottóhagnaðurinn sé opinbert fé.
Þessvegna beindi ég spurningum
til framkvæmdastjóra Íslenskrar
getspár, sem rekur Lottóið. Hann
kaus að svara ekki, heldur tal-
aði um fyrirspyrjanda sem „fólk
úti í bæ“, sem ekki væri skylt að
upplýsa um fjármál Lottósins.
Kannski framkvæmdastjóri GSÍ
skýri málið fyrir framkvæmda-
stjóra Íslenskrar getspár.
Hörður segir það ómerkilegt
að gefa í skyn að lottógróðinn
sé notaður til að greiða ofurlaun
og stunda brask. Hvaðan kemur
íþróttahreyfingunni þá fé til að
kaupa erlenda atvinnumenn í
íþróttum hingað til lands og hvað-
an koma UMFÍ fjármunir til stór-
byggingar í miðbænum (sem engin
þörf er á) þar sem átti meðal ann-
ars að reka hótel í samstarfi við
félag sem þá var undir stjórn eins
af forkólfum Framsóknar?
Þeirri spurningu Harðar
hvort ekki sé eðlilegt að endur-
skoða önnur einkaleyfi til rekst-
urs happdrætta og spilakassa
svara ég játandi. Mér finnst ekk-
ert sjálfgefið að Rauði krossinn
og Háskóli Íslands hafi tekjur af
rekstri spilakassa. Mér finnst það
raunar fremur óviðfelldið. Meiri
vafi finnst mér leika á hinum
hefðbundnu gömlu happ-
drættum. Þó er sjálfsagt
að endurskoða þetta allt
í heild. Engu fyrirkomu-
lagi af þessu tagi er ætlað
að standa til eilífðarn-
óns. Ég hef aðeins sagt
að tímabært sé að endur-
skoða núverandi einka-
leyfi og skiptingu hagn-
aðar. Jákvæð viðbrögð við
þessum skrifum hafa sýnt
mér, að ég er langt frá því að vera
einn um þá skoðun.
Varðandi fjármögnun starfsemi
íþrótta- og ungmennafélaga þá
ætti hún fyrst og fremst að koma
frá sveitarstjórnum og að hluta frá
íþróttaiðkendum. Þeir sem sækja
tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands greiða hluta af kostnaði við
reksturinn með miðakaupum.
Og að lokum: Hörður talar um
forvarnargildi íþrótta. Íþróttir
geta vissulega haft forvarnargildi,
ef rétt er á málum haldið. En vænt
þætti mér um ef Hörður útskýrði
fyrir mér og lesendum Frétta-
blaðsins forvarnargildið sem felst
í því gagnvart unglingum að hafa
áfengi á boðstólum í golfskálum,
þar sem fjöldi unglinga fer um.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Ekki linnir
Lottóskrifum
EIÐUR GUÐNASON
Engu fyrirkomulagi af þessu
tagi er ætlað að standa til
eilífðarnóns. Ég hef aðeins sagt
að tímabært sé að endurskoða
núverandi einkaleyfi og skipt-
ingu hagnaðar.
P09 06 228.ALI
M.001-P1 útg. 2
(30
09:08) - Prentað 30.11.2009 14:01
Í bókinni lýsir david lynch sköpunarferlinu;
hvernig hann „fiskar“ eftir hugmyndum
og hrindir þeim í framkvæmd. Jafnframt lýsir
hann þýðingu innhverfrar íhugunar fyrir líf
sitt og list. Fiskað í djúpinu er kærkomin bók
fyrir aðdáendur leikstjórans, skapandi fólk
og þá sem vilja bæta líf sitt með
innhverfri íhugun.
Útgefandi: íslenska íhugunarfélagið
www.ihugun.is
Fæst m.a.
í Máli og menningu,
verslunum Hagkaupa
og Bóksölu
stúdenta.
F i s k a ð í
d júp inu :
íhugun, vitund og
sköpunarkraftur
David
Lynch