Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 30
30 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Þ egar þetta er skrifað er loftslagsráðstefn- unni ekki lokið og ekki liggur fyrir niðurstaða. Svandís Svavarsdóttir segir að fyrir ráðstefn- una í Kaupmannahöfn hafi vonir manna staðið til að það næðist að samþykkja lagalega bindandi samn- ing um samdrátt útblásturs gróður- húsalofttegunda. Vonir höfðu reynd- ar dvínað um hríð, en vöknuðu aftur þegar fyrir lá hve margir þjóðarleið- togar ætluðu að sækja ráðstefnuna. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra sat seinni viku ráðstefnunnar. Hún segir að menn hafi gert sér mikl- ar vonir í aðdraganda hennar. Niður- staða liggi ekki fyrir en hvernig sem fari sé það mikilvægur áfangi að allir helstu þjóðarleiðtogar heims komi til Kaupmannahafnar til að ræða lofts- lagsbreytingarnar og aðgerðir til að snúa þróuninni við. Þar með sé stað- fest í pólitískri umræðu á heimsvísu að um gríðarlega aðkallandi viðfangs- efni sé að ræða sem þjóðir heimsins verði að horfast í augu við. Áherslur Íslands Svandís segir íslensku samninga- nefndina hafa staðið sig gríðarlega vel í öllum viðræðum. Vel hafi gengið að halda sjónarmiði Íslands á lofti og landið hafi sett mark sitt á lokatext- ann. Áherslur landsins liggja einkum í fjórum atriðum. Í fyrsta lagi náðist samkomulag við Evrópusambandið um að Ísland fengi aðild að losunarhömlum þess. Sambandið hefur boðist til að draga útblástur saman um tuttugu prósent árið 2020, miðað við árið 1990, og leggi önnur ríki meira af mörkum er sam- bandið til í að hækka þessa tölu í þrjá- tíu prósent. Allt er þetta háð því að samningar náist. Þetta er nokkur viðsnúningur fyrir Ísland, sem hingað til hefur samkvæmt íslenska undanþáguákvæðinu mátt auka útblástur sinn um tíu prósent miðað við 1990. Svandís segir atvinnu- lífið hins vegar ekki þurfa á íslenska ákvæðinu lengur að halda, þar sem árið 2013 taki ákvæði um losunarheim- ildir gildi. Nú muni fyrirtækin sitja við sama borð og evrópsk fyrirtæki og kaupa þær heimildir á markaði. Íslenska samninganefndin hefur í öðru lagi lagt áherslu á kynjajafnrétti. „Nú er hugtakið kynjajafnrétti, gender equality, komið inn í samningstextann á þremur stöðum og það fer ekki svo glatt þaðan. Það er mjög mikilvægt að það sé viðurkennt að við slíkum vanda sem að heiminum steðjar, líkt og nú, komi konur til jafns við karla að úrlausnum og úrbótum á öllum stig- um,“ segir Svandís. Hún tók einmitt á móti viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir Íslands hönd, fyrir áhersluna á kynjajafnrétti. Í þriðja lagi hefur nefndin lagt áherslu á að viðurkennt sé að endur- nýjanlegir orkugjafar séu leið til að draga úr losun. Ákvæði þar um er nú komið inn í tæknikafla samnings- ins. Svandís segir þetta opna á tæki- færi fyrir íslenska tækni í endurnýj- anlegum orkugjöfum. „Það er viðbúið að þróunarríkin, til dæmis, sæki í að koma sér upp slíkri tækni, enda er kveðið á um styrki til þess. Þannig gætu opnast atvinnutækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.“ Fjórða atriðið sem Íslendingar lögðu áherslu á er endurheimt votlendis. Þannig er nú ákvæði um það í text- anum að endurheimt votlendis sé leið til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og teljist því til samdráttar. Framræst votlendi losar gróðurhúsa- lofttegundir og endurheimt íslenskra mýra yrði því væntanlega hluti af íslensku loftslagsbókhaldi. Að auki má nefna að endurheimt votlendis mikil- væg fyrir íslenska náttúru og líffræði- legan fjölbreytileika. Ógnin raunveruleg Svandís segir mikla breytingu hafa orðið í viðhorfi til loftslagsmála og þau komi vel fram á ráðstefnunni. Samfélag þjóðanna sé því komið betur áleiðis á leið sinni að lausn og geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Fjöldi þjóðaleiðtoga á loftslagsráðstefnuna sýnir að öllum er ljós alvarleiki máls- ins og að grípa verið til ráðstafanna til að snúa þeirri þróun við. „Umræðan um hvort ógnin sé til staðar er liðin tíð. Hún er til staðar, það er bara spurning hvernig við mætum henni. Eins er það með þró- unarríkin; það átta sig allir á ábyrgð ríkari þjóðanna sem hafa óáreittar dælt gróðurhúsalofttegundum öldum saman út í andrúmsloftið. Ríku þjóð- irnar bera mesta ábyrgð, en þróunar- ríkin, sérstaklega þau stærri, verða einnig að taka þátt í samdráttarferlinu af fullum krafti.“ Allir þjóðarleiðtogar sem til máls tóku viðurkenndu ógnina og hvöttu til aðgerða. Barack Obama Banda- ríkjaforseti sagði ógnina til dæmis vera staðreynd, ekki hugarburð. Nú þyrfti mannkynið að finna lausnina í sameiningu. Íslensku fiskimiðin Fjöldi áfalla hefur dunið á íslensku atvinnulífu undanfarið, sem kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Undarlega hljótt hefur þó verið um niðurstöður vísindamanna sem nýlega voru birtar. Þær sýna bein tengsl á milli hlýnandi loftslags og súrnunar hafsins. Svandís segir þetta slæmar fréttir sem gætu haft veruleg áhrif á lífsskilyrði á Íslandi. „Gögnin sýna að mun meiri meng- un sest í sjóinn en nokkurn óraði fyrir. Koldíoxíð sem losað hefur verið í and- rúmsloftið sest í sjóinn og hefur áhrif á efnasamsetningu hans. Ég sat mál- stofu um sjávarmál hér og á henni voru vísindamenn, bæði frá norðlæg- um löndum og einnig frá Filippseyj- um og víðar, sammála um að ef ekk- ert yrði að gert yrðu höfin súrari árið 2050 en þau hafa verið í tugmilljón- ir ára. Þá gæti verið erfitt að snúa þróuninni við.“ En hvað þýðir súrari sjór? „Súrn- un sjávar hefur áhrif á lífríkið. Sýni- legasta birtingarmynd þess er eyð- ing kóralrifjanna, en þau eru hluti af vistkerfi sem sér um hálfum milljarði fólks fyrir fæðu. Staðreyndin er sú að súrnunin í kringum Ísland er tvöfalt hraðari en víðast annars staðar. Vísindamenn telja að þetta geti haft áhrif á kaldsjávarkóralla, skeldýr og ýmsar tegundir þörunga á komandi áratugum. Fyrir aldarlok getur hún haft veruleg áhrif á vistkerfi hafsins Enginn efast lengur um ógnina Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sat loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún segir menn kannski hafa verið óþarf- lega bjartsýna fyrir hana. Mikilvægt sé að missa ekki hreyfiaflið. Hún settist með Kolbeini Óttarssyni Proppé í ráðstefnuhöllinni. HVERT RÝMI NÝTT Erfitt var að finna rými til viðtals og umhverfisráðherra lét sig ekki muna um að tylla sér á ganginn með blaðamanni. MYND/HAFDÍS GÍSLADÓTTIR ÞINGHEIMUR ÁVARPAÐUR Umhverfisráðherra ávarpaði aðalsalinn aðfaranótt föstudagsins. Fyrr í vikunni hafði Svandís tekið við viðurkenningu fyrir Íslands hönd vegna jafnréttismála. MYND/HAFDÍS GÍSLADÓTTIR Svandís hélt ræðu á norrænu/afrísku málþingi um konur sem afl breytinga, sem haldið var á ráðstefnunni. Hér er brot úr ræðunni, í þýðingu Fréttablaðsins. „Það er okkar vissa að við verðum að samþætta kynjajafnrétti í allt okkar starf, ætli okkur að takast að bregðast við loftslagsbreytingum. Ísland telur nauðsynlegt að tryggt sé að konur komi að allri stefnumótun og ákvarðanatöku á öllum stigum. Virk þátttaka kvenna á öllum stigum er lykill að árangursríkum aðgerðum gegn loftslagbreytingum. Þó að loftslagsbreytingar snerti alla snerta þær ekki alla jafnt. Konur og karlar verða fyrir mismunandi áhrifum af breytingunum – þau búa við mismunandi félags-, efnahags- og umhverfislegan veruleika. Þau taka líka þátt á ólíkan máta. Loftslagsbreytingar koma verst niður á fátækum og illa settum konum. Breyting- arnar hafa áhrif á svið, sem eru venjulega tengd konum; heimilishald, landbúnað, að tryggja vatn og eldivið og svo framvegis. Þær þýða því aukið erfiði fyrir konur. Því verður að taka tillit til þarfa kvenna og áhyggja þegar bregðast á við loftslagsbreytingum – og hver er betur til þess fallinn en þær sjálfar?“ KYNJAJAFNRÉTTI í heild og þar með talin íslensk fiski- mið. Við höfum því engan tíma til að bíða, það þarf aðgerðir strax.“ Svandís nefnir annað dæmi um áhrif hlýnunar jarðar á Íslandi, jöklana. Þeir hafi bráðnað mun meira en menn héldu og verði ekkert að gert hverfi þeir að mestu á næstu 150 árum. Bráðnunin hefur áhrif á vist- kerfi, vatnafar og strandlínuna, svo dæmi sé tekið. Bjartsýn Þrátt fyrir að ráðstefnan í Kaup- mannahöfn hafi valdið vonbrigðum er Svandís engu að síður bjartsýn. Hún segir ráðstefnuna sýna að loftslagsmál séu tekin alvarlega. Enn sé tími til að ná alþjóðlegum samningi. „Kyoto-bókunin rennur ekki út fyrr en í árslok 2012 og við höfum svig- rúm til að komast að nýrri niðurstöðu. Mögulega var markið sett of hátt fyrir þessa ráðstefnu. Pólitísk yfirlýs- ing og ákvörðun um áframhaldandi vinnu er ekki eins bitastæð og laga- lega bindandi samningur. Hún gefur hins vegar tilefni til bjartsýni, sé ekk- ert slakað á og rétt haldið á málum.“ Rétt er að ítreka að niðurstaðan var ekki ljós fyrir þegar Fréttablaðið hitti ráðherrann. Vissulega eru von- brigði að hér náðist ekki lagalega bindandi samningur. En hér náð- ist ýmislegt fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.