Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 46

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 46
46 19. desember 2009 LAUGARDAGUR AFRÍKA NAMIBÍA WINDHOEK Lüderitz Wavis Bay Usakos Oshakati Reynsla Íslendinga af sjávarútvegi varð kveikjan að því að stjórnvöld í Nam- ibíu báðu Íslendinga um aðstoð við hafrannsóknir um leið og landið fékk sjálfstæði árið 1990. Megináhersla Þróunarsamvinnu allt til ársins 2004 var lögð á sjávarútveginn og obbinn af því fé sem rann frá Íslandi til þró- unarmála í Namibíu fór í þann geira. Íslenskir fiskifræðingar voru fyrstir til að starfa á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar í Namibíu. Þeir unnu að rannsóknum á fiskistofnum úti fyrir ströndum landsins, sem fram að þeim tíma höfðu lítið verið rannsak- aðir. Þróunarsamvinnan fyrstu árin snerist einnig um að byggja upp kerfi í kringum sjávarútveginn í landinu. Namibía stóð á fyrstu árum sjálfstæðisins í landhelgisbaráttu þótt hún hafi verið háð með talsvert öðrum hætti en sú íslenska. Landið lýsti yfir 200 sjómílna landhelgi, en átti erfitt með að verja hana, enda lítið fé til fyrir varðskip eða eftirlit. Norðmenn komu Namibíumönnum til aðstoðar, og sendu þyrlur hlaðnar vopnuðum mönnum til móts við landhelgisbrjóta. Eftir að sex eða sjö skip höfðu verið gerð upptæk fyrir landhelgisbrot yfirgáfu skip annarra þjóða snarlega landhelgina. Namibíumenn hafa í gegnum tíð- ina lítið stundað sjósókn. Meðfram strandlengju landsins er eyðimörk langt inn í land. Þessi hluti Namib- eyðimerkurinnar sem landið dregur nafn sitt af er kölluð Beinagrinda- ströndin, enda svo til útilokað að sjófarendur fyrr á tímum sem skolaði þar á land lifðu af. Árið 1994 fór Þróunarsamvinnu- stofnun að senda sérfræðinga til að kenna í sjómannaskóla í strandbæn- um Walvis Bay til að kenna verðandi skipstjórum og vélstjórum til verka. Vilhjálmur dregur ekki dul á að á tímabili hafi verkefnið verið talið fremur illa heppnað. Fram til ársins 2001 óttuðust menn að drægju Íslendingar sig út úr rekstri skólans yrði honum lokað og ekkert myndi standa eftir. Um mitt ár 2000 sendi Þróunar- samvinnustofnun aðstoðarskóla- stjóra Stýrimannaskólans til að koma skikki á skólann. Ákveðið var að breyta áherslum verulega, sjá til þess að ráðnir yrðu heimamenn í kennarastöður, og að þeir fengju viðunandi menntun. Uppbyggingin gekk mun betur eftir það, og síðasti íslenski kennarinn við skólann kom heim aftur árið 2006. Formlegum afskiptum Þróunarsam- vinnustofnunar af skólanum lauk ári síðar, og stendur skólinn styrkum fótum enn í dag. „Þarna skiljum við eftir okkur eitthvað sem er mun betra en það var í upphafi. Ég held að við getum verið stolt af þessum skóla,“ segir Vilhjálmur. „Það gekk vissulega á ýmsu, og það komu tímabil þar sem mönnum leist ekkert á það sem var að gerast. En eftir að við komum skikki á starfsemina fóru hlutirnir að batna, og við fórum að vita betur hvað við vorum að gera, og hvernig átti að gera það.“ SJÓMANNASKÓLINN STÆRSTA VERKEFNIÐ Stærsta félagslega verkefnið sem Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að í Namibíu tengist menntun heyrn- arlausra og kennara sem starfa með þeim. Verkefnið hófst eftir beiðni frá stjórnvöldum í Namibíu um aðstoð við menntun fatlaðra árið 2005. Áætluð verkefnislok eru í lok næsta árs. Í upphafi var ákveðið að styðja og styrkja skóla fyrir heyrnarlaus börn í höfuðborginni Windhoek, en fljótlega bættist við annar svipaður skóli norð- arlega í landinu. Talið er að um 20 þúsund heyrn- arlausir séu í Namibíu, þar af um sex þúsund börn á skólaaldri. Í skólum fyrir heyrnarlausa eru um 500 börn, og því ríflega níu af hverjum tíu sem ekki fá neina menntun. Sérfræðingur sem kynnti sér aðstæður í Namib- íu mat það svo að stjórnvöld væru um þrjátíu árum á eftir íslenskum stjórnvöldum hvað viðkom menntun heyrnarlausra. Þróunarsamvinnustofnun fékk sérfræðinga til að ráðleggja stjórn- völdum í Namibíu hvernig best væri að standa að uppbyggingu skólakerfis þar sem gert væri ráð fyrir heyrnar- lausum nemendum. Þá hefur verið unnið markvisst að þjálfun kennara fyrir heyrnarlaus börn, aðallega með táknmálskennslu, og bygging á nýjum skólastofum kostuð. Verkefnið hefur undið talsvert upp á sig, og auk skólanna tveggja sem lagt var upp með að styrkja í upphafi hefur Þróunarsamvinnustofnun stutt við minni skóla sem hafa tekið við heyrnarlausum börnum án þess endilega að hafa þekkingu á því hvernig best er að kenna heyrnarlaus- um börnum. Stærsti hluti verkefnisins hefur engu að síður verið að þjálfa fólk til að kenna táknmál, og kenna táknmálstúlkun. Í Namibíu geta nemendur lokið grunnskóla og framhaldsskóla á sam- tals tólf árum. Í lok tíunda ársins er próf sem nemendur þurfa að standast til að fá að halda áfram námi. Fyrstu nemendurnir úr skóla sem Þróunarsamvinnustofnun hefur stutt við stóðust prófin í tíunda bekk fyrir tveimur árum, fyrstir heyrnarlausra nemenda í landinu. Þeir eru nú á tólfta og síðasta ári. Nái þeir lokaprófi eiga þeir samkvæmt namibískum lögum rétt á að fara í háskóla, og geta því haldið áfram að brjóta blað í sögu heyrnarlausra í landinu. Vilhjálmur segir þennan árangur nemendanna sýna svart á hvítu hversu miklu framlag Íslands hafi þegar skipt fyrir heyrnarlausa í Namibíu. Ekki síst sé mikilvægt fyrir heyrnarlaus börn að hafa fyrirmyndir sem sýna að hægt er að mennta sig þrátt fyrir heyrnarleysið. „Táknmálsverkefnið hefur snertifleti á mjög mörgum stöðum. Fólk sem hefur hlotið þjálfun fer aftur í sinn heimabæ og fer að kenna heyrnar- lausum. Svo þó við séum ekki beint að vinna að þessu verkefni inni í hér- uðunum hefur þetta áhrif mjög víða,“ segir Vilhjálmur. Hann segir þetta gott dæmi um verkefni þar sem hægt sé að ná góðum árangri með íslenskri þróun- araðstoð. Verkefnið sé vissulega ekki í sama skala og eyðniverkefni stórvelda á borð við Bandaríkin, en það hafi breytt mjög miklu fyrir afmarkaðan hóp. HEYRNARLAUS BÖRN Á ÓTROÐNUM SLÓÐUM Í NAMIBÍSKA SKÓLAKERFINU Áhugi á fyrsta félagslega verkefninu sem Þróunar- samvinnustofnun kom að í Namibíu kviknaði meðal íslenskra maka starfsmanna stofnunarinnar sem unnu að sjáv- arútvegsverkefnum. Erfitt var að fá atvinnuleyfi, og því nægur tími til að sinna sjálfboðavinnu af ýmsu tagi. Íslendingar ýmist stofnuðu félagsmiðstöðvar, eða komu að miðstöðvum sem þegar voru starfandi, í þremur stærstu strandbæjunum í Namibíu strax á fyrstu árum starfsemi Þró- unarsamvinnustofnunar í landinu. Þeir hvöttu stofnunina til að koma með formlegum hætti að verkefninu, og úr varð að stutt var við miðstöðvarnar í tæpa tvo áratugi. Í félagsmiðstöðvunum var einkum unnið með konum og börnum, og boðið upp á kennslu í lestri, skrift og ensku, kennt að prjóna og sauma og fleira. Síðar bættust við leikskólar, þar af einn í bæ sem ekki var með félagsmiðstöð fyrir. Vilhjálmur segir að margt gott hafi unnist með þessum miðstöðvum, en mögulega hafi verið farið fram af meira kappi en forsjá í upphafi. Þannig hafi lítil áhersla verið lögð á að skipuleggja verkefnið fyrirfram, markmiðin hafi verið óljós, sem og sá tímarammi sem því hafi verið ætlaður. Vonir hafi staðið til þess að hægt væri að reka miðstöðvarnar á sjálfsaflafé, en ekki hugsað um að slíkt gangi ekki á Íslandi, hvað þá í fátækum hverfum í Namibíu. Úr varð að illa gekk að koma félagsmiðstöðvunum í hendur heimamanna, og tókst í raun ekki fyrr en á yfirstandandi ári að finna sjóð sem gat styrkt starfsemina í stað Þróunarsamvinnu- stofnunar. Þrátt fyrir að upphaf þessa fyrsta félagslega verkefnis stofn- unarinnar í Namibíu hafi verið óformlegt, og margt hefði mátt fara betur, segir Vilhjálmur margt gott hafa orðið til vegna þessa verkefnis. „Við lærðum heilmikið af þessu. Ef við hefð- um vitað þá það sem við vitum í dag hefðum við gert hlutina öðruvísi, það er ekki spurning. En þarna situr þó eftir þekking og kunnátta hjá Namibíumönnum sem þeir tapa ekki.“ LÆRDÓMSRÍKT FÉLAGSLEGT VERKEFNI Á árunum 2003 og 2004 var farið að ræða það innan Þróunarsamvinnustofnunar að draga úr stuðningi við sjávarútveg í Namibíu, og snúa sér frekar að félagslegum verkefnum með minnihlutahópum. Fyrir valinu varð að hjálpa fólki af Himba- ættbálkinum að koma upp færanlegum leikskólum. Himba-fólkið eru hirðingjar sem flytjast milli svæða með nautgripi eftir því sem þarf til að komast í góða beitarhaga nærri vatni. Keyptir voru fjórir færanlegir leikskólar, auk útbúnaðar, og í framhaldinu óskuðu Himbarnir eftir aðstoð við að bora brunna, enda landsvæði þeirra afar þurrt mestan hluta ársins. „Þegar við heimsóttum leikskólana sáum við að þar var grautur soðinn upp úr óhreinu brúnu vatni sem var hreinlega ekki boð- legt, tekið úr tjörnum sem nautgripir nýta. Við sáum að þetta var vandamál,“ segir Vilhjálmur. Ákveðið var að leggja fé í fjögurra ára verkefni þar sem bora átti 33 brunna á svæði Himba í norðvestur hluta landsins. Byrjað var að bora árið 2007, og á verkefninu að ljúka á næsta ári. Starfsmenn vatnsmálaráðuneytis Namibíu framkvæma, en Þróunarsamvinnu- stofnun borgar. Þrátt fyrir efnahagshrunið hér á landi haustið 2008 var ákveðið að halda verkefn- inu áfram út árið 2010 eins og áformað var í upphafi. Kostnaður við þá brunna sem eftir voru hafði þá um það bil tvöfaldast vegna gengishruns krónunnar. Vilhjálmur segir árangurinn af þessu verkefni góðan, en erfitt sé að átta sig á því hversu margir Himbar nýti hvern brunn þar sem þeir færi sig reglulega úr stað. Aug- ljóslega njóti þó einhver þúsund þess, eftir aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar, að hafa aðgengi að hreinu vatni. Brunnarnir munu að auki veita fólkinu einhverja vörn gegn reglulegum kólerufaröldrum, sem blossa upp þegar flóð menga vatnsból. LEIKSKÓLAR OG VATN FYRIR HIMBA BRUNNUR Vilhjálmur Wiium fylgist með hvernig vatni úr brunni er dælt í tanka, en dælan er knúin áfram með sólarorku. MYND/GSAL SKÓLABÖRN Áætlað er að í Namibíu séu um sex þúsund heyrnarlaus börn á skóla- aldri, en aðeins um 500 eiga kost á skólavist. MYND/GSAL 1 2 3 4 Katima Malilo Rundu Swakopmund Enana BOTSWANA S-AFRÍKA ANGOLA 2 1 2 4 2 1 4 4 4 4 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.