Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 48
48 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Á ður en bankarnir hrundu og Ísland varð að brandara í alþjóðlegu til- liti, gekk hér ýmiss konar vitl- eysa yfir. Femínistar voru hressir og hleyptu öllu í bál og brand með afdráttarlausum yfirlýsingnum og aðgerðum, dýr og menn fóru á kostum, Skjár einn dældi hverri snilldinni af annarri yfir okkur og þjóðin skiptist ítrekað í tvo hópa yfir nýjasta ruglinu. Það verður ekki skafið af okkur að við erum dálítið rugluð og ringluð og vorum það löngu fyrir hrun. Rugl áratugarins Nú þegar áratugurinn er að líða er ekki úr vegi að beina sjónum að mesta ruglinu sem á okkur langþreyttum mörlöndum hefur dunið. Dr. Gunni kíkti í ruglhauginn, en sleppti því alveg að skoða bankahrunið og kreppuna og allt það yfirgengilega rugl sem við erum stödd í miðjunni á akkúrat núna. Ron og Guðrún Útlifaða klámleikaranum Ron Jeremy var dröslað til landsins 2002 í tengslum við sýningu á heimildar- mynd um líf hans og störf. Ron fór á milli fjölmiðla með þreytta frasa, sem fólki fannst nokk- uð fyndnir – öllum nema Guðrúnu Gunn- arsdóttur, sem neitaði að taka viðtal við karlinn fyrir Stöð 2, en þar vann hún á þessum tíma. Guðrún vakti mikla athygli með framgöngu sinni og var ýmist kölluð gamaldags tepra eða hetja sem spyrnti gegn klám- væðingunni. Guð- rúnu var að lokum veitt viðurkenn- ing fyrir framgöng- una. Keiko fellur frá Það var mikið sjónar- spil þegar háhyrningur- inn Keikó kom til Íslands í amerískri herþotu í sept- ember 1998. Sýnt var beint frá þessum heimssögulega atburði, enda var talið að ferðamannaiðnaðurinn í Vestmannaeyjum myndi blómstra. Bjartsýnir sáu fyrir sér margra hæða risa- hótel og fullt af túristum komnum til að glápa á Keikó. Eitthvað minna varð úr þessum hugmyndum en til stóð og Keikó hékk ein- mana í kví sinni. Reynt var að gera hvalinn „villtan“ á ný en allt kom fyrir ekki og Keikó lést úr lungnasjúk- dómi 12. desember 2003. Ógeðslega íbúðin hans Ásgeirs Óvenju hreinskilið samtal tísku- frömuðarins Arnars Gauta og smekkmannsins Ásgeirs Kolbeins fór fyrir brjóstið á mörgum. Arnar var að heimsækja Ásgeir í nýja íbúð í þættinum Innlit/útlit á Skjá einum. Þótt útsýnið væri „helvíti fínt“ var flest annað ógeðslegt og klósettið svo mikill viðbjóður að Ásgeir gat ekki einu sinni pissað í það. Áhorf- endur, sem sáu ekki annað en ágætis snyrtilega íbúð á myndun- um, klóruðu sér í hausnum yfir tali félaganna og þótt það væri hágóðæri voru flestir á því að strákarnir hefðu farið fram úr sjálfum sér í snobbi og flottræfilshætti. Burt með klámhyskið! Í ársbyrjun 2007 átti Bændahöll- in við Hagatorg að verða bæki- stöð ráðstefnu klámframleið- enda. Alls konar fólk úr þessum vafasama bransa var búið að boða komu sína á ráðstefnuna Snowgathering og átti að fara á skíði, taka Gullna hringinn og hafa það huggulegt. Margir sáu þó fyrir sér að allsbert og sið- laust fólk myndi vera hoppandi kviknakið um fjöll og firnindi og upphófst mikil andstaða við fundinn. Borgarstjórn og hótelstýran blönduðu sér í málið og settu klámliðinu loks stólinn fyrir dyrnar – hingað kæmi það ekki. Aumingjans klámfólkinu var stórlega misboðið, sérstak- lega að vera spyrnt saman við mansal og barnaklám, eins og var gert í hita leiksins. Símapeningar Skjás eins Skjár einn hélt uppi ruglinu lengi framan af áratugnum með frábær- um þáttum eins og Tantra, Íslenski bachelorinn og Djúpa laugin. Það virt- ust alltaf vera til nægir peningar og stuðið virt- ist aldrei enda ætla að taka. Síðar kom þó í ljós að óvenjuleg lánastarf- semi frá Símanum hafði haldið stöðinni gang- andi og því var ekk- ert skrýtið að Sím- inn tæki stöðina yfir þegar þeir sem stóðu að lántökunni voru komnir á bak við lás og slá. Þriðji ísbjörninn Í byrjun sumars 2008 fylltist hér allt af ísbjörnum. Fyrst kom einn í Skagafjörð og var felldur án mikillar umhugsunar. Upphófst þá mikið fjas um ómannúðlega meðferð á ferðalanginum. Fólk hafði því tækifæri til að sýna manngæsku þegar annar ísbjörn birtist öllum að óvörum skömmu síðar. Sérstakur ísbjarnafang- ari var fenginn frá Danmörku með sérstakt ísbjarnarbúr, en allt kom fyrir ekki og bangsi var skotinn á leið til hafs. Eftir þetta varð ísbjarnarfár og konur á gangi voru alveg pottþéttar á að hafa séð þriðja ísbjörninn. Hann fannst þó aldrei þrátt fyrir nokkra leit. Norðlenskir gárungar plötuðu svo Moggann með uppstoppuðum ísbirni, en skömmu áður hafði Mogginn fallið fyrir kríu á hausnum á gerviönd. Þjóðhetjan Magni Íslenska þjóðin sameinaðist sem aldrei fyrr yfir sjón- varpinu þegar Magni Ásgeirsson keppti í hæfileika- þættinum Rockstar Supernova. Eftir að hafa verið valinn úr hópi umsækjenda á Gauknum fór Magni fljót- lega að láta til sín taka fyrir framan útbrunna rokk- karla í Hollywood. Þjóðin vakti fram undir morgun við að kjósa Magna áfram í þættinum, en mátti sín lítils við margnum, svo Magni lenti í fjórða sæti. Það breytti því ekki að honum var tekið sem þjóðhetju á heimkomutónleikum í Smáralind. Karlremba Icelandair Til að fá erlenda ferðamenn til landsins verður að beita öllum tiltækum ráðum. Mörgum þótti Icelandair fara full glannalega með herferð sinni árið 2002 þegar íslenskt kvenfólk var notað sem beita á ferðalanga. Eða hvað áttu slagorð eins og One Night Stand in Reykjavik, Fancy a Dirty Weekend in Iceland?, Free dip every trip og Pester a beauty queen, annað að fyrirstilla? Þótt flugfélagið skammaðist sín og bæðist afsökunar var búið að planta fræinu og lauslátar íslensk- ar flugfreyjur dúkkuðu upp í mafíuþættinum Sopranos. Rugluð markmið Á Íslandi er oft stefnt að rugluðum markmiðum. Eitt var vímuefnalaust Ísland árið 2000 og annað var Frið- ur 2000. Svo setti Háskóli Íslands sér það markmið að komast í hóp eitt hundrað bestu háskóla í heimi og fram á bjargbrún efnahagshrunsins rembdust dimplómatar við að koma Íslandi í Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna. Allt kom fyrir ekki. Þjóðin er raunsæ og fagnaði sem óð væri öðru sætinu í Eurovision og handboltasilfri á Ólympíuleikunum. Birgittu Haukdal-dúkkan Á hátindi frægðar hennar árið 2006 kom Birgittu Haukdal- dúkkan á markaðinn. Söngkonunni var auðsýnilega brugð- ið þegar henni var sýnd dúkkan í þætti Gísla Marteins. Ekki að furða, því Birgittu Haukdal-dúkkan er ekkert lík Birgittu. Dúkkan er ekkert nema nefið og ef hún er lík einhverri söng- konu er það helst Rut Reginalds. Það er að segja ef Rut hefði látið bæta vel við nefið á sér. Kertavaka fyrir Lúkas Af öllu ruglinu hlýtur ruglið um smáhundinn Lúkas að slá öll met. Málið hófst á Bíladögum á Akureyri sumarið 2007 þegar fullyrt var að ungir menn hefðu myrt hundinn á hrottafenginn hátt með því að sparka honum á milli sín í íþrótta- tösku. Fljótlega bárust böndin að einum aðalsöku- dólgi, sem var nánast tekinn af lífi á netinu og þurfti að koma í fjölmiðla til að bera af sér ódæðið. Mikil sorg ríkti í samfélaginu vegna myrta hundsins og voru haldnar kertavökur í Reykjavík, Akureyri og Hveragerði þar sem grátandi hundavinir minnt- ust fórnarlambsins. Lúkas var hins vegar sprelllifandi allan tímann og á flandri á fjöllum ofan við Akureyri. Hundurinn komst undir mannahendur tveimur mánuðum eftir meint andlát, horaður og hræddur, og var komið til heilsu á ný. Og allt hitt ruglið Þetta rugl er nú bara toppur- inn á ísjakanum. Ris og fall Sil- víu Nætur, Bubbi fallinn, meint klámstelling í Smáralindarbæk- lingi, Ólafur „þú ert ekki fokk- ing borgarstjóri“ F. Magnússon og 19. aldar borgarmyndin, tuðið um Reykjavíkurflugvöll, rausið um Kárahnjúka, Stuðmenn í Royal Albert Hall, kappakst- ursplebbismi ríku strákanna í Gumball 3000, Leoncie flæmd úr landi, Árni Johnsen og dúk- urinn, forsetinn og endasleppt- ir útreiðartúrar hans, mál- verkafölsunarmálið, svo ekki sé minnst á Stóra klaufamálið! Allt þetta hefði auðveldlega getað komist á blað. Ísland – einfald- lega ruglaðast í heimi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.