Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 52

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 52
52 19. desember 2009 LAUGARDAGUR A llt í þessari bók er eins og talað út úr mínu hjarta,“ segir Ásdís Olsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem ásamt eigin- manni sínum, Karli Ágústi Úlfssyni, hefur veg og vanda af útgáfu bókar- innar Meiri haminga. Viðtökurnar sem bókin hefur fengið hafa farið fram úr öllum vonum og væntingum en hún velti Arnaldi Indriðasyni úr sessi á metsölulista Eymundsson í vikunni. Ásdís segir þau hjónin ekki hafa átt von á þessum viðtökum. Þær sýni hins vegar glöggt að fólk er til í breytingar og mannlegi þátt- urinn á upp á pallborðið. „Það er allt galopið fyrir persónulegu víddina núna. Það skiptir orðið máli hvernig okkur líður í daglega lífinu, hvaða gildi við höfum og hvernig okkur tekst upp í samskiptum.“ Þetta eru sömu stef og spiluð eru í lífsleikn- inni, sem Ásdís er sérfróð um. Þessi jákvæða sálfræði, sem bókin snýst um og Ásdís kallar „nýja bylgju“, byggist á vísindalegum rannsókn- um og fjallar um heilbrigði og ham- ingju venjulegs fólks í daglegu lífi. Sjálfsskoðun Ásdís hefur verið að vinna á for- sendum jákvæðu sálfræðinnar um nokkurt skeið. Hún hefur sér- staka trú á ástundun gjörhygli, sem er ein þeirra aðferða sem notaðar eru í því skyni að öðlast hugarró, kynnast sjálfum sér og efla meðvit- und á líðandi stundu. Einnig segir hún mikilvægt að skoða huga sinn, hugsanaskekkjur og áhrif hugsana á líðan og hegðun. Þessi atriði hefur Ásdís innleitt í kennslu í lífsleikni sem hún kennir á menntavísinda- sviði Háskólans. „Þar fá nemendur tækifæri til að fara í sjálfsskoðun sem byggir á þessari jákvæðu sál- fræði. Í lífsleikninni erum við að vinna með félags- og tilfinninga- þroska, sem er nokkuð sem ekki allir treysta sér í án sérstaks und- irbúnings. En þessi sjálfsskoðun gefur ótrúlega góða raun og þeir sem takast á við hana með mark- vissum hætti fá nýja sýn á sjálfa sig og lífið.“ Naflaskoðun í háskóla Ásdís hafði fylgst með þróun jákvæðu sálfræðinnar um hríð, en féll alveg fyrir framsetningu höfundar bókarinnar Meiri ham- ingju, Tal Ben-Shahar. Hann kenn- ir vinsælasta námskeið allra tíma í Harvard-háskóla og skrifar met- sölubækur þess á milli. Ásdís og nokkrir aðrir fagaðilar fengu tæki- færi til að sitja þetta námskeið hjá doktornum síðasta sumar. „Við tókum tólf vikur í þetta og áttum stórkostlegar stundir saman. Við hugðumst fyrst bara styrkja okkur faglega en lögðumst öll í bullandi naflaskoðun, eins og bókin býður upp á. Tal miðlar þessum fræðum einstaklega skemmtilega og það er engin leið að vera ósnortinn. Snilli- gáfa hans felst í því að hann tekur vísindin úr fílabeinsturninum og gerir þau aðgengileg almenningi og svo hefur hann mikla hæfileika til að miðla. Hann segir sögur, býr til slagorð, og er einstaklega snjall við að hrífa mann og drífa til að bæta sjálfan sig og heiminn.“ Horft á þá hamingjusömu Út á hvað gengur annars þessi jákvæða sálfræði? „Hún byggir í stuttu máli á því að rannsaka það sem gengur vel – skoða mannlega möguleika og hvernig þeir fara að sem eru sáttir og hamingjusamir og læra af þeim, en láta öðrum eftir að skoða vandamál og sjúkdóma. Fókusinn er settur á styrkleikana og það sem virkar og gengur upp. Þetta er kallað heilsumódelið sem er þá andstaðan við sjúkdómsmód- elið sem við höfum verið svo upp- tekin af – að greina og skoða vanda- mál og einblína á það sem aflaga fer, “ segir Ásdís. „Það var Martin Seligman, fyrrum forseti Banda- ríska sálfræðingafélagsins, sem setti þessa jákvæðu bylgju af stað fyrir um tíu árum, og þetta hefur verið að vinda upp á sig síðan. Rétt eins og hægt er að pumpa vöðvana og styrkja þá er hægt að styrkja hamingjusvæðin í heilanum. Ef maður er meðvitaður um allt það í lífinu sem er ánægjulegt og gott og nær að njóta og upplifa og gefa því gaum sem er gott og skemmti- legt, hlæja og vera í flæði, er maður að styrkja þessi hamingjusvæði heilans.“ Siðferðið og samfélagið Annað stefið í þessum fræðum kemur inn á siðferðiskenndina og framlag fólks til samfélagsins. Það geri því gott að hafa tilgang og láta gott af sér leiða. Þá sé mikilvægt að vera meðvitaður um siðferðis- kennd sína og hegða sér í samræmi við hana. „Heilindi eru til dæmis eitt af þeim gildum sem vert er að viðhafa í lífinu til að auka hamingju sína. Þar með öðlumst við aukna sjálfsvirðingu sem er ekki svo lítils virði. Það nægir okkur víst ekki að aðrir beri virðingu fyrir okkur ef við vitum betur og gerum það ekki sjálf,“ segir Ásdís. „Þetta var viss uppgötvun fyrir mig, þar sem ég hafði ekkert lagt sérstak- lega upp úr því að ganga frá inn- kaupakörfunni í Bónus eftir notkun og átti til að troða mér fram fyrir í lyfturöðinni í Bláfjöllum ef ég komst upp með það. En þar sem ég þarf á allri minni sjálfsvirðingu að halda hef ég tekið upp nýja og betri siði í samræmi við gildin mín.“ Hamingjan útskýrð Í bókinni fjallar Tal Ben-Shahar um hamingjuna sem hinn eina sanna gjaldmiðil og fjallar um hvað það sé sem veiti venjulegu fólki varan- lega lífsfyllingu og gleði í daglegu lífi. Hins vegar er þetta ekki dæmi- gerð sjálfshjálparbók sem lofar kraftaverkum á nokkrum dögum, heldur krefst hún vinnu af þeim sem ætlar í raun og veru að auka hamingjuna í lífi sínu. „Rannsókn- ir sýna að hamingjan fæst ekki í hendingskasti, með stórum sigrum, lottóvinningum eða stöðuhækkun. Við getum hins vegar aukið ham- ingju okkar með ákveðnum aðferð- um sem krefjast yfirlegu og fram- kvæmdar. Hver hefði trúað að meiri hamingja fengist með hug- arfari, rútínu, nánum samböndum og flæði? Og mér sem var kennt að hamingjan kæmi með prinsinum og konungsríkinu!“ Þau Ásdís og Karl eiga von á Tal Ben-Shahar til landsins á nýju ári með fyrirlestra og vinnustofu á vegum Félags um hugræna atferl- ismeðferð og Félags um jákvæða sálfræði. „Hann er mikið bókaður en er með smugu í maí, skilst mér. Ég væri alveg til í að skokka með honum í Heiðmörkinni og rabba við hann um fullkomnunaráráttuna sem hann hefur rannsakað meira en flestir aðrir.“ Heilindi ýta undir hamingjuna „EINS OG TALAÐ ÚR MÍNU HJARTA“ Ásdís féll kylliflöt fyrir bókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar. Hún segir snilligáfu hans helst felast í því að hann tekur vísindin úr fílabeinsturninum og gerir þau aðgengileg almenningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í bókinni Meiri hamingja er fólki öðru fremur ráðlagt að gangast við tilfinn- ingum sínum og að þora að gera mistök. „Lífið væri svo ljúft ef við værum að einhverju leyti laus við óttann og skömmina. Það væri draumur. Sérstaklega fyrir okkur sem vorum alin upp við setningar eins og „Hvað heldurðu að fólk segi?“ En það gerir gagn að átta sig á hve mikið slíkar tilfinningar stjórna líðan okkar og gjörðum og stíga síðan smátt og smátt út fyrir þægindasvæðið og afsanna þannig gildi þeirra. Henda bakpokanum yfir girðinguna og klifra svo á eftir honum, eins og Tal Ben-Shahar orðar það í bókinni. Lífið verður mikið auðveldara og skemmtilegra þegar maður þorir að vera og gera og hættir að óttast annað fólk,“ segir. LÆRÐU AÐ MISTAKAST ANNARS MISTEKST ÞÉR AÐ LÆRA Í vikunni ýtti sjálfshjálparbókin Meiri hamingja Svörtuloftum Arnalds Indriðasonar úr fyrsta sæti á metsölulista Eymundsson. Ásdís Olsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands, stendur fyrir útgáfu bókarinnar hér á landi, ásamt eiginmanni sínum, Karli Ágústi Úlfssyni leikara. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk nokkur ráð frá Ásdísi um hvernig má komast yfir hamingjuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.