Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 66
4 matur
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M
Mig langar að skila jólaósk-
um og kveðjum
til allra sem hafa
stutt okkur við
byggingu húss-
ins í Sólheimum, því það er byggt
fyrir góðvilja fólksins og einskis
annars. Gæska fólks hefur bara
verið einstök í okkar garð. Ég held
að þetta hljóti að vera einsdæmi,
að koma upp 560 fermetra húsi
fyrir hjartagæsku fólks og húsið er
alveg skuldlaust. Fólk á erfitt með
að skilja hvað þetta er stórkost-
legt. Það er hvílíkur fjöldi fólks
sem hefur gefið vinnu sína, allt
frá trésmiðum til saumakvenna og
allt þar á milli auk þess sem fjöldi
fyrirtækja hefur gefið okkur efni í
húsið. Þá hefur ágóði styrktartón-
leika runnið til okkar og svo mætti
lengi telja. Það hefur hvert krafta-
verkið rekið annað, þau bergmála
hamingju og góðvilja.“
Tilgangur hússins, sem er sér-
hannað fyrir fatlað og langveikt
fólk, er að hlúa að því og veita því
orlof sem kostar það ekki neitt.
„Þetta er örugglega eina úrræð-
ið hér sem kostar hvorki ríki né
bæ krónu. Allt starf er unnið í
sjálfboðavinnu af líknarfélaginu
Bergmáli eða á vegum þess.“ En
hvað eru margir í félaginu? „Við
erum bara 42, en ekkert af þessu
hefðum við getað gert nema af
því að svo gott fólk býr í landinnu
sem hefur í raun byggt húsið. Við
höfum raunverulega ekki gert
annað en að tengja þessar góðu
hendur saman,” segir Kolbrún,
sem gefur hér uppskrift að réttum
sem vekja gleði í munni og maga.
- uhj
LAUKSKERI er frábær uppfinning
sem kemur í veg fyrir tárvot augu
við matseldina. Laukurinn er ein-
faldlega settur inn í skerann,
lokinu þrýst niður og út koma
ferkantaðir laukbitar. Sker-
anum fylgir aukastykki
til að skera kartöflur,
rófur, gulrætur og
epli svo dæmi séu
tekin. Búsáhöld
Kringlunni,
2.650 krónur.
Á ÞENNAN SKEMMTILEGA HNETUBAKKA má ýmist raða
hnetunum í þar til gerð hólf eða dreifa þeim á annan helming
bakkans, en hann er einnig hægt að nota undir hýðið. Hnetur
tilheyra jólum og er gott að bera fram sem mótvægi við smá-
kökur. Duka Kringlunni, 4.950 krónur.
ÞAÐ GETUR
VERIÐ GAMAN
að sanka að sér
rauðum bús-
áhöldum til að
gera jólaborðið
hátíðlegra. Þetta
eldrauða salthús
fæst í Búsáhöld-
um í Kringlunni
og kostar 3.795
krónur.
NÚ ER RÉTTI
TÍMINN til að
taka fram jóla-
viskustykkin.
Duka Kringlunni,
790 krónur.
Kolbrún segir Íslendinga búa yfir ótrú-
legri gæsku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
A M
LÉTTREYKTUR LAMBA-
HRYGGUR MEÐ HNETU-
OG DÖÐLUFYLLINGU
1 léttreyktur lambahryggur
½ poki valhnetur, pekan eða
kasjúhnetur
15 stk. döðlur
2-3 sólþurrkaðir tómatar
(þurrkið ef þeir eru í olíu)
ca. 2 dl rifinn gouda-ostur
Maukið hnetur, döðlur og
tómata gróft í matvinnslu-
vél og blandið osti við. Takið
lundir innan úr hrygg og
hreinsið himnur vel áður en
þið setjið maukið inn í hann.
Leggið lundir ofan á mauk og
lokið hrygg með því að sauma
fyrir með garni. (Hryggur með
breiðum slögum hentar vel.)
Setjið hrygg í pott, hellið vatni
í hann og setjið í ofn. Steikið í
45 mínútur á hvert kíló við um
180° C. Berið fram með græn-
meti og ávöxtum.
KARTÖFLURÉTTUR MEÐ
CAMEMBERT-SÓSU
4 bökunarkartöflur, afhýdd-
ar og saxaðar í litla bita
1 sæt kartafla, afhýdd og
söxuð í litla bita
¼ fryst Wok-grænmeti –
eða annað ferskt grænmeti
1 Camembert-ostur
Bakið bökunarkartöflur, bætið
sætum kartöflum við og loks
Wok-grænmeti, því þetta
þarf mislangan bökunartíma.
Bræðið ost í potti og gætið
að ekki sjóði upp úr. Hellið
yfir grænmeti og bakið í smá-
stund. Berið fram með hrygg.
LAMBAHRYGGUR & KARTÖFLURÉTTUR
OG HAMINGJU
Kolbrún Karlsdóttir mælir með jólaréttum sem vekja gleði í munni og maga. Kol-
brún hefur ríka ástæðu að bergmála hamingjunni því auk jóla hefur nú loks verið
tekið í gagnið hús sem líknarfélagið Bergmál hefur verið að reisa síðustu tvö ár.
Gott á
jólunum!
Bergmálar góðvilja
Lambahryggur að hætti
Kolbrúnar með fallega útskornu
grænmeti og ávöxtum.
Kartöfluréttur með camembert-sósu,
hentar vel með lambahryggnum.
Kolbrún hefur fallega útskorið
grænmeti og ávexti með matnum.
Er til betri gjöf en verkjalaus jól !
Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup
Sore No
More ná
ttúrlega
hita- og
kæligeli
ð er
áhrifarík
t á líkam
sverki
ERT ÞÚ Á LEIÐINNI
Í PRÓF?
Þarftu hjálp við að auka
úthald og skerpa á
einbeitingunni!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin er mjög áhrifarík jurtaformúla
og er afar vinsælt hjá prófannafólki í
Danmörku. Nú fáanleg á Íslandi í
mixtúru- og töfluformi.
Virkar strax!
VANTAR ÞIG
ORKU OG ÞREK Í
JÓLAHEINGERNINGUNA?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin bætiefnið hjálpar
þúsundum manna hvern dag að
auka úthald og þrek.
Fáanlegt í mixtúru og töfluformi.
VIRKAR STRAX!