Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 74
19. desember 2009 LAUGARDAGUR2
Laugaveg 53 • sími 552 3737 • Opið fim-lau 10-22, sun 13-18
Náttföt – náttkjólar – nærföt
Jólaföt og jólagjafir
L ugaveg 53 • sími 552 3737 • Opið frá 10-10 til jóla
LAUGAVEGI 29 • SÍMI 552 4320 • WWW.BRYNJA .IS
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla- og leðurveskjum,
ferðatöskum að ógleymdu miklu úrvali af dömu- og herrahönskum.
Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is.
„Þetta er bíll sem var notaður
í mjólkursöfnun austur í Flóa á
sínum tíma og og fær nú aftur að
viðra sig í göfugu verkefni,“ segir
Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri
Mjólkursamsölunnar, um Chevr-
olet af árgerð 1942 sem kominn
er til borgarinnar austan frá Sel-
fossi. Hann er annar tveggja bíla
sem Samsalan leggur til og ekið
verður niður Laugaveg og Skóla-
vörðustíg þeirra erinda að safna
pökkum í samstarfi við Miðborg-
ina okkar. Þeir leggja báðir af stað
klukkan þrjú, annar frá Hlemmi
og hinn frá Skólavörðuholti.
„Við köllum þetta jólapakk-
arall,“ segir Jakob Frí-
mann Magnús son, talsmað-
ur samtakanna Miðborgin
okkar. „Tilgangurinn er sá
að safna jólagjöfum handa
þeim sem minnst eiga í
vændum og bindum það
ekki bara við börn held-
ur líka við elstu kyn-
slóðina sem gleymist
stundum. Miðborgar-
kaupmenn, gestir og
gangandi, jafnt eldri sem yngri,
eru hvattir til að vera í við-
bragðsstöðu með sína
pakka frá klukkan
þrjú þegar rallið
hefst. Þetta fer
þannig fram
að fólk safn-
ast saman á
gangstéttum
Laugavegar
og Skóla-
vörðustígs
með inn-
pakkaðar
gjafir að
eigin vali
og kastar
þeim upp
á bílpall-
ana til jólasveinanna
meðan ekið er niður
á Ingólfstorg. Síðan
verður komið með allan
hauginn upp í jólaþorp-
ið og Fjölskylduhjálp-
inni og Mæðrastyrks-
nefnd afhentir pakkarnir.
Þær útbýta þeim svo til
þeirra sem með þurfa. Gjöf-
in má vera algerlega að eigin vali,
heimatilbúin, keypt, gömul eða ný.
Allt sem þarf að gera er að merkja
kyn og aldur viðtakandans þannig
að það sé skýrt.“
Jakob segir fjölda jólasveina
og skemmtikrafta taka þátt í rall-
inu með sprelli á bílpöllunum og
Guðný upplýsir að Mjólkursam-
salan skaffi ekki bara farartækin
heldur líka harmóníkuleikarana,
þeir séu starfsmenn MS. „Jóla-
sveinarnir koma svo nátttúrlega
bara úr Esjunni eða öðrum fjöll-
um hér í nágrenninu,“ segir hún
kankvís. gun@frettabladid.is
Þetta er jólapakkarall
Gamlir mjólkurbílar frá Mjólkursamsölunni aka um miðborgina síðdegis í dag með jólasveina og
harmóníkuleikara á pöllunum og safna saman jólapökkum handa þeim sem lítið hafa milli handanna.
Jólapökkum verður
safnað saman á Lauga-
vegi í dag handa þeim
sem hafa lítið milli
handanna.
Jólasveinarnir koma
úr Esjunni til að
taka við pökk-
unum.
Þessi bíll er af árgerð 1942 og er sjaldan tekinn út en hér er Þórður Jóhannsson, dreifingarstjóri MS, að fjarlægja mjólkurbrúsana
af pallinum og Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÁPUR, SKRÁPUR og jólaskapið
eftir Snæbjörn Ragnarsson verður
sýnt í Norræna húsinu í dag og
á morgun klukkan 14 og 16.