Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 76
19. desember 2009 LAUGARDAGUR4
www.bluelagoon.is
Gjafakort
- ávísun á dekur og vellíðan
Hátíðarkaupaukar*
Allir þeir sem versla fyrir 5.000 – 9.900 kr. fá boðsmiða í Bláa Lónið.
Allir þeir sem versla fyrir 10.000 kr. og yfir fá boðsmiða í Bláa Lónið,
vikupassa í Hreyfingu og gjafapakkningu sem inniheldur
Foaming Cleanser (50 ml) og Face Exfoliater (15 ml).
Heildarverðmæti 14.000 kr.
Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf á staðnum.
Opið frá 10.00 – 22.00 alla daga til jóla.
Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins
á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa
og Hreyfingu í Glæsibæ.
Gjafakortin gilda fyrir alla þjónustu og vörur Bláa Lónsins – nudd
og spa meðferðir, húðvörur, heilsurækt, bað, gistingu og veitingar.
Gjafakort
a
n
to
n
&
b
e
rg
u
r
*Hátíðartilboðið gildir aðeins í verslun að Laugavegi
„Ég legg mesta áherslu á vín-
ylinn og í tónlist er það fyrst og
fremst djass, fönk og reggí sem
er hvergi hægt að ná í í bænum.
Samt er ég líka með helling af
geisladiskum, bæði nýtt og notað
og hellings úrval í rokki og poppi.
það eru örugglega 30.000 plötur í
búðinni,“ segir Ingvar en hann er
einn af örfáum á Íslandi sem eru
með úrval af plakötum á boðstól-
um. Ingvar hefur síðastliðin þrjú
og hálft ár verið með bás í Kola-
portinu. Upphaflega seldi hann
aðeins notaðar vínylplötur en
þegar hann sá að ákveðna tónlist
vantaði fór hann að flytja inn plöt-
urnar. Og nú er hann kominn í sitt
eigið húsnæði. En er hann ekkert
hræddur um að verða út undan á
Hverfisgötunni? „Fólk áttar sig á
þessu með tímanum, það er líka
þannig í útlöndum að sérbúðir
eru ekki endilega á aðalgötunum.
Ég er líka með svo mikið af plöt-
um að ég þarf helst svolítið stórt
rými,“ segir Ingvar og minnist
á að leigan á Hverfisgötunni sé
þrisvar til fjórum sinnum lægri
en á Laugaveginum.
Ingvari finnst ekki nógu mikil
flóra á íslenska plötubúðamark-
aðnum. „Það er þess vegna sem
maður byrjaði, ég er líka svo mik-
ill vínylmaður sjálfur. Á sínum
tíma var Þruman til og Hljómalind
sem sá um þetta, en síðan þessar
verslanir hættu hefur verið svolít-
ið stórt gat.“ Ingvar er sjálfur hrif-
inn af vínyl af því honum finnst
formið skemmtilegt, öll hönnunin
í kringum plöturnar og svo end-
ist vínylplötur betur en geisladisk-
ar. „Geisladiskarnir enda alltaf á
því að skemmast. Ef maður ber
saman tvær góðar græjur, geisla-
græjur og plötuspilara, þá vinnur
plötuspilarinn. En ekki endilega
með ódýrri nál og lélegum hátöl-
urum. Auðvitað eru margir með
miklu betra hljóð hjá sér heima
úr geislaspilurum en plötuspil-
urum, það fer eftir því hvernig
græjur fólk er með,“ segir Ingv-
ar en vill ekki gefa sig út sem ein-
hvern sérfræðing á þessu sviði. Í
Lucky Records, sem er við hliðina
á Adam og Evu á Hverfisgötunni,
er opið til klukkan sjö á kvöldin.
Og ef fólk situr með plötur uppi á
lofti sem nýtast ekki er hægt að
selja þær í Lucky Records gegn
sanngjörnu verði. niels@frettabladid.is
Þrælheppnar plötur
Nýlega var plötuverslunin Lucky Records opnuð á Hverfisgötu 82. Eigandinn og kaupmaðurinn Ingvar
Geirsson byrjaði í plötusölubransanum í Kolaportinu fyrir rúmum þremur árum.
Loksins fá plöturnar hans Ingvars veglegt pláss til að njóta sín.
Jólakort, merkimiðar og gjafa-
bréf hafa verið gerð til ágóða
fyrir byggingu barnaheimilis í
Afríkuríkinu Tógó.
Það er styrktarfélagið Sóley og
félagar sem standa fyrir útgáfu
jólakorta, merkimiða og gjafa-
bréfa vegna barnaheimilisins í
Tógó í Afríku.
Þau fást í Yggdrasil og 12 tónum
á Skólavörðustíg og Iðu í Lækj-
argötu. Ísafoldarprentsmiðja
styrkti útgáfuna með prentun og
allur söluhagnaður rennur beint í
byggingarsjóðinn. Ef vel gengur
er hægt að hefja framkvæmdir í
byrjun næsta árs. Aftan á merki-
miðunum stendur svo þessi fallega
setning: „Ég fékk líka gjöf“.
Sóley & félagar eru styrktarfélag
sem vinnur með systur Victo og
styður við samfélagshjálp hennar
í bænum Aneho í Tógó. Starf Victo
er þegar umfangsmikið og Sóley
og félagar gera henni með ýmsum
hætti kleift að þróa það. Þeir hafa
meðal annars safnað styrktarfor-
eldrum hér á landi og samkvæmt
heimasíðunni www.soleyogfela-
gar.is bættust tíu nýir styrktarfor-
eldrar í hópinn í síðasta mánuði en
fleiri vantar. -gun
Lítið barn
fékk líka gjöf
Eitt kortanna sem Sóley og félagar gefa
út.