Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 77
LAUGARDAGUR 19. desember 2009 5
Tískuvöruverslunin MOMO var
opnuð á Laugavegi 42 í lok nóvem-
ber. Hún er við hlið nýja veitinga-
staðarins mmmmm og bar opnun-
in brátt að. „Ég og maðurinn minn,
Guðmundur H. Jónsson, vorum í
kaffi hjá Guðvarði Gíslasyni, eig-
anda mmmmm, og spurðum hann
meira í gríni en alvöru hvort við
mættum ekki leigja hluta húsnæð-
isins og opna verslun. Hann tók vel
í það og tveimur dögum seinna var
ég farin út að versla. Tíu dögum
eftir það vorum við svo búin
að opna,“ segir Íris Björk Jóns-
dóttir, sem rekur MOMO ásamt
eiginmanni sínum.
Margir kannast við Írisi Björk
úr GK en hún dró sig út úr þeim
rekstri fyrir ári. „Í MOMO munum
við leggja höfuðáherslu á ódýr
en falleg föt fyrir konur á öllum
aldri,“ segir Íris Björk sem
hefur greinilega skipt um gír.
Verslunin hefur þó yfir sér
fágað yfirbragð. „Ég er varla
þekkt fyrir annað en að vera í
svörtu og ber verslunin keim af
því. En ég er þó með liti, glitter
og blúndu í bland.“ Íris Björk
þekkir vel til tískuiðnaðar-
ins og skiptir við hollenska,
breska og þýska heildsala.
„Ég var svo heppin að detta
niður á mjög flotta en ódýra
heildsala. Við reynum svo
að leggja eins lítið á og við
getum, vinnum mikið sjálf
og handskrifum merkimið-
ana svo dæmi séu tekin,“
segir Íris Björk sem legg-
ur upp með að hægt sé að
kaupa jóladress og skó á
í kringum tuttugu þús-
und krónur. „Við viljum
hafa þetta lítið og heim-
ilislegt og langar bara til
að geta lifað af þessu.“
Í MOMO fást buxur,
kjólar, toppar, skór,
úlpur, kápur, leggings
og ýmislegt fleira og
eru vörurnar teknar
inn í öllum stærðum.
„Við stílum inn á allt
frá unglingsstelpum
og upp úr og hugs-
um þetta þannig að
mæður geti komið
með dætrum sínum
og verslað.“
- ve
Nýjar áherslur, sami stíll
Íris Björk Jónsdóttir, fyrrum eigandi GK, hefur skipt um gír og opnað verslunina MOMO. Þar er reynt að
halda verði í lágmarki þótt fötin beri keim af smekkvísi Írisar. Hún segir viðtökurnar afar góðar.
Íris leggur upp með að hægt sé að finna jóladress og skó á í kringum tuttugu þús-
und krónur í MOMO. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
TÍSKA