Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 85
LAUGARDAGUR 19. desember 2009 9
Borðskraut þarf að vera vel stífað en efni til þess liggur ekki á lausu að sögn Fanneyjar.
„Ég hef haft áhuga fyrir hekli
síðan ég var sjö ára. Lærði þá
að halda á heklunálinni og hún
hefur verið mér handgengin
síðan,“ segir Fanney Björk þegar
forvitnast er um bakgrunninn
að hinu fínlega, heklaða jóla-
skrauti sem eftir hana liggur.
Hún kveðst hafa búið það til
fyrst fyrir fimmtán árum og
það hafi dreifst dálítið víða en
vill samt ekki gera of mikið úr
afköstunum. Viðurkennir þó að
það sé heilmikið nostur á bak við
þessa muni, sérstaklega við að
ganga frá þeim, teygja, strekkja
og stífa. Skyldi hún vera með sér-
stök form? „Já, ég finn mér eitt-
hvað sem ég get strekkt þetta á
eins og allar konur sem standa
í svona. Ég er ekki sú eina,“
svarar hún. Helsta vandamálið
nú um stundir segir Fanney að
finna nógu sterkt stífelsi því duft
sem hún notaði hafi verið tekið
af markaðnum fyrir nokkrum
árum.
Fanney segist yfirleitt ekki
hafa gefið heklaða skrautið í
jólagjafir, heldur bara þar fyrir
utan. „En krakkarnir mínir eru
eingöngu með svona skraut á
jólatrjánum hjá sér, fyrir utan
ljósin. Tengdadóttir mín er með
allt rautt og það er fallegt,“ segir
hún. Spurð hvort hún selji afurð-
irnar segir hún það hafa komið
fyrir. „Um tíma voru vörur eftir
mig í Jólagarðinum í Eyjafirði.
Það var meðan ég bjó norður á
Hofsósi.“
gun@frettabladid.is
Lærði snemma að hekla
og hafa af því gaman
Fyrir utan ljósaperurnar hafa börn Fanneyjar Bjarkar Björnsdóttur húsfreyju eingöngu heklaða poka,
bjöllur og engla eftir hana á jólatrjánum sínum. Sjálfri finnst henni það ekkert merkilegt.
Jólastjarna sem glitrar. Hvítt, gyllt og rautt fer vel bæði á hvítum
og grænum greinum.
Heklaða skrautið hennar Fanneyjar Bjarkar ber handbragði hennar fagurt vitni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Servíettuhringur sem puntar upp á
jólaborðið.
Sumir skreyta sín jólatré bara með
rauðu.