Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 96
18 matur
MATREIÐSLUBÓKIN Réttir úr ríki Vatna-
jökuls eftir Halldór Halldórsson,
kokk á Hótel Höfn, kom út í byrj-
un desember. Aðalhráefni í hverj-
um rétti sem þar kemur við sögu er
hornfirskt og skemmtilegir textar um
það lífga upp á bókina. Hana prýða
líka myndir sem hornfirskir áhuga-
ljósmyndarar hafa tekið. Í Reykjavík
er bókin til sölu í bændamarkaðinum
Frú Laugu á Laugalæk. Einnig er hægt
að panta hana í síma 692-5624 og á hal-
hal@simnet.is.
SULTUÐ EPLI eru gott meðlæti með
villibráð, til dæmis gæs. Þau verða til
með því að sjóða saman 4 epli niður-
sneidd, 4 msk. sykur, 2 msk. engifer-
rót og 1 dl balsamikedik í fimm mín-
útur. Er hér miðað við að fjórir sitji
til borðs.
ORÐIÐ TAPAS þýðir lok og tengingin við tapas-
réttina er talin koma frá þeim gamla sið að
setja brauðbita eða skinkusneið yfir vín-
glas til að halds skordýrum frá. Þetta
ætilega lok var undanfari tapasrétt-
anna en tilgangurinn með smárétt-
unum var að halda líkamanum gang-
andi f ram að næsta matmálstíma.
ÞEGAR HINN VIN-
SÆLI RÉTTUR ris a l’amande er búinn
til er gott að byrja á að bræða matskeið af
smjöri í pottinum til að mjólkin brenni síður
við og myndi skófir í botninum.
GOTT KJÖT á aldrei að fara til spill-
is. Það getur verið lystugt kalt ef það
er skorið þunnt niður og skreytt. Þá er
kartöflugratín upplagt meðlæti. Það er
gert með því að skera afhýddar kartöflur
í þunnar sneiðar, setja þær í smurt eld-
fast form og strá múskati og nýmöluðum
pipar yfir. Hella síðan rjóma út á, hafa
rifinn ost með smá smjörklípum efst og
baka í 30 mínútur við 180 gráður.
Ég keypti humarinn oftar en ekki af einhverjum köllum suður með sjó; svo er ég búinn að sjá það núna að maður
getur keypt hann á 2.000 krónur kílóið ef
maður fylgist með tilboðum,“ segir Hall-
dór og bætir við að honum finnist humarinn
hlutfallslega ekki svo dýr matur, til dæmis
í samanburði við ýsu eða smálúðu.
Það hefur sýnt sig að humar hentar vel
á veisluborðið og var Halldór svo vænn að
elda girnilegan humarrétt og ljóstra upp
uppskriftinni. „Rétturinn sem ég valdi heit-
ir einfaldlega humarpasta. Við notum hann
í forrétt á jólunum en fáum okkur hann líka
annað slagið yfir árið þegar við fáum góða
gesti í heimsókn,“ segir Halldór, sem er
nokkuð fróður um uppruna humarsins og
hvað verður um hann þegar honum er skip-
að upp. „Þetta sem við Íslendingar fáum er
í raun það sem kallast brota humar. Það
er náttúrlega mismunandi hvernig hann
kemur upp úr bátnum; alltaf þarf að henda
frá, tína út það sem er brotið eða marið eða
situr neðst í kössunum og trollinu og fleira.
Þeir stærstu og best útlítandi eru yfirleitt
fluttir út,“ útskýrir hann. - nrg
Brotahumar
Halldór G. Eyjólfsson og fjölskylda hans eru oft
með alls kyns humarrétti í forrétt um jólin.
margt smátt
HUMARPASTA YFIR HÁTÍÐIRNAR
Fyrir fjóra (eða tólf)
1 stk. rauð paprika
½ rauðlaukur
1 box af sveppum
24 stk. skelflettur
humar
400 ml matreiðslurjómi
svartur pipar
sítrónupipar
hvítlaukssalt
Saxið papriku, rauðlauk
og sveppi smátt. Steikið
á pönnu. Bætið síðan
humrinum við í lokin og
hellið matreiðslurjóma
yfir. Kryddið eftir smekk.
Tagliatelle-pasta er soðið
sér, sett á disk og síðan
humar og sósa yfir á
hvern disk. Séu tarta-
lettur notaðar má reikna
með tveimur tartalettum
á mann og einn humar í
hverja.
Á PASTABEÐI
Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri hjá 66° Norður, starfaði sem
sjómaður í ein átta ár. Í gegnum starf sitt á sjónum kynntist hann
meðal annars humarnum og lærði að elda hann í góða veislurétti.
Réttinn má einnig bera fram
í tartalettum sem forrétt.
F
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Ég veit ekki hvort fólk áttar sig almennt á því að það er munur á því aðhræra í áttu eða hring.
gott í jólamatinn
Rjóminn af jólauppskriftum MS er á gottimatinn.is