Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 106
70 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
A
ðstandendur Vaktanna
hafa stundum hótað
því að það kæmi ekkert
meira. Dagvaktin átti til
að mynda að vera allra
síðasti hlutinn. Jón segir
að nú komi ekkert meira. „Það er bara
ekki hægt,“ segir hann dularfullur.
Deyja allir?
„Þú verður bara að sjá myndina, en jú
kannski á ákveðinn hátt deyja einhverj-
ir. Við sviptum hulunni af Georgi.“
Þú hefur stundum talað um að það
hafi verið líkamlega og andlega erfitt
að leika Georg Bjarnfreðarson. Skán-
aði það ekkert þegar á leið?
„Jú jú, það var ekkert svakalega erfitt
í Fangavaktinni. Ég var orðinn vanari.
Næturvaktin var ógeðslega erfitt verk-
efni. Þetta var allt tekið á nóttunni, tólf
tímar, sex dagar í einu. Það var kulda-
tímabil svo það var alltaf tíu, fimmtán
stiga frost þarna á nóttunni. Ég var með
mikinn texta, mónólóga og ræður svo
þetta var erfitt. Þegar við gerðum Dag-
vaktina vorum við úti á landi og á sama
tíma var litli strákurinn minn veik-
ur. Var mikið inni á barnadeild og það
var virkilega erfitt fyrir mig að vera
meira og minna úti á landi. Í Fanga-
vaktinni var allt í himnalagi, við bara í
bænum, á daginn og strákurinn ekkert
lasinn þannig að þetta varð allt miklu
auðveldara.“
Var þá erfiðið frekar spurning um
aðstæður, en að það tæki svona á að
leika týpuna Georg?
„Auðvitað er erfitt að leika Georg, en
það er líka mjög gaman.“
Þú leist náttúrlega út eins og Georg
meðan á tökum stóð. Varstu ekki að fá
komment úti í búð og svona?
„Ég var alltaf með húfu eða hatt um
mitt sumar. Ég heyrði mikið í kringum
mig: „Nei, er þetta ekki Georg Bjarn-
freðarson? Hvar er starfsmaður á
plani?“ Einhverjir svona karlar að gant-
ast. Vinnustaðagrínarar voru mjög glað-
ir að sjá mig. En ég fer ekkert í sund á
meðan ég er Georg Bjarnfreðarson.“
Alltaf fundist stjórnmálafólk
ógeðslega leiðinlegt
Þú hefur verið mikið með svona geð-
vonda karla í þínu gríni í gegnum tíð-
ina, en Georg er aðeins öðruvísi.
„Kannski af því hann er fyrsti vinstri-
græni geðvondi karlinn,“ segir Jón. „Ég
hef stundum verið með leiðindapúka í
Tvíhöfða sem hafa hringt inn og gefið
ráð eða nöldrað yfir einhverju. Marg-
ir þessara leiðindakarla eru byggðir á
pabba mínum. Ef það er einhver týpa
sem hefur inspírað mig meira en aðrar
við að búa til Georg þá er það persón-
an Keith úr sjónvarpsmyndinni Nuts in
May eftir Mike Leigh. Þetta er eldgöm-
ul sjónvarpsmynd og þessi Keith er ein-
staklega leiðinlegur náungi. Margt er
svo byggt á mér sjálfum. Ég get verið
alveg ógeðslega leiðinlegur, eða að
minnsta kosti hugsað leiðinlega þótt ég
geri enga alvöru úr því.“
Mér finnst samband Georgs og Ólafs
Ragnars minna mikið á samband Mr.
Fawlty og Manuels í þáttunum Fawlty
Towers.
„Það er örugglega margt til í því. Þar
ertu líka með „underdog“ og einræðis-
herra. Ekkert er einskapað og áhrifa-
laust, það má alls staðar sjá einhver
áhrif í öllu. Fawlty Towers er eitt af
Ég fer ekkert í sund á meðan
ég er Georg Bjarnfreðarson
Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og nú kvikmyndin Bjarnfreðarson. Langt er síðan þjóðin hefur tekið annað eins ástfóstur
við grínefni. Allt snýst þetta í kringum leiðindagaurinn Georg Bjarnfreðarson. Dr. Gunni hitti Jón Gnarr og reyndi að komast
nær kjarna snilldarinnar.
JÓN GNARR YNGRI OG ELDRI „Hann var rosalega spenntur fyrir að leika Georg því hann hélt að það yrði rakaður skalli á hann. En hann fékk móhíkana-rönd í staðinn svo hann var alveg sáttur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
mínu uppáhaldssjónvarpsefni svo það er
ekkert skrítið að það séu áhrif þaðan.“
Hvað með vinstri-græna? Eru þeir
ekkert fúlir yfir þessari neikvæðu sýn
sem Georg birtir af þeim?
„Nei og þau léku meira að segja í
einum þættinum. Steingrímur Joð hafði
reyndar aldrei séð þetta og vissi ekkert
hvað þetta var, en Katrín Jakobsdóttir
hafði séð þættina og var mjög ánægð
með þá. Georg er heldur ekki týpískur
vinstri-grænn. Hann væri úr öfga-arm-
inum frekar, svona eins og Óli kommi,
eða hvað þessir karlar heita. Svona karl-
ar sem verða reiðir ef það er sagt eitt-
hvað slæmt um Stalín.“
Kannski er hluti af því sem gerir
Georg fyndinn að hann er alltaf svo reið-
ur. Fátt er fyndnara en reitt fólk.
„Já, ef maður er ekki nálægt því. Ef
manni stafar ekki hætta af reiðu fólki
er það mjög fyndið. Reiður maður er svo
ólógískur og blindur á sjálfan sig. Reið-
ur maður hefur alltaf rétt fyrir sér og
Georg er alltaf reiður.“
Hvað með þig? Verður þú oft reiður?
„Ég get orðið það, já. Sérstaklega ef
mér finnst eitthvað ósanngjarnt. En það
fer mjög í taugarnar á mér hvað reitt
fólk tekur mikinn tíma og athygli með
sínum leiðindum. Fólk sem hefur aldrei
neitt áhugavert að segja – bara eitthvað
leiðinlegt. Mér finnst, og hefur alltaf
fundist, stjórnmálafólk ógeðslega leiðin-
legt lið. Lið sem ég myndi ekki nenna að
sitja með í tíu mínútur. Pældu í að vera
fastur á eyðieyju með Steingrími Joð
og Bjarna Ben. Maður myndi skjóta sig
fljótlega. Svo þarftu ekki að segja annað
en „mannanafnanefnd“ og þá verð ég
ógeðslega reiður og ég verð líka ógeðs-
lega reiður ef einhver er á móti mér.
Það er nú dálítið eins og Georg Bjarn-
freðarson. En það er nú búið að skrifa
svo margt ljótt um mig að ég er kannski
hættur að kippa mér upp við það.“
Góður slatti af drama
Kannski sér íslenska þjóðin sjálfa sig
í Vaktar-þáttunum. Kannski breyttist
þjóðin úr Ólafi Ragnari góðærisins í
Georg Bjarnfreðarson kreppunnar. Nú
eru allir ógeðslega reiðir, eins og Georg.
Hafa aðstandendurnir pælt í því af
hverju þetta sé svona vinsælt? Er þetta
kannski bara svona gott stöff?
„Ég og Pétur erum einfaldlega bestu
gamanleikarar þjóðarinnar. Það er bara
þannig,“ segir Jón, ekki með votti af efa.
„Svo er Ragnar Bragason af flestum
talinn besti leikstjóri landsins svo það
hlaut eitthvað gott að koma út úr þessu.
Við erum allir mjög klárir í því sem við
erum að gera. Þegar við vorum að byrja
var ég viss um að þetta yrði snilld, en ég
var ekki viss um að allir hefðu gaman af
þessu. Ég er vanur því að margir hafi
ekkert gaman af því sem ég hef gert og
það finnst mér líka allt í lagi.“
Er ekki leiðinlegt fyrir gamla pönkara
þegar bolnum er farið að líka við þig?
„Það er það, en samt ekki. Mér finnst
bara gott að færa fólki smá skemmt-
un og hvíld frá þessum leiðindum sem
eru alltaf í gangi. Íslendingar eru líka
að þroskast sem sjónvarpsþjóð. Það var
alltaf allt brjálað þegar Fóstbræður voru
á dagskrá. Fólk var öskrandi í símanum.
Einn daginn á kannski einhver eftir að
Reiður
maður hefur
alltaf rétt
fyrir sér og
Georg er
alltaf reiður.
FRAMHALD Á SÍÐU 46