Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 120
84 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
Ertu orðinn það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir
stór? „Neibb, ég hafði aldrei hugmynd um hvað ég vildi
verða þegar ég yrði stór, og veit það enn ekki í dag.“
Ef nýja platan þín væri máltíð hvað væri boðið upp á?
„Svínakótilettur í raspi með rækjukokkteil í forrétt.“
Hver er þinn versti löstur? „Á ákveðnum sviðum er
ég of metnaðarlítill, svo væri ég til í að vera ákveðnari
stundum.“
Hver er mest framandi staðurinn sem þú hefur komið
til? „Þvottahúsið heima hjá mér.“
Hverju tekurðu fyrst eftir í fari kvenna? „Brosinu.“
Hvert er uppáhaldsillmennið þitt? „Brick Top í Snatch.“
Besta kvikmyndin? „Elephant Man og Lost Highway.“
Besta bókin? „Ævisaga Richard Pryor, Pryor Convict-
ions.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Kjúklingur.“
En uppáhaldsdrykkurinn? „Vatn, pilsner, bjór, kaffi og
kók, fer eftir hvað ég er að gera hverju sinni.“
Eftirminnilegasta tímabil lífs þíns og af hverju? „Ætli
það sé ekki bara árið 2009 út af allri óvissunni!“
Hefurðu óttast um líf þitt? „Já, eiginlega á hverjum
degi … mér þykir mjög vænt um líf mitt.“
Hvaða Íslendingur er gáfaðastur? „Pabbi.“
Voru guðirnir geimfarar eða eru álfar kannski menn?
„Nema hvort tveggja sé?“
Hvaða orð ofnotar þú? „Fokk.“
Hefurðu slegist eftir að þú komst á fullorðinsaldur?
„Nei, ég hef lent í slagsmálum, en ég gæti aldrei slegið
neinn til baka.“
Hvert er versta starf sem þú hefur gegnt? „Að endur-
stafla í Áburðarverksmiðjunni.“
Hvar er fallegast á Íslandi? „Í Eyjum, á Stykkishólmi og
á Seyðisfirði.“
Hvort er meira stuð í góðæri eða kreppu? „Það á eftir
að koma betur í ljós. Ef við lifum kreppuna af, þá er hún
betri.“
Hvað er næst á dagskrá? „Halda áfram að selja plötuna
og fara út að borða með Viktoríu, kærustunni minni.“
Ofnotar orðið „fokk“
Tónlistarmaðurinn Bjarni Hall tók sér frí frá félögum sínum í hljómsveitinni Jeff Who? til að skella í sólóplötuna The Long Way
Home. Hann lét sig hafa það að svara krefjandi spurningum Þriðju gráðunnar í öllu jólastreðinu.
TEKUR FYRST EFTIR BROSINU Bjarni Hall segir þvottahúsið heima hjá
sér mest framandi staðinn sem hann hefur komið til.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FULLT NAFN OG HVAÐ ERTU KALLAÐUR: Bjarni
Hall, kallaður Baddi.
FÆÐINGARÁR OG HVAÐ MARKVERT GERÐIST
ÞÁ: 1979, mamma varð 34 ára, pabbi 35, Kata
systir 15 og Addi bróðir 7 ára.
LÍF ÞITT Í HNOTSKURN: Misskilningur á mis-
skilning ofan.
ÞR
IÐ
JA
G
R
Á
Ð
A
N
■ Á uppleið
Sólin. Daginn tekur að lengja á ný
aðeins tveimur dögum eftir útgáfu
þessa blaðs. Húrra!
Geimverur. Ný pláneta lík jörðunni
finnst í vikunni og bláar geimverur í
myndinni Avatar.
Ættingjar.
Verst að
maður þarf
líka að hitta
alla þessa
leiðinlegu í
jólaboðun-
um.
Tónlist.
Ótrúlegt
magn af
tónleikum í
desember af
alls konar tagi.
■ Á niðurleið
Jólagjafakaup á Þorláksmessu.
Farðu frekar strax í dag og vandaðu
valið, þínir nánustu eiga það skilið.
Jólaþrif á Facebook. Hverjum er
ekki sama hver er búinn að baka
fimm sortir eða skúra eldhúsgólfið?
Oj.
Jólaköttur-
inn. Hann
fær örugglega
nóg að borða
þessi jólin
enda margir
of blankir til
að kaupa sér
glæný föt.
Snjórinn.
Af hverju
snjóar alls
staðar í
Evrópu
nema
hér?
MÆLISTIKAN
1.490kr.Verð frá
Húfur og vettlingar
í jólapakkann
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500