Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 122

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 122
86 19. desember 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is ÞÓRARINN BJÖRNSSON SKÓLA- MEISTARI (1905-1968) FÆDDIST ÞENNAN DAG „Sumir eru þannig að allt vex, verður stærra og fegurra í ná- vist þeirra.“ Þórarinn var kennari við Menntaskólann á Akureyri og síðar skólameistari við sama skóla. Eftir hann liggja nokkur ritverk og þýðingar. Meðal ann- ars þýddi hann Litla prinsinn. MERKISATBURÐIR 1821 Eldgos hefst í Eyjafjalla- jökli sem aldrei hafði gosið fyrr á sögulegum tíma. 1901 Stórbruni verður á Akur- eyri og verða 50 manns heimilislausir er tólf hús brenna. 1967 Lögræðisaldur er lækkað- ur úr 21 ári í 20 ár. Síðar er hann svo lækkaður aftur í 18 ár. 1969 Alþingi samþykkir að Ís- land gangi í EFTA frá og með 1. mars 1970. 1989 Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út fyrstu húsbréfin. 1992 Kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guð- nýjar Halldórsdóttur er frumsýnd. Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strand- aði klukkan 4.43 aðfaranótt þessa dags árið 2006, þrjár mílur út af Sandgerði, skammt frá Hvalsnesi. Leki komst að skipinu og töluverður sjór inn í vélarrúmið. Danska varðskipið Tríton og björgun- arskip frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu komu fyrst skipa á vettvang. Átta skipverjar af Tríton fóru í gúmmíbát til að freista þess að komast út í hið strandaða skip en gúmmíbátnum hvolfdi. Sjö komust lífs af úr þeim háska en einn danskur sjóliði lést. Giftusamlega tókst hins vegar að flytja áhöfn Wilson Muuga í land, þá höfðu íslensku varðskip- in Týr og Ægir bæst í björgunarskipahópinn. Þau komu siglandi frá Vestmannaeyjum og Reykjavík. Einnig kom þyrla Landhelgisgæslunnar til hjálpar og sigu lögreglumaður og stýrimaður Landhelgis- gæslunnar úr henni niður í Wilson Muuga. ÞETTA GERÐIST: 19. DESEMBER 2006 Wilson Muuga strandaði WILSON MUUGA Á STRANDSTAÐ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskuleg dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Birna Bjarnadóttir lést á Hrafnistu Reykjavík þriðjudaginn 15. desember. Jarðarförin mun fara fram mánudaginn 28. desember kl. 13.00 í Bústaðakirkju. Aðalheiður Sigurðardóttir Jófríður Sveinbjörnsdóttir Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir Stefán Þór Sveinbjörnsson Hjörtfríður Guðlaugsdóttir og barnabörn. Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hýhug og vináttu og heiðruðu minningu okkar ástkæru Sigurbjargar Ingvarsdóttur Hrafntóftum 2, áður Langholtsvegi 44. Ragnheiður Jónsdóttir Hafsteinn Ingvarsson Þórunn Jónsdóttir Steinn Þór Karlsson Elísabet Vilborg Jónsdóttir Steinar Þór Jónasson Pálína Jónsdóttir Björgúlfur Þorvarðsson Margrét Fjeldsted Jóna Borg Jónsdóttir Ludvig Guðmundsson og afkomendur þeirra. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson 50 ára afmæli Árni Brynjar Bragason bóndi á Þorgautsstöðum II í Hvítársíðu og ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vestur- lands er fi mmtugur á morgun, 19. desember. Árni hefur m.a. kennt við bændadeild Landbúnaðarskólans á Hvann eyri síðastliðin 20 ár. Eiginkona hans er Þuríður Ketilsdóttir. Árni fagnar afmæli sínu ásamt fjölskyldu og vinum að Þorgautsstöðum II á afmælisdaginn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, Ása Linda Guðbjörnsdóttir Möbelvägen 12, Bollebygd, Svíþjóð, lést að heimili sínu laugardaginn 5. desember. Bálför hefur farið fram í Svíþjóð. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00. Ragnar H. Ragnarsson Arnar Geir Stefánsson Guðbjörn H. Ragnarsson Guðný B. Ragnarsóttir Guðrún Ragna Pálsdóttir Björgvin Jens Guðbjörnsson Gunnar Páll Guðbjörnsson Rafnar Þór Guðbjörnsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, Andresar Kristinssonar Þórólfsgötu 21, Borgarnesi. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir Ragnar Ingimar Andresson Magnea Kristín Jakobsdóttir Sigríður Andresdóttir Ingólfur Friðjón Magnússon Kristinn Grétar Andresson Gréta Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Friðriksson Smáratúni 7, Keflavík, lést miðvikudaginn 16. desember. Hann verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. desem- ber kl. 13.00. Sigríður Vilhelmsdóttir Óla Björk Halldórsdóttir Sigríður Björg Halldórsdóttir Kristján Sigurpálsson Sævar Halldórsson Susie Ström Þórunn María Halldórsdóttir Axel Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Tímamót verða hjá Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara á morgun er hún heldur sína síðustu tónleika með Kammer- sveit Reykjavíkur sem framkvæmda- stjóri og konsertmeistari, eftir 35 ára farsælt starf. Tónleikarnir verða í Ás- kirkju og verkin eru ekki af verri end- anum, Brandenborgarkonsertar nr. 2, 4 og 5 eftir Bach. „Það er hefð fyrir því að leika tónlist frá barokktímanum á jólatónleikum okkar og Brandenborg- arkonsertarnir eru perlur sem gaman er að bjóða upp á af og til,“ segir Rut. Um kveðjutónleika er að ræða og því er hún spurð hvernig henni sé innan- brjósts við þessi þáttaskil? „Ég er bara glöð og þegar ég tók þá ákvörðun að hætta þá var ég tilbúin. Ég veit líka að Kammersveitin fer í svo góðar hend- ur. Guðrún Hrund Harðardóttir víólu- leikari tekur við framkvæmdastjórn og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari við sæti konsertmeistara. Margt ungt tón- listarfólk hefur verið að koma heim frá námi, sumt af því fyrrverandi nemend- ur mínir, og ég veit að það mun halda kyndlinum hátt á lofti.“ Rut stofnaði kammersveitina þjóð- hátíðarárin 1974, ásamt ellefu öðrum en kveðst vera ein eftir af þeim sem hófu leikinn. Margir hafi komið við sögu gegnum tíðina því fjöldi hljóm- sveitarmanna hafi farið eftir verkun- um sem flutt hafi verið hverju sinni. „Það er ákveðinn kjarni sem mest hefur verið leitað til. Flest höfum við verið 35 en talan hefur líka farið alveg niður í þrjá,“ útskýrir Rut, sem segir kynningu á tímamótaverkum hafa verið drjúgan þátt í starfi sveitarinnar. „Þegar litið er til baka yfir söguna voru mörg merkileg verk óflutt hér á landi þegar Kammersveitin var stofnuð. Við höfum því verið í brautryðjendastarfi alveg frá byrjun,“ segir hún. En hvað er nú fram undan? „Ég mun hafa nóg að gera, það verða bara aðrar áherslur og kannski frjálsari tími. Vissulega mun ég halda áfram að spila með kammersveitinni þegar vantar fleiri fiðlur og svo ætla ég að einbeita mér að verkum fyrir fiðlu og píanó auk þess sem ég er líka í Skál- holtskvartettinum. Svo ætla ég að sjá um geisladiskaútgáfu Kammersveitar- innar áfram. Einnig þarf ég að huga að skjalasafninu, helst koma því inn á safn því sveitin er mikilvæg stofnun í tón- listarlífi Íslendinga.“ gun@frettabladid.is RUT INGÓLFSDÓTTIR: HELDUR KVEÐJUTÓNLEIKA MEÐ KAMMERSVEITINNI UNGA FÓLKIÐ MUN TAKA VIÐ STJÓRNANDI Í 35 ÁR „Ég veit að sveitin fer í góðar hendur,“ segir Rut um Kammersveit Reykjavíkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.