Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 134

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 134
98 19. desember 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Dagatalið undanfarna viku og næstu vikur fyllist ört af fjölskylduboð- um, vinaboðum, vinnuboðum og viðburðum og það er ekki lítil vinna við að stunda samkvæmislífið á næstunni. Það er líka partur af hátíð- leika jóla og áramóta að fara í eitthvað aðeins sparilegra en venju- lega, skreyta sig með skarti eða fara í hæstu hælaskóna sína. Hvort sem maður hefur getað keypt sér einhver föt síðustu vikur eða ekki þá getur verið hálfgerður höfuðverkur að finna eitthvað til að klæðast í öll þessi skipti. Hvaða karlmaður kannast ekki við setninguna „En ég á ekkert til að fara í“ og horfir óskiljandi augum á konuna í lífi sínu þegar eftir hans bestu vitneskju er fata- skápurinn yfirfullur af fötum af henni. Þegar maður á ekki neitt til að fara í þá er óbrigðult ráð að fara bara aftur í sama dressið og þér leið einstaklega vel í síðast. Það er ekkert verra en að mæta í einhverj- um flippuðum eða framúrstefnulegum kjól í partí ef maður var aldrei viss um hvort hann ætti sérstaklega vel við mann. Þá finnst mér skárra að draga fram gömlu svörtu gallabuxurnar eða kjólinn og vita að minnsta kosti að mér líði ekki eins og fávita það sem eftir lifir kvölds. Óbrigðult ráð stílista víðsvegar um heim er setning- in „Accessorize..accessorize..accessor- ize …“ sem minnir okkur á að fylgihlutir skapa dressið. Þegar knappt er í búi er líka þjóðráð að henda á sig gamla flotta leðurjakkanum yfir svarta kjólinn og poppa þetta upp með fallegu hálsmeni eða stóru arm- bandi. Meira að segja mestu naumhyggjusinnar hafa gaman af smá punti yfir jólin. Svo er ýmislegt sem ber að forðast í öllum þessum veisluhöldum. Það er til dæmis ekki góð hugmynd að verða ofurölvi við nein tækifæri. Jólin eru tilfinningaríkur tími og engan langar til þess að ranka við sér á þriðja í jólum eftir einhvers konar fjölskyldu- uppgjör. Þetta á enn frekar við á áramótunum þegar það er best að spara kampavínið þangað til á miðnætti svo að maður sjái nú yfirleitt flugeldana og eigi skemmtilega nótt umvafinn þeim sem maður elskar. Ég á ekkert til að vera í … Dásamlega svanatösku eftir Hildi Björk Yeoman frá Kronkron. Fjólubláan kokteilkjól frá Nostalgíu. Gullfallegan glimmer- augnskugga frá Bobbi Brown í jólaboðin. Karl Lagerfeld virtist innblásinn úr mörgum áttum þegar hann hannaði vor- og sumarlínuna 2010 fyrir Chanel. Risavaxinni hlöðu var komið fyrir í miðju sýn- ingarsvæðisins Grand Palais og fyrirsætur gengu um með strá í hárinu líkt og þær hefðu verið að gamna sér í heyinu. Allt þetta vakti upp hugmyndir um Marie Antoinette á átjándu öld eða germanskar yngismeyjar í klossum. Fötin voru sérstaklega stelpuleg: stutt pils, blúnduskyrtur og siffon. - amb SVEITARÓMANTÍK HJÁ CHANEL Stelpulegt og sætt KLOSSAR Háhælaðir tréklossar við háa sokka veittu klæðnaðinum kynþokka- fullan blæ. BLÓM Dá samlega fallegur hvítur kjóll alsettur blómum. FÖLBLÁTT Fallegt sítt pils og skyrta við klossa. RÓMANTÍSKT Blómakjóll með siffonsjali og uppsettu hári. BLÚNDUR Hvít skyrta og stuttar buxur með blómum. RAUTT Klassískur tweed- dressjakki og stutt pils í rauðu. > FATAMARKAÐUR ELMU OG SILJU Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir og leikstjór- inn Silja Hauksdóttir verða með skemmtilegan fatamarkað í dag frá 16-18. Ýmislegur hátíðar- varningur úr fórum þessarra smekkkvenna verður í boði: yfirhafnir, skart, glingur, pallíettur, kjólar og skór. Markaðurinn verður á Lindargötu 6 hjá Félagi íslenskra leikara fyrir aftan Þjóðleikhúsið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.