Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 136

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 136
96 19. desember 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði með pompi og prakt í Færeyjum um síðustu helgi. Fjöldi heimamanna og Íslendinga sóttu opnunarkvöldið og að sögn Jóels Briem, eins eiganda staðarins, var fullt út að dyrum. Skemmtistaðurinn Sirkus hefur verið endur- vakinn í Þórshöfn undir nafninu Sirkus Föroyar. Staðurinn opnaði formlega 11. desember síðast- liðinn. Á neðri hæð hússins er að auki starfrækt tískuverslunin Zoo sem selur íslenska og færeyska hönnun. „Húsið var troðfullt á opnunarkvöldinu og ég frétti að þetta væri í fyrsta sinn í skemmtanasögu Færeyja sem fólk þurfti að bíða í röð til að komast inn. Vikan er búin að vera góð og það er stöðugur straumur af fólki hingað inn. Það er líka búið að vera mikið að gera í tískuversluninni á neðri hæð- inni enda hún þykir svolítið öðruvísi en aðrar búðir hérna,“ segir Jóel Briem, sem á skemmtistaðinn ásamt Sigríði Guðlaugsdóttur og Sunnevu Eystur- stein. „Þetta gekk bara vonum framar og ég held að allir hafi fundið greinilega Sirkusstemningunni.“ - sm SIRKUSANDINN LÉT Á SÉR KRÆLA Í FÆREYJUM ZOOW Verslunin Zoo selur bæði íslenska og færeyska hönnun. VERSLUNARSTJÓRAR Þessi tvö sjá um daglegan rekstur verslunarinnar Zoo sem er á jarðhæð hússins. Á KANTINUM Færeyingar eru hrifnir af viðbótinni við skemmtanalífið í Þórshöfn. EFRI HÆÐIN Staðurinn er á tveimur hæðum, alveg eins og gamli Sirkus. EIGENDURNIR Sunneva, Sigga Boston og Jóel reka saman Sirkus í Færeyjum. MYNDIR/HÖGNI EGHOLM > HANNAR OG GEFUR SKÓ Charlize Theron hefur hannað skó og mun ágóði sölunnar renna til góð- gerðarmála. Leikkonan hefur í sam- starfi til TOMS-skókeðjuna hann- að strigaskó sem henta báðum kynjum. Ágóði skósölunnar mun renna til African Out- reach verkefnis leikkonunn- ar auk þess sem 10.000 pör verða gefin til barna sem lifa í afskekktum hverfum í Suður- Afríku, heimalandi Theron. Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal við bandaríska tískutímaritið Marie Claire. Viðtalið birtist í sérstökum heilsuhluta í nýju desemberhefti tímaritsins þar sem Helga er meðal annars spurð út í mataræði sitt og líkamsrækt. „Ég veit ekki af hverju þau höfðu samband við mig. Þau voru að leita að konu á Íslandi með heilbrigðan lífsstíl og mér skildist á blaða- manninum að einhver hefði bent á mig en ég veit ekki hver það var. Þau sendu mér svo spurningalista í lok ágúst sem ég svaraði samvisku- samlega,“ útskýrir Helga. Hún var jafnframt beðin um að senda blaða- manni mynd af sjálfri sér og fékk Helga með sér ljósmyndara í Bláa lónið þar sem tekin var af henni mynd í flík frá 66° Norður. Helga segist sátt við útkomuna í Marie Claire en vissi ekki af birtingu viðtalsins fyrr en vinur hennar hringdi í hana og sagði henni frá því. „Mér var sagt að viðtalið yrði væntanlega birt í desember. Það var vinur minn sem rakst fyrstur á það, hann var að blaða í gegnum tímaritið í flugi fyrir stuttu. Þeir eru fáir hér heima sem hafa séð greinina en ég er mikið á vinnufundum í Bandaríkjunum og þar hafa marg- ir minnst á þetta við mig. Líkurnar á að menn komist í blöðin þarna úti eru svo litlar að ég held að þeim þyki þetta merkilegra en okkur hérna heima,“ segir Helga og hlær. - sm Sátt við viðtalið í Marie Claire HEILBRIGÐ Í MARIE CLAIRE Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal í bandaríska tískutímaritinu Marie Claire. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda. Um hálfgerða safnplötu er að ræða með bestu lögum Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lög- unum saman og Brak-hljómplöt- ur gefa plötuna út. Henni er lýst sem sundurleitri en þó heildrænni, einlægri, fyndinni og fallegri frá manni sem þorir að vera hann sjálfur. Íslenskir tónlistarmenn ættu að kannast vel við Insol, enda hefur hann vakið athygli fyrir einlæg lög og texta. Hátindar hefur að geyma átján lög, þar á meðal Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambands- stöð?, Blóm, friður og ást, Stelpur vil ég stórar og Jafnréttið er eina svarið. Platan mun fást á örfáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem og á Akureyri. Hún verður einnig fáanleg á netinu. Hátindar frá Insol INSOL Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.