Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 140
100 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er jóladagatal Norræna hússins
opnað daglega, nánar tiltekið í hádeginu klukkan 12.34, og kemur þá í ljós
hvað er í boði þann daginn. Fjöldi listamanna hefur þegar komið fram,
en þeir sem eiga eftir að troða þar upp fram að jólum eru Eivör Pálsdótt-
ir, Erna Ómarsdóttir, Agent Fresco, Hjaltalín, Wonder Brass, Jógvan og
Friðrik Ómar. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið upp á piparkökur
og norrænt jólaglögg. - ag
JÓLADAGATAL
NORRÆNA HÚSSINS
GLUGGINN OPNAÐUR Á hverjum degi er einn gluggi í jóladagatalinu í Norræna húsinu opnaður og kemur
þá í ljós hvaða listamaður treður upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DANSATRIÐI Darí Darí dansflokkurinn tróð upp í Norræna húsinu í hádeginu á fimmtudag,
JÓLASTEMNING Gestir gæddu sér á piparkökum og norrænu
jólaglöggi á meðan þeir horfðu á dansatriðið.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Fjöldi listamanna
hefur komið fram í tengslum við jóla-
dagatalið og er spennandi dagskrá fram
undan til jóla.
Sokkabúðin Kringlunni
Sími 553 7014
Tímaritið The Enquirer flutti nýverið
fréttir af því að leikkonan Angelina
Jolie sé svo þunglynd að hún hafi
íhugað að svipta sig lífi.
Brad Pitt og Angelina Jolie
munu búa hvort á sínum staðn-
um næstu mánuðina vegna kvik-
myndaleiks og hefur það valdið
Jolie miklum áhyggjum. „Brad
var á heimili þeirra í Frakklandi
og Angelina í Los Angeles ásamt
börnunum. Hún hringdi miður
sín í hann eitt kvöldið og bað
hann um að koma heim til sín.
Hún sagði við hann: „Þegar
þú ert ekki hjá mér þá sækja
að mér slæmar hugsanir. Ég
fékk þessar sömu hugsan-
ir þegar ég var yngri og þá
reyndi ég að fremja sjálfs-
morð,“ hafði tímaritið eftir
heimildarmanni. Pitt á þó að
hafa róað konu sína og full-
vissaði hana um að hann
muni aldrei yfirgefa hana
né börnin.
Angelina óttafull
ÁHYGGJUFULL Angelina
Jolie líður illa þegar hún er
fjarri Brad Pitt.