Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 150

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 150
110 19. desember 2009 LAUGARDAGUR LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Portsmouth - Liverpool Aston Villa - Stoke Blackburn - Tottenham Fulham - Man. Utd Man. City - Sunderland Arsenal - Hull Sunnudagur: Wolves - Burnley Everton - Birmingham West Ham - Chelsea FÓTBOLTI Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og þrír á sunnudag. Manchester United sækir Fulham heim í dag og Chel- sea sækir nágranna sína í West Ham heim á morgun. Man. Utd hefur gengið afar vel á Craven Cottage en breyting varð á því í mars síðastliðnum. Þá lagði Fulham lið United að velli í fyrsta skipti í 45 ár. Mótlætið í leiknum fór í taugarnar á leikmönnum Unit- ed en bæði Wayne Rooney og Paul Scholes voru sendir í bað með rautt spjald á bakinu. Það var fjórða en jafnframt síðasta tap United á síð- ustu leiktíð. United hefur þegar tapað fjórum leikjum á þessari leiktíð. Leikurinn að þessu sinni verður ekki auðveldur fyrir United enda hefur Fulham ekki byrjað eins vel í deildinni síðan 2003. Fimm varn- armenn United eru enn á meiðsla- listanum og óvíst er með þátttöku Ryan Giggs. Árið 1996 ákvað þáverandi þjálf- ari Parma, Carlo Ancelotti, að ein- stakir hæfileikar Gianfranco Zola hentuðu ekki liðinu. Hann seldi Zola til Chelsea þar sem leikmað- urinn fór á kostum. Nú, þrettán árum síðar, mætast þeir Ancelotti og Zola sem knattspyrnustjórar og núna er Ancelotti hjá Chelsea. Chelsea hefur aðeins gefið eftir upp á síðkastið en þó ekkert í lík- ingu við West Ham, sem hefur tapað síðustu þrem leikjum sínum. Liðið er í næstneðsta sæti deildar- innar en Chelsea mætti síðast botn- liðinu og slapp með skrekkinn. Engin ný meiðslavandræði eru hjá Chelsea, aðeins Essien og Bos- ingwa sem eru frá í lengri tíma. West Ham verður án Kierons Dyer sem haltraði aldrei þessu vant af velli í leiknum í vikunni. - hbg Man. Utd getur jafnað Chelsea að stigum í dag: Útileikir hjá Man. Utd og Chelsea um helgina VONDAR MINNINGAR Rooney fékk rauða spjaldið síðast á Craven Cottage og hann hyggur á hefndir í dag þar sem United tapaði leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EVRÓPUDEILD UEFA 32 liða úrslit: Rubin Kazan - Hapoel Tel Aviv Athletic Bilbao - Anderlecht FC København - Marseille Panathinaikos - AS Roma Atletico Madrid - Galatasaray Ajax - Juventus Club Brugge - Valencia Fulham - Shakhtar Donetsk Liverpool - Unirea Urziceni HSV - PSV Eindhoven Villarreal - Wolfsburg Standard Liege - Salzburg Twente - Werder Bremen Lille - Fenerbahce Everton - Sporting Lissabon Hertha Berlin - Benfica FÓTBOLTI Dregið var í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í gær og verður það hlutskipti Liver- pool að spila við rúmenska liðið Unirea Urziceni. Báðum liðum mistókst að kom- ast upp úr riðlakeppni Meistara- deildarinnar en þau lið sem urðu í þriðja sæti sinna riðla taka þátt í Evrópudeildinni eftir áramót ásamt þeim 24 liðum sem komust upp úr riðlum sínum í keppninni í haust. Ef Liverpool kemst áfram í sextán liða úrslitin mætir liðið annaðhvort Fenerbahce eða Lille. Leikirnir fara fram 11. og 18. mars næstkomandi. - esá Evrópudeild UEFA: Liverpool og Unirea mætast RÚMENÍA BÍÐUR STEVEN Gerrard er líklega spenntur fyrir Rúmeníuferðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það eru heldur betur áhugaverðir slagir í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Slagir ensku liðanna Manchester United og Chelsea við Mílanóliðin eru þó klárlega áhugaverðustu viðureignirnar. David Beckham hafði óskað sér þess að AC Milan myndi dragast gegn Man. Utd og honum varð að ósk sinni. Beckham snýr því aftur á Old Trafford í byrjun mars með AC Milan, svo lengi sem hann verður ekki meiddur. Það verð- ur fyrsti leikur Beckhams á Old Trafford síðan 2003 en það ár gekk hann í raðir Real Madrid. Fyrrverandi félagi Beckhams hjá United, Teddy Sheringham, býst ekki við öðru en að Beck- ham fái höfðinglegar móttökur hjá stuðningsmönnum félagsins. „Ég efast ekkert um það. Hann var frábær hjá félaginu, fyrir- mynd og stuðningsmennirnir bíða eflaust spenntir eftir því að sjá hann á nýjan leik og geta um leið kvatt hann,“ sagði Sheringham. „Hann verður örugglega klár í slaginn. Ég er viss um að biðin verður löng fyrir Becks. Hann mun njóta leiksins en að sama skapi ætlar hann sér að leggja United að velli.“ Leonardo, þjálfari AC Milan, er einnig spenntur fyrir viðureign- inni. „Manchester United er frá- bært félag með mikla hefð. Liðið hefur frábæra leikmenn eins og við þannig að ég býst við jöfnum leik. Það eina sem ég get sagt er að þetta verða frábærir leikir. Það er samt enn langur tími í leikina en stund sannleikans mun nálgast innan tíðar,“ sagði Brassinn. Ekki verður síður áhugavert að fylgjast með rimmu Inter og Chelsea. Þar mætir skrautlegasti þjálfarinn í deild- inni, Portúgalinn Jose Mourinho, sínum gömlu lærisveinum í Chel- sea sem hann gerði að enskum meisturum tvö ár í röð. „Þetta er frábær dráttur. Við vorum að ræða þennan mögu- leika í morgun og svo varð þetta að veruleika,“ sagði Ron Gourlay, framkvæmdastjóri Chelsea. Hann býst ekki við öðru en að stuðn- ingsmenn Chelsea muni taka vel á móti sinum gamla stjóra en Mour- inho vann hug og hjörtu stuðn- ingsmannanna á sínum tíma. „Ég er pottþéttur á því að Jose fær frábærar móttökur hjá okkar fólki. Þrátt fyrir allt er hann samt mótherji liðsins og við ætlum okkur að senda hann úr keppninni,“ sagði Gourlay. henry@frettabladid.is Beckham fékk ósk sína uppfyllta Draumur Davids Beckham um endurkomu á Old Trafford með AC Milan varð að veruleika í gær þegar félögin drógust saman í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mílanóliðin tvö fá það verðuga verk- efni að kljást við bestu lið Englands því Inter mætir Chelsea. Mourinho snýr því aftur á Stamford Bridge. GAMMURINN Á SVÆÐINU Real Madrid-goðsögnin Emilio Butragueno sá um að draga í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær. NORDIC PHOTOS/AFP MEISTARADEILDIN Sextán liða úrslit: AC Milan - Manchester United Inter - Chelsea Stuttgart - Barcelona Olympiakos - Bordeaux FC Bayern - Fiorentina CSKA Moskva - Sevilla Lyon - Real Madrid Porto - Arsenal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.