Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 158

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 158
118 19. desember 2009 LAUGARDAGUR „Er það? Já, af seríunum? Æðislegt. Það er rosalegt magn.“ Svona voru viðbrögð leikstjórans Ragnars Bragasonar þegar blaða- maður tjáði honum að vaktaseríurn- ar þrjár hefðu selst í 48.000 eintök- um frá upphafi. Fangavaktin, sem kom út fyrir jólin, hefur farið gríð- arlega hratt af stað og selst í tæp- lega 14.000 eintökum. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hafa diskarnir þrír rakað saman um það bil 155 milljónum króna síðustu ár. „Ég hef verið að heyra háar tölur um hina og þessa titla. Þetta segir manni að fólk vill eiga íslenskt efni,“ segir Ragnar. „Ég bjóst ekki við að Fangavaktin myndi seljast svona vel núna, vegna þess að það er svo ofboðslega mikið af góðum íslenskum titlum í boði fyrir jól. Fólk verður að njóta þess á meðan það getur, miðað við fyrirhugað- an niðurskurð á kvikmyndagerð í landinu. Það verður ekki mikið af íslensku efni næstu árin.“ En það er allt að gerast hjá Georg Bjarnfreðarsyni og félögum þessa dagana. Lokahnykkur sögunnar, kvikmyndin Bjarnfreðarson, verð- ur frumsýnd annan í jólum og í vik- unni tryggði finnska ríkissjónvarp- ið YLE sér sýningarrétt á öllum vaktaseríunum. Óljóst er hvenær sýningar á þáttunum hefjast þar í landi, en Ragnar telur þættina eiga fullt erindi við Finna. „Ég hélt að vísu að Svíarnir yrðu fyrstir,“ segir hann og vísar í stórbrotinn áhuga Georgs á Svíþjóð. „En Finnarn- ir tengja við myrkrið, kuldann og þunglyndið.“ Ragnar vonast til að hinar Norður- landaþjóðirnar taki við sér. Unnið er að því koma þáttunum þangað, en fleiri samningar eru ekki í höfn. „Það er verið að púsla einhverju saman,“ segir hann. Finnarnir voru ekki búnir að sjá Fangavaktina þegar þeir keyptu seríurnar þrjár og samkvæmt til- kynningu frá Saga Film vildu þeir verða fyrstir að kökunni. Spurður um heiðurinn er Ragnar hógværð- in uppmáluð. „Þetta er skemmti- legt vegna þess að það er svo nýtt að við séum að gera sjónvarpsefni sem er sambærilegt og samkeppn- ishæft. Þá er mjög mikill heiður að ríkissjónvarpsstöð í einhverju öðru landi sjái gæðin í því.“ atlifannar@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. bauti, 6. í röð, 8. mjöl, 9. bókstafur, 11. gelt, 12. orðtak, 14. hrópa, 16. pípa, 17. ennþá, 18. fát, 20. tveir eins, 21. gegna. LÓÐRÉTT 1. viðlag, 3. umhverfis, 4. gróðra- hyggja, 5. gapa, 7. endurröðun, 10. skraf, 13. atvikast, 15. sál, 16. iðka, 19. sjúkdómur. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. tu, 8. mél, 9. emm, 11. gá, 12. frasi, 14. öskra, 16. æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21. ansa. LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. umröðun, 10. mas, 13. ske, 15. andi, 16. æfa, 19. ms. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Samkynhneigt fólk fær að ganga í hjónaband. 2 2.700. 3 Asif Ali Zardari. Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Jólatilboð 50 ljósasería 648 kr. 35 ljósasería 498 kr. 50% afsl. „Þetta gekk gríðarlega vel. Þetta var mjög áhrifa- mikil og eftirminnileg stund,“ segir rithöfundurinn Sindri Freysson. Hann las fyrir skömmu upp úr nýjustu bók sinni, Dóttir mæðra minna, í kvennafangelsinu í Kópa- vogi. Bókin gerist að miklu leyti í Holloway-kvenna- fangelsinu á Englandi þar sem íslensk sautján ára stúlka situr inni árið 1941. „Þegar bókin var nýkom- in út sagði ég strax að mig langaði að lesa upp í kvennafangelsinu í Kópavogi,“ segir Sindri. „Þegar ég var í London að vinna heimildarvinnu krækti ég mér í rit sem innihalda ljóð og sögur kvenna sem sitja í breskum fangelsum nútímans. Það opnaði mér glufu inn í hugarheim kvenfanga,“ segir hann. „Sú mynd varð enn skýrari þegar ég hitti íslenska stelpu sem var nýbúin að afplána dóm í frönsku fangelsi fyrir dópsmygl.“ Í framhaldinu ákvað Sindri að endurgjalda greiðann ef svo má segja með því að lesa upp í kvennafangelsinu, þar sem karlar eru reyndar líka á meðal fanga. „Þau spurðu margra spurninga og þetta var greinilega vel þegið. Mér fannst það reyndar pínu einkennilegt að vera að lesa fyrir fanga upp úr bók sem segir frá líðan fanga en það voru engar athugasemdir gerðar,“ segir hann og bætir við: „Ég gæti vel hugsað mér með seinni tíma útgáfu að gera eithvað sambærilegt. Fólk var þakk- látt fyrir þetta og þetta var tilbreyting frá þeirri ömurlegu rútínu sem fylgir því að vera í fangelsi.“ Bókasafn fangelsisins fékk einnig að gjöf allar þær bækur sem bókaforlagið Veröld gefur út fyrir jólin og féll það vel í kramið á meðal fanganna. - fb Upplestur í kvennafangelsinu Í FANGELSI Sindri Freysson í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hann las upp úr sinni nýjustu bók. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Hann kom á fimmtudagskvöldið, allur gataður í klessu með hatt á hausnum, klæddur í leðurjakka og þröngar gallabuxur með kurteisa krakka með sér og ljóshærða frú. Þau voru mjög falleg fjölskylda og ég held hreinlega að ég hafi komið Slash í jólaskapið,“ segir Stefán Karl Stefánsson. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl sjálfan Trölla í söngleik sem nú er sýndur fyrir fullu húsi í Panteges-leikhús- inu í Hollywood. Í vikunni var síðan sagt frá því að stórstjörnur borgarinnar legðu nú leið sína í leikhúsið í aðdrag- anda jólanna til að berja Stefán og félaga augum. Meðal þeirra sem hafa sest niður og átt nota- lega stund með börn- unum sínum eru þau Gwen Stefani og Gavin Rossdale og svo Ben Stiller, gamanleikarinn góðkunni. Nafnið Slash kveikir kannski líka á einhverjum jólaljós- um enda var hann gít- arleikari í einhverri alræmdustu rokk- sveit heims, Guns n‘ Roses. Stefán viðurkenn- ir að hann hlusti nú um stundir ekki mikið á þessa graðhestatón- list sem rokksveit Slash stóð fyrir en hann hafi alveg dillað hausnum við Paradise City og Welcome to the Jungle á sínum tíma. Svo hrifinn var reyndar Slash af frammistöðu Stefáns að hann tróð sér bak- sviðs eins og alvöru rokkgrúppía og heimtaði að ná tali af Trölla. „Ég vildi nú ekki láta taka neina mynd af mér því ég var bara á nátt- sloppnum. En ha nn var mjög hrifinn og sagði að þetta hlyti að vera eins og að halda rokk-kon- sert.“ - fgg Stefán Karl kom Slash í jólaskapið PERSÓNAN TVEIR GÓÐIR Fyrr- verandi gítarleikari rokksveitarinnar Guns n‘ Roses, Slash, mætti á söngleikinn um Trölla sem Stefán Karl leikur og hrósaði íslenska leikaranum í hástert baksviðs fyrir frammistöðuna. Karl Ágúst Úlfsson Aldur: 52 ára. Starf: Leikari, höfundur, þýðandi og útgefandi. Stjörnumerki: Sporðdreki. Fjölskylda: Giftur Ásdísi Olsen og á börnin Eyvind, Bergþóru, Valgerði, Brynhildi og Álfheiði. Búseta: Við búum í Garðabæ. Karl Ágúst gefur út bókina Meiri hamingja sem situr á toppi met- sölulista Eymundssonar. RAGNAR BRAGASON: FÓLK VILL EIGA ÍSLENSKT EFNI Vaktirnar á DVD hala inn hátt í 200 milljónir króna Snorri Helgason hélt útgáfutónleika sína á fimmtudaginn og spilaði þrumuefni með bandi. Ríó tríóið spilaði líka með hljómsveit en Högni Egils- son í Hjalta- lín kom fram einn í fyrsta skipti. Hann var eðli- lega nokkuð stressaður að vera án félaga sinna í bandinu, en komst klakklaust í gegnum prógrammið með því að syngja Hjaltalínlög og lög með Siggu Thorlacius í bossa- nóvatakti á portúgölsku. Þótti þetta nokkuð vel af sér vikið því Högni kann ekki stakt orð í portúgölsku. Ævisaga Gylfa Ægissonar hefur farið fram úr björtustu vonum útgefenda. Bókin hefur verið prentuð þrisvar sinnum og hefur selst í rúmum fimm þúsund eintökum. Þessar góðu viðtökur hafa hvatt ævisögurit- arann Sólmundur Hólm Sólmund- arson til dáða því hann er þegar farinn að huga að nýrri ævisögu sem á að koma út fyrir þarnæstu jól. Nokkur viðfangsefni koma til greina en ólíklegt er að tónlistarmaður verði aftur fyrir valinu. Óskar Páll Sveinsson lagahöf- undur er með veiðidellu eins og meðhöfundur hans í Eurovision á næsta ári, Bubbi Morthens. Óskar slysaðist framan á Árbók veiði- mannsins, glaðbeittur með risafisk. Hann gaf leyfi fyrir myndinni þegar haft var samband við hann, en myndina tók hann sjálfur með tíma- stilli. Óskar er svo forfallinn í veiðinni að hann selur sér- hönnuð veiðihjól. - drg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI GRÍÐARLEG SALA Vaktirnar þrjár hafa selst í 48 þúsund eintökum frá því að Næturvaktin kom út á sínum tíma. „Rosalegt magn,“ segir leik- stjórinn Ragnar Bragason. Hann bjóst ekki við að Fangavaktin færi hratt af stað enda „ofboðslega mikið af góðum íslenskum titlum í boði fyrir jól“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.